GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Matarboð að Boðagranda

Menn hafa legið á "refresh" takkanum síðan teaserinn góði með Tudda Banderas birtist á forsíðu hins Græna. Fyrirsögnin Grænn Skítur Upprisinn hefur haldið mönnum móðursjúkum af óþreygju og tryllingslegum væntingum um að senn muni sá Græni ná fyrri hæðum í liprum ádeilupistlum um hnökra samfélagsins. Hver veit hvað úr verður en mér þykir ærin ástæða til að birta hér nokkrar línur um nýliðið matarboð sem sótt var af öllum skítsmeðlimum að Bjarna Kristni undanskildnum. Hans var sárt saknað en hann forfallaðist vegna náms í Nýju Amsterdam, eins og Þorsteinn J myndi orða það. Ég ætla að leyfa mér að herma örlítið eftir honum Steina eins og ég kýs að kalla hann en biðst afsökunar ef fólki þykir nóg um. Stjórnarfundur skítsins var haldinn þann 25. nóvember í dulargervi matarboðs. Varamaður Bjarna var Skúli a.k.a. Skúli Mojo.

Matarboðið var reyndar samskot en eldamennskan var í höndum michellin kokksins Gullu. Hún ku vera nýbúi að Boðagranda, en aðlagast táfýlunni og töfrum prumpusófan (hins nýja) furðuvel.
Matseðillinn
Í fordrykk var gestum boðið upp á freyðandi jarðaberjavín ásamt jarðaberjum og súkkulaðimolum. Skúli hristi nokkra vel valda úr erminni á meðan Gulla og Ellmaster a.k.a. Le Salat Guru lögðu lokahönd á forrétt dagsins.
1. Forréttur
Góðan daginn! Hér voru kokkarnir á ótroðnum slóðum, fjarri heimahögum. Boðið var upp á hvítlauksristaðan hörpudisk á spínatbeði með avókatóívafi. Þorri Hringsson, vínsérfræðingur var hafður með í ráðum við val á víni kvöldsins sem dreypt var á, bæði með forrétti og aðalrétti. Þorri er þekktur fyrir fágaðan smekk og að vera ótrúlega næmur á samspil bragðlauka og gerjaðra vínþrúga. Þorri brást ekki aðdáendum sínum. Fær fullt hús fyrir ráðgjöf sína en hann mælti með La Segreda Bianco frá Sikiley. Allir gestkomandi grenjuðu af frygð við fyrsta smakk. Sömuleiðis var gerður glæstur rómur að forréttinum sem rann ljúflega niður með bökuðu nanbrauði "on da side".
2. Aðalréttur
  • KABÚMM!! Hér var hefðbundinni matargerð hent fyrir hundana og framandi fúsíon haft að leiðarljósi. Rétturinn hefur fengið nafnið HunangsSítrónuKjúklingaMöndluhænsn með ólífu og appelsínuúða. Bragðlaukarnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið en þeir vissu að þeir voru í góðum málum. Þeir dönsuðu og djössuðu og heimtuðu meira búgí með hverjum bitanum. Fólk var farið að sleikja leifar af servíettum til að fá meira af þessu bragði sem var svo framandi en gott.
Þess ber að minnast á aukaleikarann sem ýtti undir ágæti aðalréttarins. Þar á ég við salatið vitaskuld. Já, Lö Salat Guru stóð heldur betur fyrir sínu með töfrabrögðum úr eldhúsinu. Þarna var spínati, ananas, furuhnetum, tómötum, og öðru “DU-LE-MU” steypt saman og viðbættri tryllidressingu að hætti hússins var drussað yfir. Uppskriftin að dressingunni verður ekki upp gefin, sama hve háar fjárhæðir menn bjóða.
3. Eftirréttur
  • BamBOOCHA!!!! Já, Trifflu Bjössi og Ragnheiður matreiðslumeistari komu ekki tómhent í dinnerinn. Þau höfðu ógnarstóra desertskál meðferðis svo nánast þurfti trillu undir. Í skálinni leyndist heimalöguð íssprengja sem framreidd var með sjóðandi heitri súkkulaði sósu sem “Choco”-Bjössi hafði lagt blóð, svita og tár í að hræra frá því eldsnemma um morguninn. Birni og Ragnheiði var hrósað í hástert fyrir hressandi og léttan eftirrétt sem bjó fólk vel undir það sem koma skyldi. Da TJÚTT.

Já, að áti og drykkju loknu færði fólk sig yfir í betri stofuna,satt og glatt, með glas í hönd. Tobbólínó og Anna Dóra mættu með partímönsh partímönshanna sem heldur betur vakti mikla lukku á meðal viðstaddra. Hér var frumleikinn í fyrirrúmi og féllu sumir í öngvit yfir þessum nýstárlega rétti Tobbólínó og Annie D. sem fékk 10 í einkunn af 10 mögulegum hjá gestum og gangandi sem tóku að sleikja sér baunabelgi til eignar þegar á kvöldið leið. Hér var um að ræða saltaða baunabelgi, mozarella, kirsuberjatómata og basilauf í samsetningu sem orð fá vart lýst.

Sumir sögðu sögur, aðrir hlógu með. Undir lokin voru allir farnir að rymja í míkrafón sínar helstu ballöður við litlar undirtektir nágranna en þeim mun meiri fögnuð viðstaddra. Vitaskuld sýndi undirritaður fáheyrða takta með mic-inn en söngvari kvöldsins var sem fyrr, Ragnheiður a.k.a. da Sing Star.

Tobbólínó hélt réttast á mic-num en náði ekki að vinna krádið með sér. Gummi og Bjössi háðu hólmgöngu og voru aðfarirnar slíkar að hólmurinn varð að láta undan.
Geimið endaði um kl. 05, nágrönnum til mikils léttis.
Hér að neðan gefur að líta nokkar myndir úr geiminu. Vantar nokkrar sem ég er að basla við að ná inn á tölvuna. Þær koma síðar.
Gvendurinn fór létt með "Eye of the tiger" og gerði "Neun und neunzig luftballons" að sínu lagi.
Magni og Dilana?: Skúli og Elísabet... dazed and confused eftir matargeðveikina.

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Teaser



Tuddi Banderas, umvafinn blómarósum.

Innan skamms birtist stuttur pistill um matarboðið á laugardaginn þar sem allir meðlimir skítsins voru samankomnir, ásamt mökum en Bjarni Kristinn var fjarri góðu gamni. Hann verður með næst.

Later

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin

Nú eru páskarnir frekar nýlega liðnir og þá er jafnan viðeigandi að setjast niður og íhuga mikilvægasta innyfli páskaeggsins, málsháttinn. Reyndar er þessi pistill kannski svolítið seint á ferðinni enda voru páskarnir óvenjusnemma þetta árið.

Málshættir eru leið fyrir eldri kynslóðir að koma einfaldri lífsspeki til hinna yngri á auðveldan, hefðbundinn og kannski skemmtilegan hátt. Sumir þeirra lýsa tiltölulega augljósum staðreyndum á myndrænan hátt: "Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni." Aðrir eru skynsamlegar og vinsamlegar leiðbeiningar til þess að lágmarka árekstra í lífinu: "Oft má satt kyrrt liggja." Síðan eru þeir líka til sem veita tilmæli sem eru örlítið ákveðnari og þá oft til þess að vara mann við að verða of mikill með sig: "Margur verður af aurum api." Loks eru þeir margir sem eru til þess að veita manni huggun og von þegar lífið virðist standa gegn manni: "Fátt er svo með öllu illt" og "Margur er knár þótt hann sé smár."

Allir eru þessir málshættir hljómfagrir og gefa manni þá tilfinningu að maður sé einhvern veginn betri og greindari þegar maður nær að slengja þeim fram á viðeigandi augnabliki. Einnig er það stór kostur við íslenska málshætti að fæstir þeirra eru fullkomnar fullyrðingar í hæsta stigi. Orð eins og oft, margur og sjaldan gefa málsháttunum þá hógværð sem sönn speki felur jafnan í sér. Það eru fáar reglur um samskipti eða hegðun sem eru algildar og íslensku málshættirnir þykjast ekki vita betur.

Þó eru þeir til málshættirnir sem taka aðeins stærra upp í sig. "Hæst bylur í tómri tunnu" sagði einhver og svo er það víst almennt viðtekið að "Enginn verður óbarinn biskup." Seinni fullyrðingin er nú örugglega ekki alveg rétt enda bæði til raunverulega óbarðir biskupar og eins hinir myndrænu óbörðu biskupar. Maður verður þó að vera umburðarlyndur því oft er erfitt að orða svona málshætti. Til dæmis myndi það ekki hljóma mjög vel að segja "Fáir verða biskupar óbarðir" eða "Margur biskupinn verður barinn" enda hljómar það frekar eins og hótun en málsháttur. Einnig má nefna málshætti eins og "Betur sjá augu en auga", rétt er það.

Einn er samt sá fullyrðingarmálshátturinn sem er mér óþægur ljár í þúfu og Þrándur í Götu. Það er málshátturinn "Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi." Þessa fullyrðingu er ég alls ekki sáttur við enda hunsar hún algjörlega það hvers virði fuglinn er okkur einn og sér, hversu nytsamlegir tveir fuglar eru og síðast en ekki síst hversu miklar líkur eru nú á því að ná þessum tveimur í skóginum.

Ef við höfum til dæmis tvo sérstaklega vitlausa fugla í skóginum og/eða mjög góða veiðitækni þannig að líkurnar á að veiða hvorn þeirra um sig séu 95% missir fuglinn í hendinni nokkuð verðmæti sitt miðað við hina tvo í skóginum. Þá eru 90,25% líkur á að við náum báðum, 9,5% líkur á að við náum öðrum og aðeins 0,25% líkur á að við endum tómhentir! Væntigildi upp á 1,9 fugl! Hver vill einn fugl í hendi þegar hann getur fengið þessar líkur og 1,9 fugl að meðaltali? Einnig getur vel verið að við þurfum hreinlega að fá tvo fugla og einn sé okkur einskis virði. Með þeim eina í hendinni er ljóst að við fáum aldrei tvo fugla en með þessa tvo heimsku í skóginum eru 90,25% líkur á að við endum með tvo fugla í lúkunum!

En líklegast hafa fæstir málshættir verið smíðaðir með væntigildi og nytjaföll í huga og því verð ég bara að sætta mig við ófullkomleika málsháttanna því enginn er víst fullkominn.

þriðjudagur, mars 29, 2005

Hverjum má ríða?

Kynhegðun er líklega eitt umdeildasta málefni sem þjóðfélög þurfa að glíma við. Lengstum hafa íhaldsöfl, yfirleitt trúarleg, ráðið almennum skoðunum og þeir sem hafa viljað víkja frá hinu almenna normi hafa farið illa út úr því. Enn eru til lönd sem grýta samkynhneigða og lausláta. Okkur Íslendingum finnst þetta auðvitað fáránlegt enda eru líklega fáir frjálslyndari í þessum málum en við. Samt sem áður náum við ekki því frjálslyndi sem hefur þekkst í sumum öðrum samfélögum. Í Grikklandi til forna þótti til dæmis ekki bara leyfilegt heldur smekklegt og ákveðið stöðutákn að eiga litla lagsveina að grípa í. Einnig er ég sannfærður, án þess að hafa dæmi um, að finna má einhverja menningu sem hefur álitið eðlilegt eða virðingarvert að hafa mök með einhverju dýri, helgu eða álíka. Því hlýtur maður að spyrja sig: Hverjum má ríða?

Á Íslandi er sjálfræðisaldurinn 18 ár. Það er útbreiddur misskilningur að sjálfráða einstaklingar megi ekki hafa mök við ósjálfráða einstaklinga. Þetta er ekki rétt heldur miðast "lögríða" við 14 ára aldur. Það er að segja að það er ekki refsivert að sofa hjá einstaklingi sem er 14 ára eða eldri, nema reyndar að hann sé náskyldur manni, stjúpbarn eða eitthvað í þá áttina. Ég vona innilega að þetta skilyrði hafi ekki áhrif á líf margra lesenda Skítsins. Einnig er fullþroska einstaklingum bannað að sofa hjá misþroska einstaklingum, óháð aldri. Ekki er bannað að sænga með einstaklingi af sama kyni eða sett takmörk varðandi fjölda sem hafa mök saman hverju sinni.

Þar með er það ljóst að samkvæmt lögum hefur fullorðið fólk nánast ótakmarkaðar heimildir til að sofa hjá öðrum, að því gefnu að það sé gagnkvæmur og frjáls vilji fyrir hendi. Þar með má fertugur maður sofa hjá 14 ára stúlku, jú eða pilti, án þess að það hafi nokkrar lagalegar afleiðingar. Hins vegar myndi þessi fertugi maður væntanlega lenda fyrir mörgum hornaugum ef hann færi að mæta með 14 ára stúlku upp á arminn í fjölskylduboð. Því er það greinilega ekki nóg að skoða lagaheimildir til þess að finna maka sem samfélagið er tilbúið að viðurkenna.

Þarna erum við komin með vandamál sem snýr í meginatriðum að aldri sem að sjálfsögðu er tilgreindur með tölum. Og þar sem tölulegt vandamál er fyrir hendi þar er líka stærðfræðingur að reyna að leysa það og viti menn, það er einhver snillingurinn búinn að leysa vandamálið og útbúa glæsilega formúlu sem menn geta bara stungið inn í og hætt að hugsa. Regla þessi er sem hér segir:

Karlar mega vera með kvenfólki sem er a.m.k. jafngamalt eða eldra en:

(Eigin aldur karlsins)/2 + 7

Nú brosir kannski einhver vantrúaður en formúla þessi er glettilega góð. Alltaf er gott að byrja á að gagnrýna svona formúlur með jaðargildum, sem í okkar tilfelli er lögríða-aldurinn 14. 14 ára piltur má samkvæmt þessu ekki fara niður fyrir 14 ára aldur, sem passar akkúrat við lagarammann. 16 ára strákur má vera með 15 ára stelpu og svo framvegis. Tökum eitt eldra dæmi: 40 ára má fara niður í 27 ára. Svo er ég 24 ára svo að ég má fara allt niður í 19 ára stúlkur. Enn sem komið er finnst mér formúlan svínvirka. Kannski má finna veikleika í henni þegar farið er að skoða mjög gamalt fólk. Er til dæmis eðlilegt að sjötugur maður sé með 42 ára konu? Ég hef persónulega litla skoðun á því ennþá en fyrir eldra fólk þyrfti kannski að koma með einhvers konar annarrar gráðu nálgun ekki bara þessa línulegu sem ofangreind formúla gefur.

Að sama skapi hljóta þá efri mörk fyrir aldur þess karls, sem kona má vera með, að vera:

(Eigin aldur)*2 -14

Ég hef enn ekki heyrt neina formúlu fyrir hvað karlar mega fara ofarlega eða hvaða reglur gilda um þetta í samböndum samkynhneigðra. Persónulega finnst mér ég ekki geta farið meira en eitt eða tvö ár upp á við en það eru sjálfsagt misjafnar skoðanir um það. Samkynhneigðir lesendur Skítsins geta svo kannski komið með innlegg varðandi regluna eins og hún snýr að þeim.

Einnig heyrði ég skemmtilega viðmiðun varðandi hæð para. Það er auðvitað alþekkt að konur vilja vera með mönnum sem eru hávaxnari en þær og eins held ég að flestir karlar vilji vera með lágvaxnari konum. Stærð- og fagurfræðingar hafa einnig leyst þetta vandamál að mestu með eftirfarandi reglu:

Líkamleg aðlöðun milli karls og konu verður hámörkuð, hvað hæð varðar, ef:

Hæð karlmanns = 1,09 * Hæð kvenmanns

Engin öryggisbil eru gefin varðandi þessa stærð og eftirlæt ég lesendum slíkt.

Nú er ég 24 ára og 182 cm á hæð. Þar með er það ljóst að hin fullkomna kona fyrir mig er 167 cm á hæð og á aldrinum 19-26 ára.

Góðar stundir.

Hverjum má ríða?

Kynhegðun er líklega eitt umdeildasta málefni sem þjóðfélög þurfa að glíma við. Lengstum hafa íhaldsöfl, yfirleitt trúarleg, ráðið almennum skoðunum og þeir sem hafa viljað víkja frá hinu almenna normi hafa farið illa út úr því. Enn eru til lönd sem grýta samkynhneigða og lausláta. Okkur Íslendingum finnst þetta auðvitað fáránlegt enda eru líklega fáir frjálslyndari í þessum málum en við. Samt sem áður náum við ekki því frjálslyndi sem hefur þekkst í sumum öðrum samfélögum. Í Grikklandi til forna þótti til dæmis ekki bara leyfilegt heldur smekklegt og ákveðið stöðutákn að eiga litla lagsveina að grípa í. Einnig er ég sannfærður, án þess að hafa dæmi um, að finna má einhverja menningu sem hefur álitið eðlilegt eða virðingarvert að hafa mök með einhverju dýri, helgu eða álíka. Því hlýtur maður að spyrja sig: Hverjum má ríða?

Á Íslandi er sjálfræðisaldurinn 18 ár. Það er útbreiddur misskilningur að sjálfráða einstaklingar megi ekki hafa mök við ósjálfráða einstaklinga. Þetta er ekki rétt heldur miðast "lögríða" við 14 ára aldur. Það er að segja að það er ekki refsivert að sofa hjá einstaklingi sem er 14 ára eða eldri, nema reyndar að hann sé náskyldur manni, stjúpbarn eða eitthvað í þá áttina. Ég vona innilega að þetta skilyrði hafi ekki áhrif á líf margra lesenda Skítsins. Einnig er fullþroska einstaklingum bannað að sofa hjá misþroska einstaklingum, óháð aldri. Ekki er bannað að sænga með einstaklingi af sama kyni eða sett takmörk varðandi fjölda sem hafa mök saman hverju sinni.

Þar með er það ljóst að samkvæmt lögum hefur fullorðið fólk nánast ótakmarkaðar heimildir til að sofa hjá öðrum, að því gefnu að það sé gagnkvæmur og frjáls vilji fyrir hendi. Þar með má fertugur maður sofa hjá 14 ára stúlku, jú eða pilti, án þess að það hafi nokkrar lagalegar afleiðingar. Hins vegar myndi þessi fertugi maður væntanlega lenda fyrir mörgum hornaugum ef hann færi að mæta með 14 ára stúlku upp á arminn í fjölskylduboð. Því er það greinilega ekki nóg að skoða lagaheimildir til þess að finna maka sem samfélagið er tilbúið að viðurkenna.

Þarna erum við komin með vandamál sem snýr í meginatriðum að aldri sem að sjálfsögðu er tilgreindur með tölum. Og þar sem tölulegt vandamál er fyrir hendi þar er líka stærðfræðingur að reyna að leysa það og viti menn, það er einhver snillingurinn búinn að leysa vandamálið og útbúa glæsilega formúlu sem menn geta bara stungið inn í og hætt að hugsa. Regla þessi er sem hér segir:

Karlar mega vera með kvenfólki sem er a.m.k. jafngamalt eða eldra en:

(Eigin aldur karlsins)/2 + 7

Nú brosir kannski einhver vantrúaður en formúla þessi er glettilega góð. Alltaf er gott að byrja á að gagnrýna svona formúlur með jaðargildum, sem í okkar tilfelli er lögríða-aldurinn 14. 14 ára piltur má samkvæmt þessu ekki fara niður fyrir 14 ára aldur, sem passar akkúrat við lagarammann. 16 ára strákur má vera með 15 ára stelpu og svo framvegis. Tökum eitt eldra dæmi: 40 ára má fara niður í 27 ára. Svo er ég 24 ára svo að ég má fara allt niður í 19 ára stúlkur. Enn sem komið er finnst mér formúlan svínvirka. Kannski má finna veikleika í henni þegar farið er að skoða mjög gamalt fólk. Er til dæmis eðlilegt að sjötugur maður sé með 42 ára konu? Ég hef persónulega litla skoðun á því ennþá en fyrir eldra fólk þyrfti kannski að koma með einhvers konar annarrar gráðu nálgun ekki bara þessa línulegu sem ofangreind formúla gefur.

Að sama skapi hljóta þá efri mörk fyrir aldur þess karls, sem kona má vera með, að vera:

(Eigin aldur)*2 -14

Ég hef enn ekki heyrt neina formúlu fyrir hvað karlar mega fara ofarlega eða hvaða reglur gilda um þetta í samböndum samkynhneigðra. Persónulega finnst mér ég ekki geta farið meira en eitt eða tvö ár upp á við en það eru sjálfsagt misjafnar skoðanir um það. Samkynhneigðir lesendur Skítsins geta svo kannski komið með innlegg varðandi regluna eins og hún snýr að þeim.

Einnig heyrði ég skemmtilega viðmiðun varðandi hæð para. Það er auðvitað alþekkt að konur vilja vera með mönnum sem eru hávaxnari en þær og eins held ég að flestir karlar vilji vera með lágvaxnari konum. Stærð- og fagurfræðingar hafa einnig leyst þetta vandamál að mestu með eftirfarandi reglu:

Líkamleg aðlöðun milli karls og konu verður hámörkuð, hvað hæð varðar, ef:

Hæð karlmanns = 1,09 * Hæð kvenmanns

Engin öryggisbil eru gefin varðandi þessa stærð og eftirlæt ég lesendum slíkt.

Nú er ég 24 ára og 182 cm á hæð. Þar með er það ljóst að hin fullkomna kona fyrir mig er 167 cm á hæð og á aldrinum 19-26 ára.

Góðar stundir.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Sterkur leikur hjá Framsókn

Ég vil þakka Framsóknarflokknum fyrir ráðningu nýs fréttastjóra útvarps. Ásamt Sjálfstæðisflokknum tókst honum að hunsa allar faglegar ráðleggingar um hæfni umsækjanda og ákvað að ráða góðvin nýju Framsóknarklíkunnar, Björns Inga, Magnússonanna og fleirra. Með ráðningunni hafa þeir enn og aftur bent á hversu auðvelt er að misnota ríkisútvarpið og það hversu mikilvægt er að koma því úr eigu ríkisins.

Ég skil Framsóknarflokkinn mjög vel í þessu máli. Hann hefur frá ómunatíð staðið fyrir eitt: Að halda völdum og nýta þau til þess að koma vinum og vandamönnum í embætti og gæta sérhagsmuna. Þetta er auðvitað algjörlega í takt við það, þarna er góðvini Framsóknarflokksins komið í fína stöðu þar sem hann getur endurgoldið greiðann með því að hafa græn áhrif á fréttaflutning ríkisútvarpsins. Það er græn skítafýla af þessu og núna í neikvæðri merkingu!

Ég veit ekki alveg hvað Sjálfstæðismenn eru að gera með þessu. Vel getur verið að þeir séu einfaldlega að leyfa Framsóknarflokknum að eiga þetta embætti gegn því að þeir fái það næsta. Hins vegar tel ég að margir Sjálfstæðismenn séu bara ánægðir með þessa ráðningu og þá reiði sem hún hefur vakið því með ráðningunni er ítrekað, eins og áður hefur komið fram, að mjög auðvelt er að misnota ríkisútvarpið á meðan það er í ríkiseigu. Þetta ýtir því undir málstað margra úr hægri armi flokksins sem lengi hafa viljað koma útvarpinu úr ríkiseigu. Pétur Blöndal var ekki lengi að tjá sig um málið á þingi í dag. Ég veit ekkert hvað honum finnst um ráðninguna sjálfa enda tjáði hann sig lítið um það en benti á það, glottandi við tönn, að ríkisútvarp verði alltaf undir valdi ríkisstjórnarinnar eins lengi og það er í eigu ríkisins.

Ég ætla ekki að eyða miklu púðri í að gagnrýna þá sauðheimsku ákvörðun borgarstjóra að ákveða að efna til lóðahappdrættis þar sem það hefur verið gert í ágætum Deiglupistli. Steinunn er annars að framleiða axarsköft í massavís þessa dagana. Ég hef sterklega á tilfinningunni að hún hafi verið sett í borgarstjórastöðuna til þess eins að klúðra málunum og tryggja að hún nái örugglega ekki endurkjöri á næsta ári. Það er eins og “félagar” hennar í R-listanum hafi bara ákveðið að draga sig til hliðar og horfa á hana hengja sig.

mánudagur, mars 07, 2005

X-F

Gemmér "F"! Gemmér "Á"! Gemmér "V"! Gemmér "I"! Gemmér "T"! Gemmér "A"! Gemmér "R"! Hvað er það? "Frjálsyndi flokkurinn"!

Ágætt að byrja pistilinn á málefnalegu nótunum.

Það hefur annars farið fram hjá fáum að flokkar halda nú landsþing sín eins og óðir væru. Frjálslyndi flokkurinn var grand á því og hélt sinn á Kaffi Reykjavík. Mig langar að taka fyrir nokkur af þeim atriðum sem þeim fannst ástæða að setja í stjórnmálayfirlýsingu þessa landsþings.

"Flokkurinn lýsir mikilli andúð sinni á ýmsum þáttum í framkvæmd einkavæðingar núverandi ríkisstjórnar. Frjálslyndi flokkurinn vísar með öllu á bug hugmyndum um einkavæðingu Landsvirkjunar og telur áform um sölu fyrirtækisins til útlenskra auðjöfra fráleit."
-Þetta er við fyrstu sýn alveg málefnaleg afstaða og ef menn hefðu ekki farið að bulla um einhverja útlenska auðjöfra hefði alveg mátt halda að þarna væri skynsamt fólk með ákveðna skoðun að tala.

"Frjálslyndi flokkurinn ítrekar þá afstöðu sína til Evrópusambandsins að aðild sé engan veginn tímabær. Kvótakerfi með frjálsu framsali útgerðar á óveiddum fiski getur ekki samrýmst aðild að Evrópusambandinu. EES-samningurinn virðist enn duga Íslendingum vel og þar eigum við sameiginlega hagsmuni með Noregi. Eftir inngöngu 10 nýrra aðildarríkja í Evrópusambandið er skynsamlegt að sjá hver þróunin verður. Meðan samstaða er um EES-samninginn milli Norðmanna og Íslendinga er ákvörðun um umsókn að Evrópusambandinu ástæðulaus."
-Fyrstu tvær setningarnar eru allt sem hér er ástæða til að lesa. Ha? Notar Frjálslyndi flokkurinn kvótakerfið til að vera á móti Evrópusambandi? En Frjálslyndir eru á móti kvótakerfinu. Eru þeir þá í raun hlynntir aðild að Evrópusambandinu? Þetta hljómar eins og einhver útgáfa af grískri þversögn.

"Frjálslyndi flokkurinn vill efla ríkisfjölmiðlana til styrktar móðurmáli og menningu."
-Ég sannfærist enn í afstöðu minni gegn ríkisfjölmiðlum fyrst Frjálslyndir eru hlynntir þeim.

"Þeim, sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli verði tryggt jafnræði í samfélaginu. Íslenska táknmálið verði formlega viðurkennt í stjórnarskrá Íslands til jafns við íslenskuna sem móðurmál. Þá leggur Frjálslyndi flokkurinn ríka áherslu á textun sjónvarpsefnis, til hagsbóta fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta, sem og útlendinga sem eru að læra tungumálið."
-Vel meint en samt svolítið barnalegt.

"Frjálslyndi flokkurinn leggur til að landið verði allt eitt kjördæmi og kosningaréttur jafn."
-Sammála

"Frjálslyndi flokkurinn hefur ávallt krafist aðskilnaðar ríkis og kirkju svo öllum trúfélögum sé gert jafnhátt undir höfði."
-Það var laglegt! Er ég kannski Frjálslyndur undir niðri?

"Frjálslyndi flokkurinn ályktar að verðtrygging verði með öllu afnumin. Nýleg dæmi sanna að umfram vaxtabyrði íslenskra fjölskyldna og einstaklinga er langtum hærri en þekkist í nágrannalöndunum."
-Nei, það gat ekki verið. Það er gott að vera frjálslynt kjánaprik. Þá getur maður bara sagt að peningar séu vondir og vextir séu verkfæri bankanna (skrifast héðan í frá djöflanna). Mér finnst leiðinlegt (einmitt) að eyðileggja frjálslyndu paradísina en það er sama hvað stjórnmálamenn reyna að afnema verðtryggingu. Verðtryggingin er ekki ástæða hás vaxtakostnaðar, hún er bara eitt form vaxtakostnaðarins. Staðreynd málsins er sú að það er ekkert mál að sleppa við verðtrygginguna á lánum ef maður vill, það verða þá bara hærri vextir. Þetta hlýtur að vera djöflunum að kenna, er það ekki? Neibb, það eru í raun tvennir aðilar sem ákvarða vexti: Seðlabankinn (sem reyndar heitir banki en getur vart talist sem einn af djöflunum) og fjárfestar, sem í aðalatriðum eru lífeyrissjóðir. Það eru í raun helst hinir útlensku auðmenn og erlendir djöflar sem hafa hjálpað við að lækka vexti til íslenskrar alþýðu. Gunnar "hinn margdæmdi" Örlygsson tók svo glæsilegt dæmi þar sem hann bar saman vaxtabyrði norskrar fjölskyldu (um 2,5-3% á ári) við íslenska (um 7,5-8% á ári) og fannst hann snjall. Hann gleymdi hins vegar að nefna að stýrivextir norska seðlabankans eru 1,75% en 8,75% vextir hjá þeim íslenska. Lykilatriði, Gunnar, að bulla ekki um það sem maður veit ekkert um.

"Frjálslyndi flokkurinn lýsir því yfir að hann muni leggja sitt af mörkum til að sem allra fyrst verði skipt um ríkisstjórn á Íslandi."
-Ég er nú ekki fullkomlega ánægður með núverandi ríkisstjórn en guð forði okkur ef Frjálslyndir verða í þeirri næstu.

Síðan hafði ég heyrt að þeir vildu stefna að 18-20 jarðgöngum á næstu árum en fann það því miður ekki meðal samþykktanna. Það hefði verið gaman að gagnrýna það.

Kjósum nú eitthvað annað en Frjálslynda næst.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Eru atvik slæm?

[Ég vænti þess síður að Tobbi muni skila pistli svo að ég ætla bara að kasta þessum fram í tilraun til að bæta fyrir slugsaskap síðustu tveggja vikna.]

Leiðtogi okkar allra, Jóhannes Páll páfi II. í Róm, hefur undanfarna daga átt við erfið veikindi að stríða. Það kemur víst fáum á óvart miðað við hvernig hann hefur komið fyrir sjónir undanfarin ár. Páfinn hefur enda ekki sloppið alveg áfallalaust í gegnum lífið, til dæmis lifði hann skotárás af fyrir um 20 árum. Þrátt fyrir andúð mína á trúarbrögðum hef ég fátt á móti páfanum sjálfum enda held ég að hann sé að gera sitt besta í því að reyna að vinna að friði og mannréttindum og óska honum bara alls hins besta.

Í umfjöllun um veikindi páfans kom fram að heilsa hans væri "góð eftir atvikum". Þetta heyrir maður oft þegar fólk hefur lent í slæmum slysum, aðgerðum eða veikindum. Að heilsa sé góð eftir atvikum þýðir að sjálfsögðu að miðað við það sem undangengið er þá sé heilsan bara nokkuð góð. Oft heyrir maður líka að líðan einhvers sé "eftir atvikum". Það þýðir þá að ástand sé í takt við þá atburði sem á undan eru gengnir. Yfirleitt er frekar neikvætt að heyra þetta.

Maður heyrir hins vegar aldrei að líðan einhvers sé "slæm eftir atvikum". Maður hlýtur að spyrja sig hvers vegna það er svo. Eru ekki til slík atvik að manni geti tekist að koma alveg ótrúlega illa út úr þeim miðað við hvað þau ættu að vera saklaus. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var að skera laufabrauð sem ungur drengur og ákvað að kanna hvort hnífurinn sem ég var að nota í verknaðinn væri ekki örugglega nógu beittur. Þar sem ég vildi auðvitað ekki skemma neina hluti ákvað ég að prófa að skera í þumalputtann og viti menn, hnífurinn var flugbeittur og ég þurfti að fara upp á slysó til þess að láta loka því djúpa sári sem ég hafði valdið sjálfum mér. Nú er spurningin, hvað var "atvikið". Ég myndi segja að í ljósi þess að ég var að skera laufabrauð væri líðan mín mjög slæm því almennt sleppur fólk býsna heilt út úr laufabrauðsgerð og því myndi ég segja að heilsa mín væri slæm eftir atvikum. Svo má auðvitað horfa á þetta frá hinni hliðinni og hugsa sér að í ljósi þess að ég hafði djúpan skurð á puttanum þá leið mér bara nokkuð í takt við það, mér blæddi duglega og fannst þetta bara helvíti vont. Því væri hægt að segja að líðan mín hafi verið eftir atvikum.

Þetta virðist því á endanum vera spurning um hvar maður velur núllpunktinn. Hefðin virðist vera að velja þann tímapunkt sem er hvað svartastur og miða við hann. Því á maður að skilja það að líðan sé "góð eftir atvikum" sem svo að viðkomandi hafi á einhverjum tímapunkti í náinni fortíð liðið nokkuð verr en nú. Ef heilsan er "eftir atvikum" er viðkomandi hins vegar í tómi tjóni, hefur ekki liðið verr í langan tíma og engin sérstök ástæða til að ætla að hann sé á einhverri uppleið.

Þar með virðast atvik vera, samkvæmt skilgreiningu, slæm og verri en allir aðrir tímapunktar í nánd við atvikið.

Ég vildi að það yrði tekin upp hefð að úr því að það á að vera að segja manni hvernig líðan einhvers miðað við undangengin "atvik". Ef viðkomandi datt á hjólabretti (sem virkar ekkert rosalegt) og tókst að brjóta á sér hálsinn eða eitthvað á bara að slengja því framan í mann að líðan hans sé bara helvíti slæm eftir atvikum.

Þá gæti maður að minnsta kosti staðið í þeirri trú að ekki væru öll atvik slæm. En ég fæ víst ekki að ráða öllu svo ég verð bara að lifa með þessari staðreynd lífsins.

Guð forði okkur frá atvikum.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Útlenska, sveiattann!

Í sumar háðu íslensku einkareknu sjónvarpsstöðvarnar einvígi um enska boltann enda er þetta með vinsælasta og skemmtilegasta sjónvarpsefni sem finna má á Íslandi. Orrustunni lauk með sigri Skjáseins sem hefur aldeilis nýtt boltann út í ystu æsar. Skjárinn hefur verið að sýna þetta 5-6 leiki í viku hverri og með samstarfi við Símann eru sýndir 8 leikir af 10 í umferð þegar best lætur. Þetta er að sjálfsögðu gargandi snilld. Til þess að stemma stigu við kostnaði hefur hluti leikjanna verið sýndur með enskum lýsingum. Þetta hafa fótboltaunnendur unað vel við og sumum finnst þetta jafnvel betra en íslensku lýsingarnar.

Nú hefur Þorsteinn Gunnarsson kært þetta með tilvísan í eina af þeim reglum sem eiga að vera til þess að vernda íslenska tungu en hún bannar að hafa ótextað erlent sjónvarpsefni á íslenskum sjónvarpsstöðvum. Þorsteinn er starfsmaður Sýnar, sem tapaði fyrir Skjánum í sumar í baráttunni um boltann. Það er helst tvennt í þessu sem fer illilega í taugarnar á mér.

Fyrra atriðið er það að sjálfsögðu sú staðreynd að þessar reglur séu til staðar. Þetta er fáránlegt í alla staði. Í fyrsta lagi er út í hött að það sé leyfilegt að senda boltann út án hljóðs en ekki með ensku spjalli yfir. Í öðru lagi eru auðvitað fullt af erlendum sjónvarpsstöðvum sem íslenskir dreifendur áframsenda til Íslendinga og ekki eru þær textaðar. Hvar er samræmið? Fyrir utan þetta er að sjálfsögðu fáránlegt að vera að banna fólki að gera það sem það vill svo fremi sem það gengur að engu leyti á rétt annarra. Það sem Mörður Árnason, sjálfskipaður verndari íslenskrar tungu nr.1, hefur um málið að segja er það að Skjáreinn sé nískur! Hann vill bara að Skjárinn pungi út nauðsynlegum peningi fyrir þessu ef hann vill sýna þetta. Á sama tíma er hann auðvitað fylgjandi því að fólk sé neytt til þess að greiða Ríkisútvarpinu hvort sem það horfir á það eða ekki og skemmir möguleika Skjáseins (og annarra sjónvarpsstöðva) á að afla peninga til þess að þeir geti hætt að vera nískir og borgi fyrir íslenskuna.

Seinna atriðið er þessi aumingjaskapur í Þorsteini og félögum. Þeir vita sem er að þeir geta engan veginn keppt við ensku kollega sína enda standa flestir íslensku lýsendurnir enskunum langt að baki. Eins og minni máttar gera oft þegar þeir lenda í slag sem þeir geta ekki unnið klagaði Þorsteinn í þann eina sem getur hjálpað honum í baráttunni gegn hinum hæfari. Það er reyndar spurning hvað íslenskuráð (eða hvað það nú heitir) segir um íslenskuna sem íslensku lýsendurnir beita fyrir sig. Þeir eru fæstir vel mælandi á íslenska tungu og hafa eflaust mjög skemmandi áhrif á æskuna sem er að leggja sig fram við að læra íslensku máltækin sem eru mörg svo ágæt. Svo man ég líka eftir því þegar Þorsteinn mælti svo skáldlega: "Þarna sveif Hermann [Hreiðarsson] eins og Heimaklettur". Ha?

Ég vona svo sannarlega að Skjárinn muni hafa betur í baráttunni framundan og þeir geti haldið áfram að sýna góðan bolta með góðum lýsendum.

Áfram Skjáreinn!

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Örviðtöl

Lengi hef ég verið uppiskroppa með umræðuefni hér á Sketunni grænu. Les blöðin eins og vitfirringur en finn ekki baun til að fjalla um. Maður er kannski ekki nógu einbeittur við þetta. Kannski farinn að eldast. Kannski maður sé orðinn svo ánetjaður launaðri vinnu að maður gerir ekki neitt nema fá borgað fyrir það.

Bjarni er eini sem heldur ótrauður áfram og á hann hrós skilið fyrir það. Ekki einleikið að vera með ritgerð á mánudagsmorgni vikulega. Nógu erfitt að sulla mjólkinni á Cherrios-ið án þess að allt fari niður á gólf.

Nema hvað.

Nú er mér er orðið sama um hverja einustu frétt í blöðum og sjónvarpi, er hættur að kippa mér upp við skoðanir vitmagurra stjórnmálamanna og er kominn í poppið. Öll lesendabréfin um láglaunaða útlendinga að Kárahnjúkum, utanríkismálanefnd Alþingis, hamfarirnar í Asíu og undirbúning íslenska handknattleiksliðsins fara beint í tunnuna.Horfi bara á E! og les bara fólk í fréttum, Fókus og F2. Eins og kelling sem hlustar bara á Bylgjuna.

Þá er ein tegund lesefnis sem ég hef sérstaklega gaman af að lesa og les af mikilli áfergju. Það eru örviðtöl. Þessi hérna, sjáiði til:

“Hvað ertu með í vasanum”? : Dæmigert svar: Lykla, tyggjó, bíómiða, visakvittanir
“Besta bók sem þú hefur lesið”?
“Kynþokkafyllsta kona í heimi”
“Á hvað ertu að hlusta”?
“hvað ertu að lesa”?
O.s.frv.

Þessi viðtöl finnst mér einna skemmtilegust og hvað mest upplýsandi um þann sem spurður er. Hreinlega skera úr um hvort viðkomandi sé fáviti eða bara þokkalegasta manneskja. Þessi örviðtöl eru a.m.k. miklu betri 4 síðna Mannlífsviðtöl um einhvað kjaftæði eins og leiðina að frægðinni, veikindin, móðurmissi, sorgina, skilnaðinn eða eitthvað álíka ömurlegt raus. Mannlífsviðtöl og opnuviðtöl í DV segja manni ekkert nema að viðkomandi hefur ekkert áhugavert að segja og er í tómu tjóni alla daga en tekur einn dag fyrir í einu.

Nú er ég orðinn svo mikill spekúlant að ég er farinn að brennimerkja fólk eftir því hvernig það svarar ákveðnum spurningum.

Dæmi 1
Ef stúlkukind (t.d. leikarastelpa eða hljómlistarkona) svarar eftirfarandi spurningu með eftirfarandi hætti:
“ Hver er besta bók sem þú hefur lesið? ”
Svar: Englar Alheimsins
þá hugsa ég með mér. Já sæll að hún hafi lesið þá bók, hvað þá haldið á bók almennt. Kannski séð myndina, en bókina? Ekki séns.

Dæmi 2
Ef karlmaður er spurður “hver er fallegasta kona sem þú hefur séð (fyrir utan maka)?” og hann svarar einhverju af eftirfarandi :

  • a) mamma
  • b) amma
  • c) tengdó

Þá er eftirfarandi einstaklingur

  • a) vangefinn
  • b) fífl
  • c) vangefinn
  • d) undir hælnum hjá frúnni og sambandið á bláþræði.

Dæmi 3
Ef einhver er spurður “Á hvað ertu að hlusta”?
og hann svarar einhverju af eftirfarandi :

  • a) Slowblow
  • b) Damien Rice
  • c) Tom Waits
  • d) Where´s my drumstick með Funky Chicken

þá er viðkomandi einstaklingur

a) að rembast b) illt í maganum c) með harðlífi.

Dæmi 4
Ef einhver er spurður “hvað ertu með í vasanum?” og “ógreiddir reikningar” kemur fyrir í svarinu þá er viðkomandi

a) leikari

b) tónlistamaður

c) að ljúga til að fólk haldi að hann sé a) leikari b) tónlistamaður c) töff.

Og svona gæti ég haldið áfram endalaust að dæma fólk eftir örviðtölum. Nú bíð ég bara eftir að vera tekinn í örviðtal af einhverju blaðinu til að ég geti svarað einhverju ógeðslega frumlegu. En það er einmitt það sem maður er alltaf að bíða eftir. Að einhver komi með ný svör við klisjukenndum spurningum. Einhver svari “No lettuce on my hamburgahh” með Double Cheeseburgah þegar hann er spurður “á hvað ertu að hlusta?” í stað þess að segjast vera að hlusta á nýju plötuna með Tom Waits, Slowblow, Sigurrós eða eitthvað annað jarm sem enginn nennir að hlusta á en allir segjast vera að hlusta.

Og svo búið.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com