Bjarni Hundsdorfer
Í gaer flutti ég mig úr syndabaeli Ögmundar í Tyrkjastraetinu og hélt til minna nýju heimkynna. Thau eru í fadmi Hundsdorfer-fjölskyldunnar, fjögurra manna fjölskyldu sem samanstendur af módur, tveimur daetrum, 14 og 20 ára, og 19 ára syni. Virdist vera vinalegasta fólk og hefur thessi fjölskylda nánast alla sína tíd tekid áttavillta skiptinema upp á sína arma. Reyndar hef ég ekki hitt módurina ennthá en konan sú ku vera á einhverju flandri í Berlín í bili.
Svona til thess ad koma frá thví sem brennur vaentanlega á flestra vörum, thá er sú tvítuga ekki langt yfir medallagi í útliti en virkar mjög hress og ég hugsa ad ég gaeti alveg haft gaman ad stúlkunni ef ekki vaeri fyrir samskiptaördugleika. Og til thess ad afgreida málid endanlega ef menn eru í vafa thá tel ég hina 14 ára vera of unga fyrir mig.
Annars bý ég í parhúsi, tveggja haeda med kjallara. Öll svefnherbergin eru á efri haedinni, stofan og eldhús á theirri fyrstu og svo er ég einn í kjallaranum (ásamt thvottahúsi). Ég er med 14 fm herbergi, innan af hverju gengur svo nýuppgert badherbergi med thessari líka úrvalssturtu. Ég aetti ad eiga nokkud audvelt med ad lauma mér inn seint á kvöldin ef/thegar til thess kemur. Einn galli vid kjallarann er sá ad hann er slíkt loftvarnarbyrgi ad GSM-samband er ekki til stadar thar, en ég verd náttúrulega í betri stödu en adrir thegar Íraksstrídid breidist til Thýskalands.
Er byrjadur í skólanum. Held ad ég hafi stadid mig betur á prófinu heldur en ástaeda var til og virdist vera í hóp sem er eitthvad framar mér í thýskunni. Sjáum til hvernig thad fer. Skipuleg stúdentafyllerí hefjast ekki fyrr en á fimmtudag en thá fer vonandi allt á fullt.
P.S. McHamborgarinn sem ég tók heim med mér á föstudagskvöldid bragdadist ágaetlega daginn eftir og skiptum vid Ögmundur honum bródurlega, meira ad segja súru gúrkunni. Trixid er ad hita hann í svona 8 mínútur vid 150° hita (ekki blástursofn). Braudid verdur örlítid stökkt en ekki svo ad thad skiptir máli.
<< Home