GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Fyrsti massinn og fyrsti boltinn

Tók minn fyrsta maß á sunnudaginn. Fyrir thá sem ekki vita hvad maß er thá er thad lítrakrús af öli. Tók reyndar minn annan strax í kjölfarid og thrátt fyrir ad thetta séu náttúrulega bara 2 bjórar thá kikka their vel inn.
 
Svo fór boltinn vel af stad, vid spiludum um thad bil 9 á 9 og megnid af leikmönnunum var léttleikandi og skemmtilegt. Margir voru betri en ég en thó nokkrir voru lakari svo ad ég kom ágaetlega út. Ég átti traustan leik í vörninni, fyrir utan eitt sjálfsmark sem kom reyndar ekki ad sök thar sem vid höfdum sigur í leiknum. Var örlítid kvefadur fyrir boltann og er ad thjást af theim ástaedum núna.
 
Svo tók ég rölt í staersta almenningsgardi í Evrópu (a.m.k.), Englischer Garten og thar gefur ýmislegt á ad líta. Í honum eru thrír bjórgardar en bjórgardur er í megindráttum fullt af bordum undir berum himni ásamt bjór- og matsölu. Í gardinum badar fólk sig mikid í sólinni á gódvidrisdögum og nokkud er um thad ad menn séu berrassadir vid thá idju. Ég er nú ekki búinn ad prófa thad enda algjör ótharfi ad vera ad sólbrenna á lykilstödum. Svo er einnig haegt ad sörfa á ánni Isar sem rennur í gegnum gardinn.
 
Bless í bili.
 

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com