GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, október 30, 2003

Afsakanir, bidradir og sma bio

Afsaka hve pistill kemur seint à thessum fimmtudegi en èg var bùinn ad gleyma tvì ad ìtalìa er komin à vetrartìma svo nù er èg adeins einum tìma à undan ykkur virdulegu lesendur. En hingad til hef èg notid thess ad hafa 2 tìma gàlgafrest til ad ropa pistlum minum a skitinn.

Nema hvad, samkvaemt ummaelum her a sidunni virdist allt loga i illdeilum a ritstjornarskrifstofu skitsins. Ritstjorinn liggur heima i svitabadi med nef- og ritstiflu og aepir mamma, mamma, eins og hun geti eitthvad gert. Thorbjorn gerir ser mat ur slappleika ritstjorans og uthudar honum en flyr samstundis af landi brott med naestu vèl til Spànar, med buxurnar a haelunum og klosettpappir lafandi ur rassboru eins og forarborid brùdarslör. Hingad til hefur ekki verid vandamàl ad posta a skitinn erlendis frà og thvi hefur Thorbjorn fàtt ef nokkud til afsokunar. En vid skulum sja fyrst hvernig hann svarar fyrir sig og daemum svo.

Bjorninn kom med vidskiptahugmynd sem er ekki svo slaem nema hvad ad eg held ad thessir athyglissjuku favitar sem sla upp tjaldi og leika utilegusongva a gitar og bongo sèu a) nù thegar à launaskrà islenskra fjolmidla sem hafa fra engu ad segja nema fjolda eigin klosettferda og laxnessmalinu svokallada, b) atvinnulausir hasshausar ur gotuleikhusinu sem eiga ekki fyrir mida en eru ad reyna ad koma sèr a sidur dagblada (utskyrir af hverju allir sem maeta 6 timum fyrir opnun fa mida) c) folk utan af landi.

Annad sem eg hjo eftir er ad Bjorninn kalladi thetta folk norda. Tykir mer hann sverta adra norda med thessari likingu.Nordar eru meinlausir ad edlisfari og engum til ama en thetta otholandi sjùka pakk sem syngur utilegusongva og tjaldar med primusa og pakkasupur dogum fyrir einhverjar midasolur ber einfaldlega ad nefna halvita eda favita.

Annars radlegg Birninum tho ad finna fleiri til ad hopast um thennan bidradarfavita sem hann hyggst nota og bjoda honum bara frian mida fyrir omakid. Favitinn kaupir tha t.d. 5 mida og faer sinn 6 mida frian sem hann tha a) getur notad til ad fara a tonleikana b) getur selt a uppsprengdu verdi rett fyrir tonleika. Paeling.

For annars a Mystic river um daginn. Smyr ***1/2 a skitinn. Nema hvad i lokinn kemur eitthver bullskitur sem svipadi mjog til nidurgangsins i lokin a Saving Private Ryan sem for i taugarnar a mer og var naestum buin draga myndina nidur i ***.Munadi litlu. Gott ad hinn ellihrumi herra Austvidur sè kominn à rèttan kjol ad nyju eftir sidustu mynd sina Blood Work sem var vaegast sagt omurleg.

Laet thetta thunnildi duga en bid spenntur eftir pistli Gudmundar a morgun. Kved ad sinni.

miðvikudagur, október 29, 2003

Meirihluti ritstjórnar Skítsins eru aumingjar með hor og slef

Ef talinn er með dagurinn í dag hefur aðeins einn pistill litið dagsins ljós á síðustu fjórum virku dögum. Þetta er að sjálfsögðu fádæma aumingjaskapur í Gumma sem vældi yfir lasleika, Tobba sem stakk af til útlanda án þess að gera neinar ráðstafanir og Birni sem hefur ekkert sér til varnar. Þess má til gamans geta að Tobbi var með miklar yfirlýsingar í commentum við föstudagsafsakanir Gumma sem hann verður nú að skeina sér með og éta svo skeinipappírinn og Björn skaut svo á Tobba í gær fyrir að kasta steinum í glerhúsi en þverbrýtur nú eigið glerhús í mask.

Skammist ykkar, allir þrír.

mánudagur, október 27, 2003

Beisið er ekki beysið (langa útgáfan)

Það vildi svo til að ég átti erindi á svæði varnarliðsins í Keflavík síðastliðinn laugardag. Ég þurfti nefnilega að taka hið svokallaða GRE-próf, eins og þó nokkrir aðrir úr Háskólanum, og er hvergi hægt að komast í það hérlendis nema í varnarstöðinni. Ég hef aldrei farið vestur yfir Atlantshafið svo að þetta er það næsta sem ég hef komist því að heimsækja Bandaríkin og kynnast bandarískri menningu.

Við mættum á beisið um kl. 8:00 á laugardagsmorguninn. Til þess að komast inn á svæðið þarf að fara í gegnum öryggishlið eins og eðlilegt er. Þar tók hermaður á móti okkur með M-16 riffilinn sinn. Það veitir manni alltaf vissa öryggistilfinningu að vita af hlöðnu skotvopni, sem er hannað til þess að geta stráfellt óvininn, í metra fjarlægð frá manni. Við komumst stóráfallalaust í gegnum hliðið, enginn var skotinn, og þá lá leiðin í A.T. Mahan high school þar sem prófið skyldi tekið. Þar mætti okkur afskaplega vinalegt fólk og andrúmsloftið var mun afslappaðra en maður hefði ætlað. Það létti aðeins á prófstressinu og M-16- skrekknum sem enn lúrði í manni. Svo yljaði það manni líka um hjartaræturnar að sjá bandaríska fánann hangandi uppi á vegg í skólastofunni, maður sér hann aldrei nógu oft. Því næst var komið að því að taka prófið sem var og gert og fer ekki fleiri sögum af því. Að prófi loknu kallaði svo vingjarnlega konan sem sat yfir okkur á unglingspilt sem aðstoðaði hana við að safna saman prófsúrlausnunum. Það var ekki laust við að maður vorkenndi kauða, þetta var örugglega sonur konunnar sem hafði verið neyddur til þess að rífa sig upp á laugardegi til þess að fara með mömmu í vinnuna. Svo var hann nú ekki mjög álitlegur, gekk um með hangandi haus og með hormottu sem hvaða Tékki sem er hefði selt vinstra eistað fyrir.

Að prófi loknu var planið að sjúga í sig eins mikið af bandarískri menningu og mögulegt var. Það fyrsta sem blasti við er út úr prófinu var komið var kirkja (ég ætla að hemja trúarandúð mína í þetta skiptið). Þessi kirkja var reyndar frábrugðin flestum öðrum kirkjum því hún var í senn musterti, moskva og sitthvað fleira. Þetta er nefnilega fjölnota kirkja sem guð, Allah, Visnú og allir þessir gaurar hafa komið sér saman um að reka fyrir hagkvæmnissakir. Hún er því þannig hönnuð að hægt er að breyta hinum ýmsu stillingum, snúa veggjum og annað eftir því hvaða guð planið er að dýrka.

Næst var að sjálfsögðu haldið á hinn margfræga hamborgarastað, Wendy’s. Hvað er meira einkennandi fyrir bandaríska menningu en skyndibiti? Sá biti stóð aldeilis ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans, sem þó voru ekki miklar. Fyrsta vandamálið var það að ekki þykir ástæða til þess að hafa posa til þess að taka á móti greiðslunni. Við Íslendingarnir sem höfum vart séð seðil í mörg herrans ár vorum því tilneydd að finna okkur hraðbanka, sem reyndar var fljótgert. Þá var bara að panta og var það fljótgert, ég pantaði mér Chicken burger combo. Svo fengum við matinn okkar þá kom bjánaskapur kanans í ljós. Ég hafði pantað Chicken burger, eins og áður hefur komið fram, tvö fengu sér Spicy Chicken og einn fékk sér Double burger. Allt þetta kom í nákvæmlega eins umbúðum og aðspurður kvaðst afgreiðslumaðurinn ekki hafa hugmynd um hvað væri hvað. Sama vandamál kom upp varðandi gosið, við vorum tveir sem fengum okkur coke og ein fékk sér diet coke og að sjálfsögðu vissi enginn hvað var hvað. Við þurftum því að beita gömlu góðu smökkunaraðferðinni til þess að komast að því í hvaða glasi diet coke-ið væri nú. Það reyndist svo þrautin þyngri þar sem coke-ið þarna er meira en lítið sérstakt. Ég veit ekki hvort þeir skemma vatnið okkar með því að bæta einhverju út í það eða hvað en eitthvað eru þeir að misskilja.

Það eina góða sem ég fann við beisið er verðið. Kjúklingamáltíðin mín sem var svo sem ekki merkileg kostaði aðeins $ 4,25 sem eru um 350 kr. Svo kannaði ég að sjálfsögðu áfengisverð: Kippa af Carlsberg í gleri kostar um 500 kr. eða um helming af íslensku verði og lítri af vodka um 700 kr. sem er um fimmtungur íslensks verðs! Ég keypti samt ekki neitt af ótta við það að verða skotinn í öryggishliðinu þegar ég reyndi að smygla áfengi út af beisinu.

Það er nokkuð ljóst að ég mæli ekki með beisinu fyrir nokkurn mann miðað við þá takmörkuðu reynslu sem ég fékk á þessum 5 tímum mínum þar nema nauðsyn krefji.

Að lokum vil ég benda fólki á það að ef það vill skrá sig úr þjóðkirkjunni þá er eyðublaðið að finna hérna:

Ég trúi ekki.

fimmtudagur, október 23, 2003

Biopistill

Tja thad er ekki mikid eftir af kvikmyndasiunni minni eftir sidustu daga. Hef brugdid mer a tvaer myndir sidan sidast, og a hvorug theirra skilid meir en ** samkvaemt minu (nu) heimsthekkta stjornukerfi. Vid skulum byrja a theirri mynd sem atti ad standast siuna hvad best. Myndin Intolerable Cruelty heitir hun og er eftir tha Cohen braedur. Verd ad jata ad tho svo ad myndin hafi stadist siuna mina tha fer eg alltaf med mjog litlar vaentingar a Cohen myndir thvi eg man ekki eftir ad hafa haft gaman af neinni mynd eftir tha, fyrir utan Blood Simple og svo hugsanlega Fargo en thad er ordid mjog langt sidan.

I stuttu mali er thessi mynd rusl fra fyrstu minutu til theirrar sidustu. Reynt er ad thvinga upp a mann einhverjum hraedilegum "slapshtick" brondurum sem gjorsamlega missa marks hvad eftir annad. Atvinnu komikerar eins og Sveinn Waage,(munid eftir honum, fyndnasti madur Islands a sinum tima),Doddi litli, Orn Arnason, Gunnar Hansson og fleiri fredysur hefdu skammast sin fyrir svo lelega brandara. Og er tha mikid sagt. Her er um mjog kjanalega og asnalega mynd ad raeda sem eg radlegg ollum ad missa af. Eg set NEYTENDAVIDVORUN a thetta sorp. Eg er hinsvegar mjog feginn ad hafa sed myndina herna a Italiu thvi her er ekki jafn mikid af otholandi "die-hard" (her a eg ekki vid myndirnar) addaendum sem hlaegja ad ollu sem gerist i myndum thessara braedra svipad og thegar madur fer a mynd med Adam Sandler eda myndir eftir Wes Anderson (Rushmore og The Royal Tenenbaums). Smyr ** a thessa mynd sem thydir ad sjalfsogdu No Go. Eydid frekar aurum ykkar i happathrennur.

Hin myndin sem olli mer miklum vonbrigdum heitir Elephant og er eftir Gus Van Sant. Somuleidis er thessi mynd fyrir nedan allar hellur. Tilgerd og rembingur ut i gegn. Eina sem vakti athygli var snyrtilegt samspil klippingar og kvikmyndatoku sem minnti um margt a handbragdid à hinni mjog svo athyglisverdu Traffic. Annars er thessi mynd stefnulaus. 7 eda 8 personur eru kynntar til sogunnar i 3 minutur i senn, og engin hefur tilgang. Allir eru drepnir i lokin nema mordingjarnir 2. Enginn veit af hverju their toku til thessara rada, ad drepa alla i skolanum sinum, og thvi er myndin alerlega bitlaus. Og madur hefur nakvaemlega enga samud med fornarlombunum. Hefdu allt eins getad verid illmenni i e-m tolvuleik.

Sa japanska mynd um daginn, Battle Royal, med svipadan soguthrad, thar eru 25 personur kynntar til sogunnar, allar nafnlausar, allir eru drepnir i lokin nema einn og sa fekk thau verdlaun ad hafa lifad af leikinn "kill or be killed" sem for fram a einhverri eydieyju undan strondum Japans. Th.e. hann hlaut lif sitt ad launum. Thar a. m.k. hafdi folk astaedu til ad drepa, og madur skildi vel hvad dreif folk afram. I Elephant er ekki svo mikid sem yjad ad einu ne neinu og thvi set eg Neytendavidvorun a hana lika. Ekki dro ur tilgerd myndarinnar thegar Van Sant let tunglskinssonotuna og Fur Elise eftir Beethoven (ad eg held) malla undir slow mo atridum myndarinnar. Vidbjodur. Klènna en kùkur (svo madur haldi afram ad vera malefnalegur). Set ** a thetta og aftur No Go. Kaupid frekar mida a leik HK og FH i handbolta. Svona til ad gera eitthvad vid peningana.

Farinn i Gymmid...

mánudagur, október 20, 2003

70 mínútur orðnar lengri en áður

70 mínútur er sprellþáttur sem hefur nú verið í gangi í nokkur ár. Ekki voru allir tilbúnir að viðurkenna skemmtileika þáttanna í upphafi þegar þeir Simmi og Jói stýrðu gleðinni. Undirritaður tók þeim þó snemma opnum örmum og skammaðist sín ekkert fyrir það. Þeir fylgja nefnilega þeirri ágætu grínspeki að segja frekar of marga brandara heldur en of fá og láta allt flakka, fyndið og ófyndið. Síðan bættist Sveppi í hópinn og það þarf ekki að hafa mörg orð um hann enda einn fyndnasti maður Íslands á seinni árum þar á ferð. Auddi Blöndal læddi sér svo inn sem meðstjórnandi í stað Jóa eftir að hafa tekið nokkrar vel heppnaðar faldar myndavélar. Það tríó sem þá var komið var líklega besta 70 mínútna-stjórnandateymi sem verið hefur.

Svo hófust barneignir þeirra félaga og punguðu Simmi og Sveppi út hvor sínum krakkanum í sumar og fóru í kjölsogið í barneignaleyfi. Þá fékk Auddi það erfiða verkefni að stýra þættinum einn. Hann leysti það með því að fá til sín einn gestastjórnanda á hverju kvöldi sem reyndi að vera hress, drekka ógeðisdrykk og standast áskorun. Þessir gestastjórnendur voru margir hverjir fínir, t.d. Bubbi, Gísli Marteinn og Stjáni stuð og svo voru aðrir ekki jafngóðir eins og Fjölnir hrossavinur. Í það heila tókst Audda vel upp með þessa þætti og voru þeir skemmtileg nýbreytni.

Nú er ástandið verra. Nú er Simmi farinn í Idolið og aðalstjórnendurnir tveir, Sveppi og Auddi, að gera nýjan skemmtiþátt (sem heitir Sveppasúpa að því er ég held) ásamt Sigurjóni Kjartanssyni. Það er að sjálfsögðu ekkert nema gott um það að segja fyrir utan það að nú eru komnir afleysingamenn í 70 mínútur sem eru það ófyndnir að George Lopez myndi skammast sín fyrir slíka brandara. Þetta eru þeir Ásgeir Kolbeinsson og Skúli Örn Sigurðsson. Ásgeir þessi er með eins orginal aflitað hár og nokkur maður getur haft og er það mikill hnakki að Svali má fara að passa sig. Hann hefur þann aðalstarfa á popptíví að sjá um pepsi-listann og passar ágætlega inn í það. Hann gæti hins vegar ekki sagt góðan brandara þótt hár hans lægi við. Skúlinn virkar eins og hann gæti verið fyndinn en er það bara því miður ekki. Hann rembist og rembist við það að vera eins og hetjurnar, Auddi og Sveppi, en allt kemur fyrir ekki. Saman mynda þessir tveir sorglegt wannabe-fyndið teymi sem er að klúðra sínu fyrsta og vonandi síðasta tækifæri til þess að hlægja alþjóð. Hefði ekki bara verið betra að fá fólk sem a.m.k. var einhvern tímann fyndið eins og Halla og Ladda eða Spaugstofuna eða eitthvað?

Ég vona að þeir Auddi og Sveppi flýti sér að sulla þessa Sveppasúpu saman svo að maður geti aftur farið að sóa tímanum á skemmtilegan máta. Eins og staðan er núna þá stytta 70 mínútur manni ekki stundirnar heldur hið þveröfuga.

Ég fór á heimasíðu popptíví og sá þá spurninguna: “Hvernig finnst þér Afleysingamennirnir standa sig í 70 mín?” og hlakkaði til að smella á “Illa” en stjórnendur popptíví hafa greinilega áttað sig á því hversu leiðinlegir þeir félagar eru og gefa manni ekki séns á að segja sína sönnu skoðun. Einu möguleikarnir eru: “Frábærlega”, “Rosa vel” og “Vel, enda ekki létt verk”. Fyrir þá sem vilja fá snert af persónuleika afleysingamannanna bendi ég á viðtöl við þá á starfsmannalista popptíví þar sem glögglega má sjá hversu fyndinn Ásgeir heldur að hann sé og hversu miklum misskilningi sú trú hans byggir á. Það er ekki jafnaugljóst hjá Skúla en þó glittir örlítið í það.

Góðar stundir.

fimmtudagur, október 16, 2003

Af Gaeludyrum

Nù er èg ekki viss hvort einhver skìtaskrifari hafi komid inn à thessi màlefni àdur. Nenni ekki ad fletta thvì upp. En thetta er umraeda sem ber ad halda à lofti svo hun kodni ekki nidur og allir drepist ur hundaskit.

Hèr ì Milanò er allt farid ì hundana. Hèr er annar hver madur med hund sèr vid hlid. Thad sem hefur vakid athygli mìna er ad faestir eru ì bandi og allir eru hundarnir vel upp aldir ad thvi leyti ad their eru ekkert ad ridlast a fotleggjum gangandi vegfarenda eda klinandi slefu og andfylu upp a saklaust folk sem vill ekkert med tha hafa. En thad er nanast thad eina sem hinir itolsku kjolturakkar hafa fram yfir tha islensku. Thad sem gerir thessi kvikindi ad thyrni i minum augum er ad theim er leyft ad gera tharfir sinar hvar sem er. Thetta umburdarlyndi borgarbua er med ollu otholandi thvi madur ma teljast heppinn ef madur er ekki med eins og tvo vel smurda lorta undir skosolanum er madur kemur heim ad loknum vinnudegi. Og lyktin er mèr ekki ad skapi, frekar en odrum.

Thad sem èg vil làta gera, baedi her og heima er ad banna thessi dyr à thèttbylum svaedum. Ketti lika nema their seu laestir heima hja sèr og aldrei hleypt ùt. Hvada ànaegju er svosem haegt ad hafa af thessum dyrum. “Their eru godur fèlagsskapur” kann einhver ad segja. Thvi a èg bàgt med ad trùa. Ekki geta their talad. Eina sem their gera er ad gelta thegar dyrabjalla hringir og ylfra thegar their thurfa ad fara ut ad skita. Og thad gerist ad minnsta kosti thrisvar à dag korter ì senn, thvi their geta aldrei lokid sèr af i fyrstu tilraun. Reyna alltaf ad thefa uppi nyja stadi til ad lorta og spraena à og reyna alltaf ad fara lengra en sidast. Svo eru hundar varla husum haefir thvi their thjast yfirleitt af verri andremmu en elstu kaffijortrandi kennarar. Svo: enga hunda i thèttbyli.

Kettir geta somuleidis varla talist godur fèlagsskapur enda tala their ekki. Their hafa tho mjàlm sem er mun skemmtilegra en gelt og their geta hleypt sèr inn og ut thegar natturan kallar. Ekki eins mikid vesen ad eiga kott og èg held ad their sèu mun gàfadari er hundar svona almennt sèd. Gallinn vid ketti hinsvegar er ad their leita mikid ì sandkassa til ad verpa, sandkassa sem litil born leika ser i. Og bornin vilja studum gera drullukokur og bragda a sandinum en tha er alltaf haetta a ad sandurinn sem mengadur af kattasaur. Og hann verdur seint talin hollur ungum bornum. Svo: enga ketti utandyra i thettbyli, barnanna vegna.

Thegar èg hugsa um thad tha held èg ad folk sem vantar fèlagsskap en vill ekki umgangast fòlk eigi bara ad fà sèr pàfagauk, eda bara stòran bangsa. (Einhverjir myndu benda a fiska en their eru rusl sem eg nenni ekki ad eyda ordum i) Pàfagaukar eru miklir snillingar, sumir geta talad, eda a.m.k. svarad einfoldum spurningum og thad er ekki mikill òthrifnadur af theim. Tharft bara ad gefa theim einu sinni à dag og their eru med ekkert vesen. Bangsinn held èg samt ad sè hentugasta gaeludyrid.

Stòr bangsi er kannski ekki mjog liflegur en madur tharf ekkert ad thrifa undan honum, ekki ad fara i einhverja gongutura og aldrei tharf madur ad gefa theim ad borda. Their lykta ekki og their gelta ekki. Their geta seint talist leidinlegir, allavega ekki leidinlegri en hundar sem ekkert hugsa og vilja bara elta bolta og drulla. Og bangsinn getur bara sed um sig sjalfur ef folk tharf ad fara i ferdalog. Ekkert vesen, engar deilur vid nagranna, aldrei ad redda possun fyrir dyrid og bara god stemmning. Svo: Bangsa i stad gaeludyra.

Annars getur folk lika bara fengid ser videospolu. Jafnvel Tailorinn Kallinn!

mánudagur, október 13, 2003

Trúir þú?

Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Krist Jesú, hans einkason, Drottin vorn,
sem getinn er af Heilögum Anda,
fæddur af Maríu mey,
píndur undir valdi Pontíusar Pílatusar
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar,
reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs
og mun koma aftur að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á Heilagan Anda,
heilaga, almenna kirkju,
samfélag heilagra
fyrirgefningu syndanna,
upprisu holdsins og eilíft líf.
Amen


Hversu oft hefur maður ekki logið þessu að fjölda fólks sem hefur á móti logið þessu að manni og enginn skammast sín neitt? Ég trúi nefnilega ekki á þennan guð sem á að vera almáttugur og er reyndar hættur að ljúga því að nokkrum manni við nokkurt tilefni. Það sem mér finnst undarlegast er hversu fáir eru, enn þann dag í dag, tilbúnir að taka undir yfirlýsingar þess efnis að þeir trúi ekki á guð.

Það að vera sannkristinn felur yfirleitt í sér það að vera góður og hafa samúð með sínum minnstu bræðrum. Að sama skapi virðist almenn skynjun á þeim sem segist vera andstæður kristni vera sú að hann sé vondur og skorti samfélagsvitund og skilning á aðstæðum annarra. Út af þessu þora fáir að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir séu alls ekki trúaðir. Því segist fólk ekki vera “mjög trúað” eða eitthvað álíka til þess að fá ekki þennan “vonda” stimpil á sig.

Hræsni þessa “ekki mjög trúaða” fólks birtist svo algjörlega þegar hlegið er að mönnum eins og Gunnari í Krossinum sem predikar afhommun og liðinu á Omega sem styður “heilagan rétt” Ísraelsmanna til landsvæðisins sem þeir búa nú á. Hver, með réttu ráði, getur sagt að Gunnar í Krossinum sé bilaður öfgamaður ef sá hinn sami er skráður í þjóðkirkjuna og fer með trúarjátninguna án þess að blikna? Gunnar er þó að minnsta kosti sjálfum sér samkvæmur, hann trúir á “guð almáttugan” og “orð hans” sem góðir menn færðu í biblíuna. Hinn “ekki mjög trúaði” er bara tækifærissinni sem notar trúna til þess að viðhalda jákvæðri ímynd samborgara sinna.

Það þarf til dæmis ekki að fara lengra en í fyrstu línu trúarjátningarinnar til þess að fá hinn “ekki mjög trúaða” til þess að bakka svolítið. Hver trúir því í dag að guð hafi skapað himin og jörð og hver trúir því að Jesús hafi verið að hoppa milli heims og helju til þess að chilla aftur með lærisveinunum? Biblían er ekki bók sem á að taka trúanlega í einu og öllu, hún er heimspekirit full af dæmisögum og lífsreglum. Hana skal lesa til þess að auka skilning á manninum og heiminum en það skal gert með gagnrýni og víðsýni. Það voru margir mismunandi menn sem skrifuðu hana og þeir voru með mismunandi skoðanir. Það er margt gott í biblíunni, vandinn er bara að velja og hafna. Raunar er grundvallarhugmynd mína um samskipti manna að finna í biblíunni. Það er hin svokallaða Gullna regla (Matteus 7:12) sem segir:

Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.

Svekkelsi mitt á hversu vanþróaður heimurinn er í þessum málum er algjört. Trú er aðalorsök ófriðar í heiminum í dag og ef ekki orsökin þá að minnsta kosti mjög vel notuð til þess að kynda undir ófrið sem til staðar er. Almenn menntun og þekking er víða troðin niður í nafni trúarinnar og fólki er mismunað eftir trú. Meira að segja á hinu upplýsta Íslandi er trúleysingjum mismunað gagnvart trúuðum, þótt mismununin sé ekki mikil. Hún felst í því að skyldugjald til trúfélaga upp á um 5000 krónur á ári er lagt á alla Íslendinga 16 ára og eldri, trúaða og trúlausa. Þetta gjald rennur til trúfélags hvers og eins en hinir trúlausu greiða til Háskóla Íslands í stað trúfélags. Þetta virðist fólki finnast sanngjarnt en þetta er álíka greindarlegt og að skylda alla til að greiða til íþróttafélags og greiða til Háskólans ef þeir vilja ekki styðja neitt ákveðið íþróttafélag. Meðlimir trúfélaga eru að greiða jafnmikið fyrir þjónustu sem þeir þiggja hjá sínu félagi og hinir trúlausu greiða fyrir ekki neitt. Ég vil alls ekki með þessu segja að Háskólinn eigi ekki peningana skilda en þetta er ekki leiðin til þess að afla honum þeirra.

Því segi ég að við eigum að hætta hræsninni og reyna að losa okkur við trúarbrögð eins vel og hægt er. Fyrir þá sem finnst tómlegt að vera trúlausir vil ég benda á að þótt ekki sé trúað á nein yfirnáttúruleg fyrirbæri má vel trúa á önnur fyrirbæri. Ég trúi á sanngirni, heiðarleika og góðvilja í samskiptum manna. Ég trúi því að með þessar hugsjónir að leiðarljósi ásamt hinni ágætu Gullnu reglu megi skapa mun betra þjóðfélag en það sem byggist blindri trú á eitthvað sem engin skynsamleg ástæða er til að ætla að sé til. Hverju trúir þú?


fimmtudagur, október 09, 2003

MBL.Skítur

Góðan daginn, frá Graz í þetta sinnið hvar ég mun dvelja yfir helgina til þess m.a. að geta horft á Ísland kenna hinum þýsku hormottum og hárkollumeisturum að sparka í bolta. Mun Rudy Rambo missa sig aftur, grenja "mamma mamma" í míkrófóninn og hrista krullurnar, biðja um vægð frá hinum harðskeyttu fjölmiðlum, Der Spiegel og Das Fenster (kallinn)? Eða verður þetta dagurinn sem við hreinlega vorum ekki í rétta dagsforminu, náðum ekki að sýna okkar rétta andlit og hreinlega náðum ekki upp stemmningunni. Dagurinn sem leiðtogann vantaði o.s.frv. o.s.frv. Allavega held ég að Logi sé með nokkrar afsakanir tilbúnar í kollinum enda landsþekktur lúser. En við megum ekki gleyma því að Ásgeir er þjálfarinn á laugardaginn og ég man ekki til þess að sá maður sé lúser nema þá þegar hann var þjálfari Fram h.f. og drullaði á sig einni sveittri og illþefjandi sketu. En við vonum bara að það hafi verið byrjendamistök og að Ísland muni sýna Þjóðverjunum hvar Davíð bruggaði mjöðinn.

Annars ætlaði ég ekkert að röfla um boltann heldur MBL.is sem er eitt mesta rusl sem ég hef augum litið. Við Íslendingar erum mjög fréttaþyrst þjóð og er ég þar ekki undanskilinn. Heima á Íslandi hefur maður einatt aðgang að bæði mogganum og fréttablaðinu en hér úti þarf maður að reyna að graspa eitthvað í gegnum tölvuskjáinn. Þar verð ég að taka ofan fyrir fréttablaðinu sem birtir blaðið í heild sinni á netinu svo maður missir ekki af neinu. Mbl aftur á móti er bara með einhverjar snípafréttir þar sem einhverjum teaser hent í mann í tveimur setningum og síðan boðið upp á "meira". Svo klikkar maður á "meira" og á skjáinn kemur kurteisislegt "fokk off" þar sem einni línu hefur verið bætt við fyrsta textann sem maður las og maður er engu nær. Þetta er náttla bara rugl sem á að banna. Ég fæ ítarlegri fréttir á Baggalút, sem er auðvitað skyldulesning fyrir þá sem aldrei hafa lesið.

Annars sé ég að nú stendur yfir kvikmyndahátíð í reykjavík sem ég hvet flesta til að kíkja á. Skilst að myndir eins og Elephant og Dogville séu á dagskránni auk fleirri eins og Dirty Pretty Things sem ég hef þegar séð og smyr ***1/2 á. Vara Steindórson við þeirri mynd, ekki hans tebolli þar á ferð. Sjálfur hef ég mitt filmfestival í Mílanó og mun ég nú í hverri viku fram að jólum koma með létta bíórýni sem fylliefni upp í súra pistla.

Ætla ekki að froðusnakka mikið lengur heldur bið alla um að vera vel við skál og í öskrandi stemmningu á laugardaginn þegar slagurinn við þýsku dúkkulísurnar hefst.

Auf wiederhören

mánudagur, október 06, 2003

Einn tvöfaldan gin í tónik án klaka, sítrónu eða áfengisgjalds

Þann 1. október síðastliðinn lækkaði áfengisgjald í Danmörku um 47%. Þetta var gert vegna þess að Danir voru farnir að ferðast í auknum mæli út fyrir Danmörku til þess að kaupa áfengi. Það veldur að sjálfsögðu því að bæði danska ríkið og áfengissalar urðu af miklum tekjum og nú á að snúa þessari þróun við. Nú eiga Danir að borga danska ríkinu fyrir að verða fullir en ekki því þýska eða öðrum ríkjum. Í kjölfarið eru Svíar svo orðnir stressaðir vegna þess að þar er áfengisgjald enn mjög hátt og raunar er áfengisverð út úr búð um 60% hærra í Svíþjóð en dönskum megin við Ermasundið. Því sjá þeir fram á að sænskir drykkjumenn fari að gera það sem danskir kollegar þeirra hafa verið að gera, að ferðast suður á bóginn í áfengisöflun. Því er viðbúið að Svíar lækki áfengisskattinn sinn fljótlega líka. Þá getur maður rétt ímyndað sér hvað Norðmenn hafa miklar áhyggjur af þessu. Þeir hafa lengi glímt við það vandamál að fólk ferðast til Svíþjóðar að kaupa ódýrt áfengi og ekki mun það vandamál minnka þegar/ef Svíar lækka sína drykkjumannatíund. Þannig má sjá fram á það að áfengisverð hrynji í nánustu framtíð á öllum norðurlöndum nema einu, gamla góða Íslandi.

Ísland þarf ekki að glíma við þetta sama “vandamál” að ódýrt áfengi er á næstu grösum. Það er ekki eins og við séum að fara að róa til Færeyja til þess að versla okkur áfengi fyrir helgarfylleríið. Nei, við erum vel varin fyrir ódýru áfengi. Hins vegar spratt upp, eins og eðlilegt er, tal um hvort ekki væri rétt að lækka áfengisgjald jafn mikið hérlendis og hjá okkar fyrrverandi herraþjóð. Þá hlýtur maður að spyrja sig hvað slík lækkun þýðir fyrir gamla góða ríkissjóðinn sem borgar fyrir okkur mjólkina, lambakjötið, besta grænmeti í heimi og fleira sem ríkinu finnst það þurfa að borga fyrir okkur.

Fjárlög fyrir árið 2004 gera ráð fyrir tekjum upp á rúma 7 milljarða vegna áfengisgjaldsins. Ef það yrði lækkað um 47% eins og gert var í Danmörku myndi það þýða um 3,3 milljarða tekjuskerðingu ríkissjóðs. Til þess að bæta upp fyrir þessa tekjuskerðingu yrði væntanlega að hækka önnur gjöld eða skatta. Fyrsta gjaldið sem kemur upp í hugann er að sjálfsögðu tekjuskatturinn sem allir heiðarlegir Íslendingar með yfir 70.000 krónur á mánuði greiða. Hann yrði að fara úr 38,55% í 40,46%, það er að segja að hann yrði að hækka um tæp tvö prósent. Önnur möguleg leið væri að fella niður styrkinn til mjólkurbænda (um 4 milljarðar á ári) en þá væri hægt að lækka áfengisgjaldið og við gætum meira að segja slegið Dönum við og lækkað það um 56% fyrir mjólkurpeninginn.

Því er þetta allt spurning um hvað hinn almenni kjósandi vill. Vill hann borga fyrir áfengið um leið og hann fær útborgað og borgar skattinn sinn, vill hann að fyllibyttur hætti að þurfa að borga mjólkina fyrir Magnús Scheving og alla hina íþróttaálfana eða vill hann bara halda áfram að selja úr sér nýrun til þess að hafa efni á því að drekka lifrina á sér til andskotans?


fimmtudagur, október 02, 2003

Fimmtudags àsketa
Vid lestur a pistli Bjossa Femin datt mèr ì hug smà afbrigdi af hans leikjananàmskeidi sem hugsad vaeri fyrir konur. Maetti eflaust koma med einhverja ùutfaerslu fyrir karla en èg hef ekki tìma til ad spà ì thad. Hugmyndin er ad stofna kellingahaeli. Tharna gaetu konur komid saman i eins og viku eda tvaer og brallad ymislegt saman. Hèr er smà hugmynd ad dagskrà.Markhòpurinn vaeri sà sami og horfir à Fòlk med Sirry.

Dagur eitt: Allar maeta à haelid, eiga stutt spjall saman um hàrgreidslur og ùtlit hverrar annarrar og tala um hvar thaer fari i klippingu o.s.frv. Um kvoldid er slokun med sùkkuladi og tertum og horft à nokkra thaetti af einhverjum vidbjòdslega leidinlegum thaetti eins og Ally McBeal, Sex and the City, eda jafnvel Friends, hvur veit.

Dagur 2: Lestrartìmi. Tìimaritid Vikan lesid staf fyrir staf og ì sameiningu skal reynt ad semja eins og eina lìfsreynslusogu. Sìdan er farid yfir nokkrar prjonauppskriftir og er deginum slùttad med uppbodi à heklunàlum og garni.

Dagur 3: Tìmi til ad grenja saman. Horft à 10 thaetti non stop af Opruh Winfrey og raett i smastund eftir hvern thàtt hvort einhver kannist vid drulluna sem fjallad var um i thettinum. Hughreystandi stund sem enginn ma missa af.

Dagur 4: Jònina Ben les valda kafla ur nyjustu bokinni “Hver à ìsland” og sìdasta blockbuster “Ad fara à hausinn en vera ekkert bitur”. Einnig fer hùn yfir thad hvernig halda megi slètta ùr appelsìnuhùd ì andliti. Algegnt vandamàl.

Dagur 5: Hlustad à Bylgjuna og Lètt FM (Thetta er ekki bylgjan, thetta er Bylgjan, bylgjan) à medan japlad er à grenningarmedulum fjasad er um hvad Dorrit Mussayef sè alltaf glydruleg.

Dagur 6: Kukldagur og nàmskeidi slitid. Lesnar eru stjornuspar, lesid i bolla (jafnvel kantsketur?), spàkonur spà ì framtìdina og fleira skemmtilegt er gert. Sìdan fà thaer allar gràan kvennahlaupsbol og vidurkenningarskjal àdur en haldid er heim.

O.s.frv. O.s.frv.

Nenni ekki ad rembast meira en held ad thetta myndi seljast hradar en midar a Dionu Krall. Paeling?





Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com