Hverjum má ríða?
Kynhegðun er líklega eitt umdeildasta málefni sem þjóðfélög þurfa að glíma við. Lengstum hafa íhaldsöfl, yfirleitt trúarleg, ráðið almennum skoðunum og þeir sem hafa viljað víkja frá hinu almenna normi hafa farið illa út úr því. Enn eru til lönd sem grýta samkynhneigða og lausláta. Okkur Íslendingum finnst þetta auðvitað fáránlegt enda eru líklega fáir frjálslyndari í þessum málum en við. Samt sem áður náum við ekki því frjálslyndi sem hefur þekkst í sumum öðrum samfélögum. Í Grikklandi til forna þótti til dæmis ekki bara leyfilegt heldur smekklegt og ákveðið stöðutákn að eiga litla lagsveina að grípa í. Einnig er ég sannfærður, án þess að hafa dæmi um, að finna má einhverja menningu sem hefur álitið eðlilegt eða virðingarvert að hafa mök með einhverju dýri, helgu eða álíka. Því hlýtur maður að spyrja sig: Hverjum má ríða?
Á Íslandi er sjálfræðisaldurinn 18 ár. Það er útbreiddur misskilningur að sjálfráða einstaklingar megi ekki hafa mök við ósjálfráða einstaklinga. Þetta er ekki rétt heldur miðast "lögríða" við 14 ára aldur. Það er að segja að það er ekki refsivert að sofa hjá einstaklingi sem er 14 ára eða eldri, nema reyndar að hann sé náskyldur manni, stjúpbarn eða eitthvað í þá áttina. Ég vona innilega að þetta skilyrði hafi ekki áhrif á líf margra lesenda Skítsins. Einnig er fullþroska einstaklingum bannað að sofa hjá misþroska einstaklingum, óháð aldri. Ekki er bannað að sænga með einstaklingi af sama kyni eða sett takmörk varðandi fjölda sem hafa mök saman hverju sinni.
Þar með er það ljóst að samkvæmt lögum hefur fullorðið fólk nánast ótakmarkaðar heimildir til að sofa hjá öðrum, að því gefnu að það sé gagnkvæmur og frjáls vilji fyrir hendi. Þar með má fertugur maður sofa hjá 14 ára stúlku, jú eða pilti, án þess að það hafi nokkrar lagalegar afleiðingar. Hins vegar myndi þessi fertugi maður væntanlega lenda fyrir mörgum hornaugum ef hann færi að mæta með 14 ára stúlku upp á arminn í fjölskylduboð. Því er það greinilega ekki nóg að skoða lagaheimildir til þess að finna maka sem samfélagið er tilbúið að viðurkenna.
Þarna erum við komin með vandamál sem snýr í meginatriðum að aldri sem að sjálfsögðu er tilgreindur með tölum. Og þar sem tölulegt vandamál er fyrir hendi þar er líka stærðfræðingur að reyna að leysa það og viti menn, það er einhver snillingurinn búinn að leysa vandamálið og útbúa glæsilega formúlu sem menn geta bara stungið inn í og hætt að hugsa. Regla þessi er sem hér segir:
Karlar mega vera með kvenfólki sem er a.m.k. jafngamalt eða eldra en:
(Eigin aldur karlsins)/2 + 7
Nú brosir kannski einhver vantrúaður en formúla þessi er glettilega góð. Alltaf er gott að byrja á að gagnrýna svona formúlur með jaðargildum, sem í okkar tilfelli er lögríða-aldurinn 14. 14 ára piltur má samkvæmt þessu ekki fara niður fyrir 14 ára aldur, sem passar akkúrat við lagarammann. 16 ára strákur má vera með 15 ára stelpu og svo framvegis. Tökum eitt eldra dæmi: 40 ára má fara niður í 27 ára. Svo er ég 24 ára svo að ég má fara allt niður í 19 ára stúlkur. Enn sem komið er finnst mér formúlan svínvirka. Kannski má finna veikleika í henni þegar farið er að skoða mjög gamalt fólk. Er til dæmis eðlilegt að sjötugur maður sé með 42 ára konu? Ég hef persónulega litla skoðun á því ennþá en fyrir eldra fólk þyrfti kannski að koma með einhvers konar annarrar gráðu nálgun ekki bara þessa línulegu sem ofangreind formúla gefur.
Að sama skapi hljóta þá efri mörk fyrir aldur þess karls, sem kona má vera með, að vera:
(Eigin aldur)*2 -14
Ég hef enn ekki heyrt neina formúlu fyrir hvað karlar mega fara ofarlega eða hvaða reglur gilda um þetta í samböndum samkynhneigðra. Persónulega finnst mér ég ekki geta farið meira en eitt eða tvö ár upp á við en það eru sjálfsagt misjafnar skoðanir um það. Samkynhneigðir lesendur Skítsins geta svo kannski komið með innlegg varðandi regluna eins og hún snýr að þeim.
Einnig heyrði ég skemmtilega viðmiðun varðandi hæð para. Það er auðvitað alþekkt að konur vilja vera með mönnum sem eru hávaxnari en þær og eins held ég að flestir karlar vilji vera með lágvaxnari konum. Stærð- og fagurfræðingar hafa einnig leyst þetta vandamál að mestu með eftirfarandi reglu:
Líkamleg aðlöðun milli karls og konu verður hámörkuð, hvað hæð varðar, ef:
Hæð karlmanns = 1,09 * Hæð kvenmanns
Engin öryggisbil eru gefin varðandi þessa stærð og eftirlæt ég lesendum slíkt.
Nú er ég 24 ára og 182 cm á hæð. Þar með er það ljóst að hin fullkomna kona fyrir mig er 167 cm á hæð og á aldrinum 19-26 ára.
Góðar stundir.
<< Home