GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Sterkur leikur hjá Framsókn

Ég vil þakka Framsóknarflokknum fyrir ráðningu nýs fréttastjóra útvarps. Ásamt Sjálfstæðisflokknum tókst honum að hunsa allar faglegar ráðleggingar um hæfni umsækjanda og ákvað að ráða góðvin nýju Framsóknarklíkunnar, Björns Inga, Magnússonanna og fleirra. Með ráðningunni hafa þeir enn og aftur bent á hversu auðvelt er að misnota ríkisútvarpið og það hversu mikilvægt er að koma því úr eigu ríkisins.

Ég skil Framsóknarflokkinn mjög vel í þessu máli. Hann hefur frá ómunatíð staðið fyrir eitt: Að halda völdum og nýta þau til þess að koma vinum og vandamönnum í embætti og gæta sérhagsmuna. Þetta er auðvitað algjörlega í takt við það, þarna er góðvini Framsóknarflokksins komið í fína stöðu þar sem hann getur endurgoldið greiðann með því að hafa græn áhrif á fréttaflutning ríkisútvarpsins. Það er græn skítafýla af þessu og núna í neikvæðri merkingu!

Ég veit ekki alveg hvað Sjálfstæðismenn eru að gera með þessu. Vel getur verið að þeir séu einfaldlega að leyfa Framsóknarflokknum að eiga þetta embætti gegn því að þeir fái það næsta. Hins vegar tel ég að margir Sjálfstæðismenn séu bara ánægðir með þessa ráðningu og þá reiði sem hún hefur vakið því með ráðningunni er ítrekað, eins og áður hefur komið fram, að mjög auðvelt er að misnota ríkisútvarpið á meðan það er í ríkiseigu. Þetta ýtir því undir málstað margra úr hægri armi flokksins sem lengi hafa viljað koma útvarpinu úr ríkiseigu. Pétur Blöndal var ekki lengi að tjá sig um málið á þingi í dag. Ég veit ekkert hvað honum finnst um ráðninguna sjálfa enda tjáði hann sig lítið um það en benti á það, glottandi við tönn, að ríkisútvarp verði alltaf undir valdi ríkisstjórnarinnar eins lengi og það er í eigu ríkisins.

Ég ætla ekki að eyða miklu púðri í að gagnrýna þá sauðheimsku ákvörðun borgarstjóra að ákveða að efna til lóðahappdrættis þar sem það hefur verið gert í ágætum Deiglupistli. Steinunn er annars að framleiða axarsköft í massavís þessa dagana. Ég hef sterklega á tilfinningunni að hún hafi verið sett í borgarstjórastöðuna til þess eins að klúðra málunum og tryggja að hún nái örugglega ekki endurkjöri á næsta ári. Það er eins og “félagar” hennar í R-listanum hafi bara ákveðið að draga sig til hliðar og horfa á hana hengja sig.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com