GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Sídustu dagarnir

Nú er kennslunni á fyrri helmingi námskeidsins hérna í München lokid. Thad verdur heljarinnar samkunda í adalbjórgardinum vid Kínverska Turninn í kvöld til ad fagna námskeidslokunum. Fréttaritari Skítsins verdur ad sjálfsögdu á stadnum og mun audvitad fjalla um vidburdinn eins ítarlega og adstaedur og minni leyfa. Thá berast hér med thaer fréttir frá München ad stafraen myndavél er gengin til lids vid Skítinn og mun hún einnig vera med í för í leidangri kvöldsins. Reyndar er thó nokkud myndefni nú thegar til og er unnid ad thví nótt sem nýtan dag ad koma thví á alnetid.

Frá sídasta pistli hef ég lagt thó nokkud land undir fót. Fyrst ber ad nefna stutta ferd mína í fangabúdir nasista í Dachau sem er mjög naerri Mümchen. Thetta voru fyrstu fangabúdirnar (KZ = Konzentrartionslager) og thar voru mestmegnis pólitískir andstaedingar nasista sendir. Í Dachau voru ekki fjöldaaftökur framkvaemdar heldur var lífid smám saman murkad úr föngunum med vinnu í thágu thýska hersins eda stórfyrirtaekja á bord vid BMW. Thá var einnig nokkud gert af thví ad gera tilraunir á líkamlegu tholi mannsins gagnvart hita, kulda, breytilegum loftthrýstingi og fleiru.

Um sídustu helgi fór ég svo í ferd til Lindau, Freiburg og Heidelberg. Thad er svo sem ekki mikid af theirri reisu ad segja. Á laugardagskvöldinu var dvalist í Freiburg og thar var einhvers konar menningarnótt svo ad thad var allt fullt af tónlistarvidburdum á götum úti. Thá voru thad nokkur vidbrigdi ad sjá fjölda útigangsmanna og pönkara med stóra hunda í Freiburg. Mér er alltaf nokkud órótt í návist pönkara med stóra hunda og thess vegna er ég feginn thví ad lítid er um slíkt hér í München. München er enda hid mesta lögregluríki, minna er um glaepi hér en annars stadar og öryggi á götum úti er allt hid mesta. Reyndar var hér framid mord (threfalt held ég)  um helgina en thad var audvitad af gódri ástaedu: Madur fékk thá nóg af hávada í nágrannaíbúd og losadi einhver 10-20 skot í íbúa vidkomandi íbúdar. Mordinginn lést svo í skotbardaga vid lögreglu.

Thá fór ég í Open-Air Kino (bíó undir berum himni) í gaer og var Casablanca sýnd. Sem Goethe-nemi thurfti ég ekkert ad borga inn og sídan vildi svo heppilega til ad inni var Freibier, sem útleggst á íslensku sem ókeypis bjór. Slíkt kostabod tharf Íslendingur audvitad ekki ad láta segja sér tvisvar.

En thad er ljóst ad naestkomandi thridjudag hefst nýtt námskeid med nýjum bekk (sem er mjög gott). Thá mun ég einnig ad öllum líkindum bregda búi, skella mér á mölina og flytjast inn í piparsveinaíbúd Ögmundar. Hann fer thá í tveggja vikna ferdalag med bródur sínum og ég verd “thví midur” ad gaeta íbúdarinnar á medan.

Annars eru meira og minna allir sem ég thekki á námskeidinu ad fara til síns heima á morgun svo ad ég veit ekki alveg hvad helgin ber í skauti sér. Thad er stutt í nokkrar ágaetar borgir sem haegt er ad taka dagsferdir til og svo er Ömminn ad klára próf á föstudag svo ad hann kemst vaentanlega í bjórgírinn thá. Thad er víst alveg öruggt ad madur er aldrei lengi bjórlaus í München.

Vonandi kem ég myndasídunni í gagnid sem fyrst.

Bis später.

mánudagur, júlí 26, 2004


Bjarni við rannsóknarstörf? Hér má sjá BKT aka BoTo með einn ískaldan Runka í hönd. Drykkurinn er fyrir löngu orðinn klassískur meðal skítsmanna og lagt grunn að mörgu eftirminnilegu samkvæminu. Af myndinni að dæma virðist Da BoTo vera kominn í gírinn eftir aðeins hálfa blöndu. Hvernig er það BoTo, á Massinn eitthvað i Runkann?


Testdrive á nýjum fídus hjá Græna Skítnum.Meistari Helgason fær að vera fyrsta módelstúlkan hjá Sketunni. Komandi vetur verður urrandi góður með glefsum úr saurmyndahrauk sketunnar.Svo verður hægt að kaupa boli með einstaka myndum og dagatöl með meðlimum í góðu glensi. Já sæll.

föstudagur, júlí 23, 2004

Bjórgardar & andsvör

Bjórgardarnir hér í München eru víst thó nokkrir thótt ég hafi nú adallega verid í theim staersta. Sá er í fyrrnefndum Enska Gardi. Stemmningin í bjórgördunum er thannig ad ef thad kemur gott vedur thá flykkist fólk í thá í eftirmiddaginn og á kvöldin og naer sér í öl. Skiptir thá litlu máli hvada dagur vikunnar er. Til thess ad rannsókn mín hér í München takist sem best verd ég ad sjálfsögdu ad reyna ad adlagast hefdum og venjum hversu erfitt sem thad kann ad reynast. Thví er thad skylda mín ad grípa í maß vid á vid, um helgar sem og adra daga, svo ad svarid vid spurningu Gudmundar er ad thetta er normid.

Vardandi knattspyrnuadstaedur (er ad fara aftur í fótbolta aftur í kvöld), thá er vissulega spilad á idagraenum völlum en thví midur án marka. Gömlu gódu peysurnar verda ad duga. Sídast var thetta ekki mikid vandamál thar sem lítid var um mörk en allt er nú hey í hardindum svo ég kvarta ekki undan svona smáatridum.

Ellert, ég er enn ekki kominn med "fimmaur" á thýsku en mun reyna ad komast ad thessu.

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Fyrsti massinn og fyrsti boltinn

Tók minn fyrsta maß á sunnudaginn. Fyrir thá sem ekki vita hvad maß er thá er thad lítrakrús af öli. Tók reyndar minn annan strax í kjölfarid og thrátt fyrir ad thetta séu náttúrulega bara 2 bjórar thá kikka their vel inn.
 
Svo fór boltinn vel af stad, vid spiludum um thad bil 9 á 9 og megnid af leikmönnunum var léttleikandi og skemmtilegt. Margir voru betri en ég en thó nokkrir voru lakari svo ad ég kom ágaetlega út. Ég átti traustan leik í vörninni, fyrir utan eitt sjálfsmark sem kom reyndar ekki ad sök thar sem vid höfdum sigur í leiknum. Var örlítid kvefadur fyrir boltann og er ad thjást af theim ástaedum núna.
 
Svo tók ég rölt í staersta almenningsgardi í Evrópu (a.m.k.), Englischer Garten og thar gefur ýmislegt á ad líta. Í honum eru thrír bjórgardar en bjórgardur er í megindráttum fullt af bordum undir berum himni ásamt bjór- og matsölu. Í gardinum badar fólk sig mikid í sólinni á gódvidrisdögum og nokkud er um thad ad menn séu berrassadir vid thá idju. Ég er nú ekki búinn ad prófa thad enda algjör ótharfi ad vera ad sólbrenna á lykilstödum. Svo er einnig haegt ad sörfa á ánni Isar sem rennur í gegnum gardinn.
 
Bless í bili.
 

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Svör og smáfréttir

Sá Das Experiment heima, fín mynd.

Hvad bolta vardar thá er á hverjum mánudegi eitthvad sport, sídast var thad sund, sleppti thví. Thegar fótbolti býdst mun ég taka hann, sem og önnur tholanleg sport. Annars er ég ad detta inn í eitthvad franskt crew sem er drullufínt fólk, saemilega kaerulaust.

Annars er skipulagid á námskeidinu thannig ad hver mánudur er sjálfstaedur, thad er ad í naesta mánudi kemur fullt af nýju fólki (eru víst fleiri thá en nú) og bekkjum er stokkad upp og alles. Thví er stödugur ferskleiki í fólki hérna.

Ekkert Moustache, ég efast stórlega um ad thaer thýsku fíli thad en svo er ég náttúrulega meira ad markadssetja mig á althjódlegum markadi hvort ed er.

Bis später.

mánudagur, júlí 12, 2004

Ad kynnast fólki

Svona rétt til thess ad svara kommentum vid sídasta pistil thá held ég ad jafnvel thótt thad sé ekki endilega gott ad eiga rídufélaga eins og Björn ordar svo elegant í sama bekk thá held ég ad thad sé mun líklegra til árangurs ad vera med einhverjum í bekk sem madur getur thó farid á djammid med. Madur tharf ekki naudsynlega ad rída vidkomandi en thad er alltaf vaenlegra til árangurs ad hafa eitthvad öruggt crew, út frá hverju madur getur svo kynnst fleirum.

Hvad komment Tobba vardar thá neita ég thví ad vera of gamall fyrir thetta 19-21 árs lid (eins og flestir virdast vera). Ég held ad fólk sem umgengst hvert annad á svona námskeidum eigi frekar ad meta eftir throska og drykkju- og djammgetu. Ég tel mig enn eiga í fullu tré vid hina yngri skólafélaga mína á theim svidum.

Annars hefur thetta verid svolítid forvitnilegt ad koma úr svona súrum bekk, vera eini Íslendingurinn og búa ekki á stúdentaheimili. Félagslega fae ég ekkert gefid. Flestir kynnast einhverjum í gegnum einn eda alla thessa thrjá thaetti til ad djamma med. Á fimmtudeginum thegar var opinbert Goethe-kvöld, kom ég til daemis einn og sá engan sem ég beinlínis thekkti. Ég vard bara ad henda mér inn í einhvern hóp og bidja um ad fá ad vera memm. Thad gekk reyndar alveg og thar kynntist ég nokkrum frönskum stelpum sem og Úkraínskum strák. Daginn eftir lenti ég í svipadri adstödu og kynntist thá hóp af Rússum (adallega kvenkyns). Í gegnum thessa krakka er svo planid ad kynnast ödrum. Af einhverjum ástaedum virdist mér audveldara ad kynnast stelpum hérna en strákum. Kannski er thad vegna thess ad thaer eru miskunnsamari vid einmana grey eda kannski eru thad sólbrennd kollvikin sem heilla. Hver veit? Reyndar virdast, thegar ég hugsa um thad, vera fleiri stelpur hérna en strákar, sem er audvitad mjög gott.

Ég skellti mér á Shrek 2 í gaer, á thýsku ad sjálfsögdu. Ég get ekki sagt ad ég hafi notid hennar eins vel og ég hefdi gert á ensku en ég skildi heildarsöguthrádinn og slatta af brandörum. Held samt ad ég muni ekki horfa á adra grínmynd dubbada. Til thess tharf madur ad skilja málid of vel. Thad eru samt fullt af thýskum myndum á bókasafninu hér og ég hugsa ad ég kíki á einhverja af theim. Er til daemis búinn ad sjá das Boot, director´s cut, sem er 3 klukkustundir og 15 mín. Bara hörkugód.

Ég hef ad nánast öllu leyti haft samskipti á thýsku, mér til undrunar, en thegar fólk talar ekki sitt módurmál virdist thad frekar tala thýsku en ensku. Audvitad dregur thetta úr dýpt samskiptanna en eykur ad sama skipti kunnáttu og hver veit nema madur geti átt helvíti gód samtöl fljótlega? Ég hef nú thegar átt nokkud langt samtal vid thann Úkraínska um pólitík á Íslandi og Úkraínu og thad gekk ágaetlega. Annars er thad um pólitík í Úkraínu ad segja ad spilling sé eina ordid sem einhverju máli skiptir. Ég sprudi um mafíu í Úkraínu og fékk svarid ad stjórnvöld vaeru raunverulega mafían. Embaettismenn virdast stunda fjárkúganir gagnvart fyrirtaekjum og mútur eru gegnumgangandi á öllum svidum, löggunni er mútad og atkvaedi eru keypt. Thá eru nú fjölmidlalögin lítilvaeg í samanburdi.

Ósk mín um ad hitta hér fyrir Hollendinga virdist vonlítil thar sem mikid hatur er víst milli Thjódverja og Hollendinga. Madur verdur víst, med sína íslensku tungu, ad passa sig ad vera ekki mistekinn fyrir Hollending. Annars er líka frekar lítid af Skandinövum hér. Adallega virdast thetta vera Spánverjar, Ítalir, Frakkar, Kanar, Austur-Evrópubúar og Asíubúar.

Ad lokum vil ég benda áhugasömum á nýtt GSM-símanúmer mitt naestu tvo mánudina, frá Íslandi er thad: 0049 16382 00551

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Vaentingar og vonbrigdi

Bekkurinn sem ég er í er kominn í sína endanlegu mynd. Reyndar er einn piltur ókominn. Thad er erfitt ad segja ad ég hafi verid heppinn med bekk. Í honum eru 10 manns, 2 maedur, 3 adrar "kellingar", 1 spaensk stelpa (26 ára?), 2 strákar og ég. Svo er reyndar bjartasti punktur bekkjarins ein úkraínsk stelpa, nokkud saet, virkar skemmtileg og 21 árs gömul. Hljómar vel en Bjarni var ekki lengi í Paradís thví ad sjálfsögdu er hún búin ad vera gift í thrjú ár. Ég skil ekki hvad ég er ad paela, 23 ára og ógiftur.

Thad virdist nú samt alveg vera einhver slaedingur af efnilegu kvenfólki hérna og fyrst ég kynnist theim ekki í kennslustofunni verd ég bara ad gera thad annars stadar.

Ég er enn ad berjast vid ad tala thýsku vid samnemendur en ég hugsa ad enskan muni taka yfir fljótlega. Thad verdur thó forvitnilegt ad sjá hvort thad mun flaeda thýska upp úr mér eftir ad bjórinn byrjar ad flaeda nidur í mig í kvöld. Thad er thekkt stadreynd ad málakunnátta öll, innlend og erlend, ezkst til muna thegar áfengi er um hönd.

Ad lokum vil ég óska Braga Árnasyni, Dr. Hydrogen, til hamingju med Jules Verne verðlaunin sín. Vetni er aedislegt.

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Bjarni Hundsdorfer

Í gaer flutti ég mig úr syndabaeli Ögmundar í Tyrkjastraetinu og hélt til minna nýju heimkynna. Thau eru í fadmi Hundsdorfer-fjölskyldunnar, fjögurra manna fjölskyldu sem samanstendur af módur, tveimur daetrum, 14 og 20 ára, og 19 ára syni. Virdist vera vinalegasta fólk og hefur thessi fjölskylda nánast alla sína tíd tekid áttavillta skiptinema upp á sína arma. Reyndar hef ég ekki hitt módurina ennthá en konan sú ku vera á einhverju flandri í Berlín í bili.

Svona til thess ad koma frá thví sem brennur vaentanlega á flestra vörum, thá er sú tvítuga ekki langt yfir medallagi í útliti en virkar mjög hress og ég hugsa ad ég gaeti alveg haft gaman ad stúlkunni ef ekki vaeri fyrir samskiptaördugleika. Og til thess ad afgreida málid endanlega ef menn eru í vafa thá tel ég hina 14 ára vera of unga fyrir mig.

Annars bý ég í parhúsi, tveggja haeda med kjallara. Öll svefnherbergin eru á efri haedinni, stofan og eldhús á theirri fyrstu og svo er ég einn í kjallaranum (ásamt thvottahúsi). Ég er med 14 fm herbergi, innan af hverju gengur svo nýuppgert badherbergi med thessari líka úrvalssturtu. Ég aetti ad eiga nokkud audvelt med ad lauma mér inn seint á kvöldin ef/thegar til thess kemur. Einn galli vid kjallarann er sá ad hann er slíkt loftvarnarbyrgi ad GSM-samband er ekki til stadar thar, en ég verd náttúrulega í betri stödu en adrir thegar Íraksstrídid breidist til Thýskalands.

Er byrjadur í skólanum. Held ad ég hafi stadid mig betur á prófinu heldur en ástaeda var til og virdist vera í hóp sem er eitthvad framar mér í thýskunni. Sjáum til hvernig thad fer. Skipuleg stúdentafyllerí hefjast ekki fyrr en á fimmtudag en thá fer vonandi allt á fullt.

P.S. McHamborgarinn sem ég tók heim med mér á föstudagskvöldid bragdadist ágaetlega daginn eftir og skiptum vid Ögmundur honum bródurlega, meira ad segja súru gúrkunni. Trixid er ad hita hann í svona 8 mínútur vid 150° hita (ekki blástursofn). Braudid verdur örlítid stökkt en ekki svo ad thad skiptir máli.

laugardagur, júlí 03, 2004

Fyrsti dagurinn í Þýskalandi

Fyrsti dagurinn í München er að nóttu kominn og við Ögmundur vorum að koma heim. Það vill svo heppilega til að fyrsti föstudagur hvers mánaðar hér í München er Íslendingadagur þannig að ég komst á fyllerí í Íslendingahópi á fyrsta kvöldi.

Miklar umræður voru á Skítnum um flugur sem límdar voru innan á klósettskálar til þess að hvetja karla til þess að hitta. Í kvöld sá ég betri lausn á þessu, mark með bolta hangandi niður úr slánni. Maður setti bununa að sjálfsögðu í boltann og skoraði og til óvæntrar gleði breytti boltinn meira að segja um lit. Glæsileg lausn á þessu hvimleiða vandamáli.

Önnur uppgötvun sem ég gerði var að hér í Þýskalandi er hvernig Tequila er drukkið. Ef menn héldu að salt og sítróna væri málið með tekíla, think again. Hér staupa menn sitt tekíla og éta svo appelsínu með kanil stráðum á. Ég hvet menn eindregið til þess að prófa þetta. Hefðbundna leiðin veitir vissulega meira kikk en þýska leiðin er mildari.

Palli! Ég er búinn að finna Shamrock hérna í München. Hann virðist ætla að standast mínar væntingar og ég er strax farinn að kynnast fólki af erlendu bergi brotni. Vonandi heldur þessi jákvæða þróun áfram og ég hef þá frá einhverju að segja í bráð.

Keypti einum hamborgara of mikið á Mac í þynnkumatinn. Hann er kominn í ísskápinn og mun ég kanna hvernig svona mac er daginn eftir.

Grüss Gott.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Rannsóknarverkefni Skítsins í Þýskalandi

Við skítapésar höfum auðvitað greint Íslendinga fram og aftur og til þess að finna verðug verkefni þurfum við nú að hefja rannsóknaráætlun á erlendum vettvangi. Rannsóknaráætlun þessi hefst á þremur rannsóknarverkefnum. Um miðjan ágústmánuð mun Guðmundur hefja rannsókn á atferli Dana með tilheyrandi bjórdrykkju og stuttu seinna tekst Björn á við það verðuga verkefni að reyna að kortleggja frönsku þjóðina. En ég mun brjóta ísinn með rannsókn minni á þýska kynstofninum.

Nú í kvöld legg ég af stað til Þýskalands til þess að reyna að fá svar við spurningu sem við höfum öll spurt okkur á einhverjum tímapunkti í lífinu: "Eru Þjóðverjar leiðinlegasta fólk í heimi?". Það hefur jafnan verið tekið sem gefin staðreynd að Þjóðverjar séu þurrasta fólk á jörðinni, mögulega að Svíum undanskildum. Ég mun reyna að svara þessari spurningu eftir bestu getu. Þó þarf vart á það að minnast að til þess að kanna svo þurra þjóð þarf maður að vera þeim mun blautari sjálfur og mun nauðsynleg bjórdrykkja mögulega hafa áhrif á rannsóknina og fréttaflutning af henni. Til þess að ég geti framkvæmt rannsókn mína án þess að Þjóðverjar verði þess varir verð ég dulbúinn sem saklaus þýskunemi hjá hvorki meira né minna en Goethe-stofnuninni.

Ég lendi á München-flugvelli að morgni föstudagsins 2.júlí. Þaðan liggur leiðin í Tyrkjastrætið (Türkenstrasse) þar sem ég mun nýta mér gestrisni hins ágæta Ögmundar F. Peterssonar í þrjá sólarhringa. Þaðan liggur leiðin á heimili þýskrar fjölskyldu, hjá hverri ætlunin er að gista í tvo mánuði. Ég var nú ekki sáttur við þennan ráðahag upphaflega en hef nú ákveðið að taka þessu sem áskorun. Svo veitti það mér nokkurn vonarneista að fjölskylda þessi samanstendur af einstæðri móður og einhverjum börnum hennar, þar af dóttur sem er að ljúka skóla sem ætti að þýða að hún væri 18-20 ára gömul. Þar sem hluti rannsóknar minnar er einnig að kanna þýskt kvenfólk á eins ítarlegan hátt og mögulegt er, verður það kærkomið tækifæri að hafa viðfangsefnið svo stutt innan seilingar.

Þriðji hluti rannsóknar minnar snýr að samanburði á alþjóðlegum samnemendum mínum. Miðað við fyrri rannsóknir mínar á ungum Evrópubúum á sambærilegu tungumálanámskeiði á Ítalíu eru Hollendingar og Danir líklegir til þess að verða skemmtilegir.

Enn er verið að setja upp fjarskiptamiðstöð Skítsins í München svo að ekki er ljóst á þessari stundu hversu oft hægt verður að setja fréttatilkynningar á vefinn en það verður gert jafntítt og aðstæður og tilefni leyfa.

Góðar stundir.



Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com