GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

þriðjudagur, mars 29, 2005

Hverjum má ríða?

Kynhegðun er líklega eitt umdeildasta málefni sem þjóðfélög þurfa að glíma við. Lengstum hafa íhaldsöfl, yfirleitt trúarleg, ráðið almennum skoðunum og þeir sem hafa viljað víkja frá hinu almenna normi hafa farið illa út úr því. Enn eru til lönd sem grýta samkynhneigða og lausláta. Okkur Íslendingum finnst þetta auðvitað fáránlegt enda eru líklega fáir frjálslyndari í þessum málum en við. Samt sem áður náum við ekki því frjálslyndi sem hefur þekkst í sumum öðrum samfélögum. Í Grikklandi til forna þótti til dæmis ekki bara leyfilegt heldur smekklegt og ákveðið stöðutákn að eiga litla lagsveina að grípa í. Einnig er ég sannfærður, án þess að hafa dæmi um, að finna má einhverja menningu sem hefur álitið eðlilegt eða virðingarvert að hafa mök með einhverju dýri, helgu eða álíka. Því hlýtur maður að spyrja sig: Hverjum má ríða?

Á Íslandi er sjálfræðisaldurinn 18 ár. Það er útbreiddur misskilningur að sjálfráða einstaklingar megi ekki hafa mök við ósjálfráða einstaklinga. Þetta er ekki rétt heldur miðast "lögríða" við 14 ára aldur. Það er að segja að það er ekki refsivert að sofa hjá einstaklingi sem er 14 ára eða eldri, nema reyndar að hann sé náskyldur manni, stjúpbarn eða eitthvað í þá áttina. Ég vona innilega að þetta skilyrði hafi ekki áhrif á líf margra lesenda Skítsins. Einnig er fullþroska einstaklingum bannað að sofa hjá misþroska einstaklingum, óháð aldri. Ekki er bannað að sænga með einstaklingi af sama kyni eða sett takmörk varðandi fjölda sem hafa mök saman hverju sinni.

Þar með er það ljóst að samkvæmt lögum hefur fullorðið fólk nánast ótakmarkaðar heimildir til að sofa hjá öðrum, að því gefnu að það sé gagnkvæmur og frjáls vilji fyrir hendi. Þar með má fertugur maður sofa hjá 14 ára stúlku, jú eða pilti, án þess að það hafi nokkrar lagalegar afleiðingar. Hins vegar myndi þessi fertugi maður væntanlega lenda fyrir mörgum hornaugum ef hann færi að mæta með 14 ára stúlku upp á arminn í fjölskylduboð. Því er það greinilega ekki nóg að skoða lagaheimildir til þess að finna maka sem samfélagið er tilbúið að viðurkenna.

Þarna erum við komin með vandamál sem snýr í meginatriðum að aldri sem að sjálfsögðu er tilgreindur með tölum. Og þar sem tölulegt vandamál er fyrir hendi þar er líka stærðfræðingur að reyna að leysa það og viti menn, það er einhver snillingurinn búinn að leysa vandamálið og útbúa glæsilega formúlu sem menn geta bara stungið inn í og hætt að hugsa. Regla þessi er sem hér segir:

Karlar mega vera með kvenfólki sem er a.m.k. jafngamalt eða eldra en:

(Eigin aldur karlsins)/2 + 7

Nú brosir kannski einhver vantrúaður en formúla þessi er glettilega góð. Alltaf er gott að byrja á að gagnrýna svona formúlur með jaðargildum, sem í okkar tilfelli er lögríða-aldurinn 14. 14 ára piltur má samkvæmt þessu ekki fara niður fyrir 14 ára aldur, sem passar akkúrat við lagarammann. 16 ára strákur má vera með 15 ára stelpu og svo framvegis. Tökum eitt eldra dæmi: 40 ára má fara niður í 27 ára. Svo er ég 24 ára svo að ég má fara allt niður í 19 ára stúlkur. Enn sem komið er finnst mér formúlan svínvirka. Kannski má finna veikleika í henni þegar farið er að skoða mjög gamalt fólk. Er til dæmis eðlilegt að sjötugur maður sé með 42 ára konu? Ég hef persónulega litla skoðun á því ennþá en fyrir eldra fólk þyrfti kannski að koma með einhvers konar annarrar gráðu nálgun ekki bara þessa línulegu sem ofangreind formúla gefur.

Að sama skapi hljóta þá efri mörk fyrir aldur þess karls, sem kona má vera með, að vera:

(Eigin aldur)*2 -14

Ég hef enn ekki heyrt neina formúlu fyrir hvað karlar mega fara ofarlega eða hvaða reglur gilda um þetta í samböndum samkynhneigðra. Persónulega finnst mér ég ekki geta farið meira en eitt eða tvö ár upp á við en það eru sjálfsagt misjafnar skoðanir um það. Samkynhneigðir lesendur Skítsins geta svo kannski komið með innlegg varðandi regluna eins og hún snýr að þeim.

Einnig heyrði ég skemmtilega viðmiðun varðandi hæð para. Það er auðvitað alþekkt að konur vilja vera með mönnum sem eru hávaxnari en þær og eins held ég að flestir karlar vilji vera með lágvaxnari konum. Stærð- og fagurfræðingar hafa einnig leyst þetta vandamál að mestu með eftirfarandi reglu:

Líkamleg aðlöðun milli karls og konu verður hámörkuð, hvað hæð varðar, ef:

Hæð karlmanns = 1,09 * Hæð kvenmanns

Engin öryggisbil eru gefin varðandi þessa stærð og eftirlæt ég lesendum slíkt.

Nú er ég 24 ára og 182 cm á hæð. Þar með er það ljóst að hin fullkomna kona fyrir mig er 167 cm á hæð og á aldrinum 19-26 ára.

Góðar stundir.

Hverjum má ríða?

Kynhegðun er líklega eitt umdeildasta málefni sem þjóðfélög þurfa að glíma við. Lengstum hafa íhaldsöfl, yfirleitt trúarleg, ráðið almennum skoðunum og þeir sem hafa viljað víkja frá hinu almenna normi hafa farið illa út úr því. Enn eru til lönd sem grýta samkynhneigða og lausláta. Okkur Íslendingum finnst þetta auðvitað fáránlegt enda eru líklega fáir frjálslyndari í þessum málum en við. Samt sem áður náum við ekki því frjálslyndi sem hefur þekkst í sumum öðrum samfélögum. Í Grikklandi til forna þótti til dæmis ekki bara leyfilegt heldur smekklegt og ákveðið stöðutákn að eiga litla lagsveina að grípa í. Einnig er ég sannfærður, án þess að hafa dæmi um, að finna má einhverja menningu sem hefur álitið eðlilegt eða virðingarvert að hafa mök með einhverju dýri, helgu eða álíka. Því hlýtur maður að spyrja sig: Hverjum má ríða?

Á Íslandi er sjálfræðisaldurinn 18 ár. Það er útbreiddur misskilningur að sjálfráða einstaklingar megi ekki hafa mök við ósjálfráða einstaklinga. Þetta er ekki rétt heldur miðast "lögríða" við 14 ára aldur. Það er að segja að það er ekki refsivert að sofa hjá einstaklingi sem er 14 ára eða eldri, nema reyndar að hann sé náskyldur manni, stjúpbarn eða eitthvað í þá áttina. Ég vona innilega að þetta skilyrði hafi ekki áhrif á líf margra lesenda Skítsins. Einnig er fullþroska einstaklingum bannað að sofa hjá misþroska einstaklingum, óháð aldri. Ekki er bannað að sænga með einstaklingi af sama kyni eða sett takmörk varðandi fjölda sem hafa mök saman hverju sinni.

Þar með er það ljóst að samkvæmt lögum hefur fullorðið fólk nánast ótakmarkaðar heimildir til að sofa hjá öðrum, að því gefnu að það sé gagnkvæmur og frjáls vilji fyrir hendi. Þar með má fertugur maður sofa hjá 14 ára stúlku, jú eða pilti, án þess að það hafi nokkrar lagalegar afleiðingar. Hins vegar myndi þessi fertugi maður væntanlega lenda fyrir mörgum hornaugum ef hann færi að mæta með 14 ára stúlku upp á arminn í fjölskylduboð. Því er það greinilega ekki nóg að skoða lagaheimildir til þess að finna maka sem samfélagið er tilbúið að viðurkenna.

Þarna erum við komin með vandamál sem snýr í meginatriðum að aldri sem að sjálfsögðu er tilgreindur með tölum. Og þar sem tölulegt vandamál er fyrir hendi þar er líka stærðfræðingur að reyna að leysa það og viti menn, það er einhver snillingurinn búinn að leysa vandamálið og útbúa glæsilega formúlu sem menn geta bara stungið inn í og hætt að hugsa. Regla þessi er sem hér segir:

Karlar mega vera með kvenfólki sem er a.m.k. jafngamalt eða eldra en:

(Eigin aldur karlsins)/2 + 7

Nú brosir kannski einhver vantrúaður en formúla þessi er glettilega góð. Alltaf er gott að byrja á að gagnrýna svona formúlur með jaðargildum, sem í okkar tilfelli er lögríða-aldurinn 14. 14 ára piltur má samkvæmt þessu ekki fara niður fyrir 14 ára aldur, sem passar akkúrat við lagarammann. 16 ára strákur má vera með 15 ára stelpu og svo framvegis. Tökum eitt eldra dæmi: 40 ára má fara niður í 27 ára. Svo er ég 24 ára svo að ég má fara allt niður í 19 ára stúlkur. Enn sem komið er finnst mér formúlan svínvirka. Kannski má finna veikleika í henni þegar farið er að skoða mjög gamalt fólk. Er til dæmis eðlilegt að sjötugur maður sé með 42 ára konu? Ég hef persónulega litla skoðun á því ennþá en fyrir eldra fólk þyrfti kannski að koma með einhvers konar annarrar gráðu nálgun ekki bara þessa línulegu sem ofangreind formúla gefur.

Að sama skapi hljóta þá efri mörk fyrir aldur þess karls, sem kona má vera með, að vera:

(Eigin aldur)*2 -14

Ég hef enn ekki heyrt neina formúlu fyrir hvað karlar mega fara ofarlega eða hvaða reglur gilda um þetta í samböndum samkynhneigðra. Persónulega finnst mér ég ekki geta farið meira en eitt eða tvö ár upp á við en það eru sjálfsagt misjafnar skoðanir um það. Samkynhneigðir lesendur Skítsins geta svo kannski komið með innlegg varðandi regluna eins og hún snýr að þeim.

Einnig heyrði ég skemmtilega viðmiðun varðandi hæð para. Það er auðvitað alþekkt að konur vilja vera með mönnum sem eru hávaxnari en þær og eins held ég að flestir karlar vilji vera með lágvaxnari konum. Stærð- og fagurfræðingar hafa einnig leyst þetta vandamál að mestu með eftirfarandi reglu:

Líkamleg aðlöðun milli karls og konu verður hámörkuð, hvað hæð varðar, ef:

Hæð karlmanns = 1,09 * Hæð kvenmanns

Engin öryggisbil eru gefin varðandi þessa stærð og eftirlæt ég lesendum slíkt.

Nú er ég 24 ára og 182 cm á hæð. Þar með er það ljóst að hin fullkomna kona fyrir mig er 167 cm á hæð og á aldrinum 19-26 ára.

Góðar stundir.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Sterkur leikur hjá Framsókn

Ég vil þakka Framsóknarflokknum fyrir ráðningu nýs fréttastjóra útvarps. Ásamt Sjálfstæðisflokknum tókst honum að hunsa allar faglegar ráðleggingar um hæfni umsækjanda og ákvað að ráða góðvin nýju Framsóknarklíkunnar, Björns Inga, Magnússonanna og fleirra. Með ráðningunni hafa þeir enn og aftur bent á hversu auðvelt er að misnota ríkisútvarpið og það hversu mikilvægt er að koma því úr eigu ríkisins.

Ég skil Framsóknarflokkinn mjög vel í þessu máli. Hann hefur frá ómunatíð staðið fyrir eitt: Að halda völdum og nýta þau til þess að koma vinum og vandamönnum í embætti og gæta sérhagsmuna. Þetta er auðvitað algjörlega í takt við það, þarna er góðvini Framsóknarflokksins komið í fína stöðu þar sem hann getur endurgoldið greiðann með því að hafa græn áhrif á fréttaflutning ríkisútvarpsins. Það er græn skítafýla af þessu og núna í neikvæðri merkingu!

Ég veit ekki alveg hvað Sjálfstæðismenn eru að gera með þessu. Vel getur verið að þeir séu einfaldlega að leyfa Framsóknarflokknum að eiga þetta embætti gegn því að þeir fái það næsta. Hins vegar tel ég að margir Sjálfstæðismenn séu bara ánægðir með þessa ráðningu og þá reiði sem hún hefur vakið því með ráðningunni er ítrekað, eins og áður hefur komið fram, að mjög auðvelt er að misnota ríkisútvarpið á meðan það er í ríkiseigu. Þetta ýtir því undir málstað margra úr hægri armi flokksins sem lengi hafa viljað koma útvarpinu úr ríkiseigu. Pétur Blöndal var ekki lengi að tjá sig um málið á þingi í dag. Ég veit ekkert hvað honum finnst um ráðninguna sjálfa enda tjáði hann sig lítið um það en benti á það, glottandi við tönn, að ríkisútvarp verði alltaf undir valdi ríkisstjórnarinnar eins lengi og það er í eigu ríkisins.

Ég ætla ekki að eyða miklu púðri í að gagnrýna þá sauðheimsku ákvörðun borgarstjóra að ákveða að efna til lóðahappdrættis þar sem það hefur verið gert í ágætum Deiglupistli. Steinunn er annars að framleiða axarsköft í massavís þessa dagana. Ég hef sterklega á tilfinningunni að hún hafi verið sett í borgarstjórastöðuna til þess eins að klúðra málunum og tryggja að hún nái örugglega ekki endurkjöri á næsta ári. Það er eins og “félagar” hennar í R-listanum hafi bara ákveðið að draga sig til hliðar og horfa á hana hengja sig.

mánudagur, mars 07, 2005

X-F

Gemmér "F"! Gemmér "Á"! Gemmér "V"! Gemmér "I"! Gemmér "T"! Gemmér "A"! Gemmér "R"! Hvað er það? "Frjálsyndi flokkurinn"!

Ágætt að byrja pistilinn á málefnalegu nótunum.

Það hefur annars farið fram hjá fáum að flokkar halda nú landsþing sín eins og óðir væru. Frjálslyndi flokkurinn var grand á því og hélt sinn á Kaffi Reykjavík. Mig langar að taka fyrir nokkur af þeim atriðum sem þeim fannst ástæða að setja í stjórnmálayfirlýsingu þessa landsþings.

"Flokkurinn lýsir mikilli andúð sinni á ýmsum þáttum í framkvæmd einkavæðingar núverandi ríkisstjórnar. Frjálslyndi flokkurinn vísar með öllu á bug hugmyndum um einkavæðingu Landsvirkjunar og telur áform um sölu fyrirtækisins til útlenskra auðjöfra fráleit."
-Þetta er við fyrstu sýn alveg málefnaleg afstaða og ef menn hefðu ekki farið að bulla um einhverja útlenska auðjöfra hefði alveg mátt halda að þarna væri skynsamt fólk með ákveðna skoðun að tala.

"Frjálslyndi flokkurinn ítrekar þá afstöðu sína til Evrópusambandsins að aðild sé engan veginn tímabær. Kvótakerfi með frjálsu framsali útgerðar á óveiddum fiski getur ekki samrýmst aðild að Evrópusambandinu. EES-samningurinn virðist enn duga Íslendingum vel og þar eigum við sameiginlega hagsmuni með Noregi. Eftir inngöngu 10 nýrra aðildarríkja í Evrópusambandið er skynsamlegt að sjá hver þróunin verður. Meðan samstaða er um EES-samninginn milli Norðmanna og Íslendinga er ákvörðun um umsókn að Evrópusambandinu ástæðulaus."
-Fyrstu tvær setningarnar eru allt sem hér er ástæða til að lesa. Ha? Notar Frjálslyndi flokkurinn kvótakerfið til að vera á móti Evrópusambandi? En Frjálslyndir eru á móti kvótakerfinu. Eru þeir þá í raun hlynntir aðild að Evrópusambandinu? Þetta hljómar eins og einhver útgáfa af grískri þversögn.

"Frjálslyndi flokkurinn vill efla ríkisfjölmiðlana til styrktar móðurmáli og menningu."
-Ég sannfærist enn í afstöðu minni gegn ríkisfjölmiðlum fyrst Frjálslyndir eru hlynntir þeim.

"Þeim, sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli verði tryggt jafnræði í samfélaginu. Íslenska táknmálið verði formlega viðurkennt í stjórnarskrá Íslands til jafns við íslenskuna sem móðurmál. Þá leggur Frjálslyndi flokkurinn ríka áherslu á textun sjónvarpsefnis, til hagsbóta fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta, sem og útlendinga sem eru að læra tungumálið."
-Vel meint en samt svolítið barnalegt.

"Frjálslyndi flokkurinn leggur til að landið verði allt eitt kjördæmi og kosningaréttur jafn."
-Sammála

"Frjálslyndi flokkurinn hefur ávallt krafist aðskilnaðar ríkis og kirkju svo öllum trúfélögum sé gert jafnhátt undir höfði."
-Það var laglegt! Er ég kannski Frjálslyndur undir niðri?

"Frjálslyndi flokkurinn ályktar að verðtrygging verði með öllu afnumin. Nýleg dæmi sanna að umfram vaxtabyrði íslenskra fjölskyldna og einstaklinga er langtum hærri en þekkist í nágrannalöndunum."
-Nei, það gat ekki verið. Það er gott að vera frjálslynt kjánaprik. Þá getur maður bara sagt að peningar séu vondir og vextir séu verkfæri bankanna (skrifast héðan í frá djöflanna). Mér finnst leiðinlegt (einmitt) að eyðileggja frjálslyndu paradísina en það er sama hvað stjórnmálamenn reyna að afnema verðtryggingu. Verðtryggingin er ekki ástæða hás vaxtakostnaðar, hún er bara eitt form vaxtakostnaðarins. Staðreynd málsins er sú að það er ekkert mál að sleppa við verðtrygginguna á lánum ef maður vill, það verða þá bara hærri vextir. Þetta hlýtur að vera djöflunum að kenna, er það ekki? Neibb, það eru í raun tvennir aðilar sem ákvarða vexti: Seðlabankinn (sem reyndar heitir banki en getur vart talist sem einn af djöflunum) og fjárfestar, sem í aðalatriðum eru lífeyrissjóðir. Það eru í raun helst hinir útlensku auðmenn og erlendir djöflar sem hafa hjálpað við að lækka vexti til íslenskrar alþýðu. Gunnar "hinn margdæmdi" Örlygsson tók svo glæsilegt dæmi þar sem hann bar saman vaxtabyrði norskrar fjölskyldu (um 2,5-3% á ári) við íslenska (um 7,5-8% á ári) og fannst hann snjall. Hann gleymdi hins vegar að nefna að stýrivextir norska seðlabankans eru 1,75% en 8,75% vextir hjá þeim íslenska. Lykilatriði, Gunnar, að bulla ekki um það sem maður veit ekkert um.

"Frjálslyndi flokkurinn lýsir því yfir að hann muni leggja sitt af mörkum til að sem allra fyrst verði skipt um ríkisstjórn á Íslandi."
-Ég er nú ekki fullkomlega ánægður með núverandi ríkisstjórn en guð forði okkur ef Frjálslyndir verða í þeirri næstu.

Síðan hafði ég heyrt að þeir vildu stefna að 18-20 jarðgöngum á næstu árum en fann það því miður ekki meðal samþykktanna. Það hefði verið gaman að gagnrýna það.

Kjósum nú eitthvað annað en Frjálslynda næst.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com