GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Matarboð að Boðagranda

Menn hafa legið á "refresh" takkanum síðan teaserinn góði með Tudda Banderas birtist á forsíðu hins Græna. Fyrirsögnin Grænn Skítur Upprisinn hefur haldið mönnum móðursjúkum af óþreygju og tryllingslegum væntingum um að senn muni sá Græni ná fyrri hæðum í liprum ádeilupistlum um hnökra samfélagsins. Hver veit hvað úr verður en mér þykir ærin ástæða til að birta hér nokkrar línur um nýliðið matarboð sem sótt var af öllum skítsmeðlimum að Bjarna Kristni undanskildnum. Hans var sárt saknað en hann forfallaðist vegna náms í Nýju Amsterdam, eins og Þorsteinn J myndi orða það. Ég ætla að leyfa mér að herma örlítið eftir honum Steina eins og ég kýs að kalla hann en biðst afsökunar ef fólki þykir nóg um. Stjórnarfundur skítsins var haldinn þann 25. nóvember í dulargervi matarboðs. Varamaður Bjarna var Skúli a.k.a. Skúli Mojo.

Matarboðið var reyndar samskot en eldamennskan var í höndum michellin kokksins Gullu. Hún ku vera nýbúi að Boðagranda, en aðlagast táfýlunni og töfrum prumpusófan (hins nýja) furðuvel.
Matseðillinn
Í fordrykk var gestum boðið upp á freyðandi jarðaberjavín ásamt jarðaberjum og súkkulaðimolum. Skúli hristi nokkra vel valda úr erminni á meðan Gulla og Ellmaster a.k.a. Le Salat Guru lögðu lokahönd á forrétt dagsins.
1. Forréttur
Góðan daginn! Hér voru kokkarnir á ótroðnum slóðum, fjarri heimahögum. Boðið var upp á hvítlauksristaðan hörpudisk á spínatbeði með avókatóívafi. Þorri Hringsson, vínsérfræðingur var hafður með í ráðum við val á víni kvöldsins sem dreypt var á, bæði með forrétti og aðalrétti. Þorri er þekktur fyrir fágaðan smekk og að vera ótrúlega næmur á samspil bragðlauka og gerjaðra vínþrúga. Þorri brást ekki aðdáendum sínum. Fær fullt hús fyrir ráðgjöf sína en hann mælti með La Segreda Bianco frá Sikiley. Allir gestkomandi grenjuðu af frygð við fyrsta smakk. Sömuleiðis var gerður glæstur rómur að forréttinum sem rann ljúflega niður með bökuðu nanbrauði "on da side".
2. Aðalréttur
  • KABÚMM!! Hér var hefðbundinni matargerð hent fyrir hundana og framandi fúsíon haft að leiðarljósi. Rétturinn hefur fengið nafnið HunangsSítrónuKjúklingaMöndluhænsn með ólífu og appelsínuúða. Bragðlaukarnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið en þeir vissu að þeir voru í góðum málum. Þeir dönsuðu og djössuðu og heimtuðu meira búgí með hverjum bitanum. Fólk var farið að sleikja leifar af servíettum til að fá meira af þessu bragði sem var svo framandi en gott.
Þess ber að minnast á aukaleikarann sem ýtti undir ágæti aðalréttarins. Þar á ég við salatið vitaskuld. Já, Lö Salat Guru stóð heldur betur fyrir sínu með töfrabrögðum úr eldhúsinu. Þarna var spínati, ananas, furuhnetum, tómötum, og öðru “DU-LE-MU” steypt saman og viðbættri tryllidressingu að hætti hússins var drussað yfir. Uppskriftin að dressingunni verður ekki upp gefin, sama hve háar fjárhæðir menn bjóða.
3. Eftirréttur
  • BamBOOCHA!!!! Já, Trifflu Bjössi og Ragnheiður matreiðslumeistari komu ekki tómhent í dinnerinn. Þau höfðu ógnarstóra desertskál meðferðis svo nánast þurfti trillu undir. Í skálinni leyndist heimalöguð íssprengja sem framreidd var með sjóðandi heitri súkkulaði sósu sem “Choco”-Bjössi hafði lagt blóð, svita og tár í að hræra frá því eldsnemma um morguninn. Birni og Ragnheiði var hrósað í hástert fyrir hressandi og léttan eftirrétt sem bjó fólk vel undir það sem koma skyldi. Da TJÚTT.

Já, að áti og drykkju loknu færði fólk sig yfir í betri stofuna,satt og glatt, með glas í hönd. Tobbólínó og Anna Dóra mættu með partímönsh partímönshanna sem heldur betur vakti mikla lukku á meðal viðstaddra. Hér var frumleikinn í fyrirrúmi og féllu sumir í öngvit yfir þessum nýstárlega rétti Tobbólínó og Annie D. sem fékk 10 í einkunn af 10 mögulegum hjá gestum og gangandi sem tóku að sleikja sér baunabelgi til eignar þegar á kvöldið leið. Hér var um að ræða saltaða baunabelgi, mozarella, kirsuberjatómata og basilauf í samsetningu sem orð fá vart lýst.

Sumir sögðu sögur, aðrir hlógu með. Undir lokin voru allir farnir að rymja í míkrafón sínar helstu ballöður við litlar undirtektir nágranna en þeim mun meiri fögnuð viðstaddra. Vitaskuld sýndi undirritaður fáheyrða takta með mic-inn en söngvari kvöldsins var sem fyrr, Ragnheiður a.k.a. da Sing Star.

Tobbólínó hélt réttast á mic-num en náði ekki að vinna krádið með sér. Gummi og Bjössi háðu hólmgöngu og voru aðfarirnar slíkar að hólmurinn varð að láta undan.
Geimið endaði um kl. 05, nágrönnum til mikils léttis.
Hér að neðan gefur að líta nokkar myndir úr geiminu. Vantar nokkrar sem ég er að basla við að ná inn á tölvuna. Þær koma síðar.
Gvendurinn fór létt með "Eye of the tiger" og gerði "Neun und neunzig luftballons" að sínu lagi.
Magni og Dilana?: Skúli og Elísabet... dazed and confused eftir matargeðveikina.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com