GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Yfirlitsgrein

Eg aetla ekki ad gerast svo djarfur ad òska eftir frjàlsum framlogum enda vellaudugur dòsasafnari og raestitaeknir i hjaverkum. En likt og svo margir hafa bent à eru peningar ekki allt, sèr ì lagi thegar kemur ad thvi ad hrista pistil ùr ristli og hugmyndir eru fàar sem engar. Vil eg thvi her med oska eftir framlogum i formi hugmynda sem nyst gaetu i pistla frà lesendum sem senda mà à emilinn ellertg@hi.is.

Hingad til hefur verid nòg ad kveikja à sjònvarpinu, lesa blodin, fara ì bìò, kveikja à ùtvarpinu, horfa à vedurfrèttir, horfa à ìthròttafrèttir à rùv eda lìta à fìflin ì sìnu nànasta umhverfi og skella svo einhverju à skìtinn um thad sem fer i taugarnar a manni. En nù er svo komid ad nànast allt hefur verid tekid til umfjollunar. Daglegar athafnir eins og klòsettferdir, sturtuferdir, rakstur og prump eru uppurinn topic (thò enn sè af nògu ad taka i 'klòsettum hinna ymsu landa' à ferdalogum skitsmanna) og liggur vid ad madur fari ùt ad hlaupa eda ì sund à hverjum morgni til ad finna nyja adfinnsluverda hluti. En skitsmenn hafa yfirleitt ràd undir rifi hverju og er gaman ad ryna i hinar ymsu adferdir sem menn hafa (adalega sidustu vikur) til ad thefa upp efnivid i pistlasmidar.

Bjarninn virdist lida hvad minnst fyrir hugmyndaleysi, alltaf med pistlana a rèttum tìma, stafsetninguna pottthètta og heimildaskràr skv. handbòk um ritun og fràgang. Virdist hann leita hugmynda i sogu daganna hvar hann nàlgar sinn pistladag vid einhvern atburd i mannkynssogunni og ùtlistar svo skodanir sìnar à tilteknum atburdum. Oftar en ekki fylgja tillogur ad breytingum eda bryddad à àhugaverdum spurningum sem verda til umtals i hathroudu kommentakerfi skitsins.

Likt og merkustu listamenn sogunnar sem leitudu oft innblasturs i orvandi efni er Thorbjorninn farinn ad leita ì afengid eftir innspìrasjòn, draumsynum og stundum vandraedum sem hann ymist leitar skyringa à eda oskar adstodar vid ad leysa i pistlum sinum. Eins og hann komst ad raun um i sidasta pistli (hvar hann klessukeyrdi bil ommu sinnar og tyndi linsum haegri, vinstri) getur thetta verid dyrkeyptur innblastur og draumar fljott ordid ad martrodum med ofyrirsedum afleidingum.

Bjorninn er theim haefileika gaeddur ad geta skrifad baekur um thornandi màlingu og gert thad ad ahugaverdu ufjollunarefni. Honum vefst sjaldnast tunga um tonn. Hann veit ad frasognin skiptir meira mali en umfjollunarefnid. En thratt fyrir thad hefur hann stundum fundid sig a flaediskeri staddan og thurft ad grafa upp topic à òlìklegustu stodum. Oftar en ekki er nàdhùsid, hans heilaga hof, sà stadur sem hann thefar upp pistla en hryllingsmyndir hafa lìka verid hans sèrfraedisvid og ordid til ordaskaks a skitnum. Einnig er hann annar skitsmanna sem er svo lukkulegur ad eiga kaerustu og thvi audvelt fyrir hann ad finna einhver feminisk topic.

Sjalfur hef eg notid thess sidustu vikur ad bua a medal throskaheftra itala sem haegt vaeri ad gera heila thattarod um en eg hef farid sparlega i thad sokum fjarlaegdar theirra fra islenskum veruleika. Mitt helsta trix hingad til vid pistlasmidar er ad fara i bio og ymist drulla yfir eda lofsyngja thaer myndir sem madur ser. Sjalfum thykir mer thetta odyr og aum lausn en hey... allt er hey i hardindum.Smùt. Annars hef eg likt og fleiri gert mer mat ur pistlum annarra og er thessi pistill augljost daemi um thad en ef mer berast ekki einhverjar hugmyndir a naestu dogum verd eg ad fara ad gera eitthvad drastiskt til ad halda skrifum afram. Hugmyndir oskast.

Ritstjorinn Gudmundos hefur att undir hogg ad saekja sidustu vikurnar. Skippad tveimur pistlum med skommu millibili og stadid i orrahrid thess a milli. Gudmundur hefur lengi verid med ordheppnari monnum og thvi hefur mèr thott hann leggjast heldur làgt med thvi ad kòpera brandara ùr brandarabanka vinnustadar sins og klina a skitinn. Skamm, Gudmundur, madur skreytir ekki eigin husnaedi med annarra manna skit. En èg thykists vita ad thessi hegdan hafi stafad af flugthreytu og of storum skammti af olivuoliu (oliusturlun jafnvel) og framundan seu eitradir pistlar fra Ritstjoranum.

Thetta er ordid alltof langt en eg aetla enda a lettri stjornugjof med sma kommentum:

Dogville: *** besta Von Trier mynd sem eg hef sed, enda Myrkradansarinn omurleg og Brimbrjoturinn aegileg. Hef ekki sed fleiri myrkraverk thessa sèrvitrings. Her er hann ad gera sèerstaka en mjog goda hluti. Fèkk thvi midur ekki ad sja myndina i upprunalegri lengd (179 min) thar sem Von Trier vildi ekki lata hana fra ser til italiu i fullri lengd. Hun var tho alveg nogu long (149) og orugglega bara ahugaverdari fyrir vikid. En madur veit aldrei.

Love Actually: *** Kemur brosi a hvada thunglydissjukling sem er, upplifgandi romantisk gamanmynd sem erfitt er ad leidast a. Disaet vaemnin verdur dalitid yfirthyrmandi a koflum auk thess sem personur eru fullmargar en heildarsvipur er gòdur.

Farinn ad hlusta a Ja Rule...

mánudagur, nóvember 24, 2003

Gleðileg jól

Í dag er sléttur mánuður til aðfangadags sem markar upphaf jóla, á Íslandi að minnsta kosti. Jólin eru hátíð ljóss og friðar og allt það og eru þau haldin hátíðleg til þess að minnast fæðingu „frelsara vors”, Jesú Krists. Við minnumst þess þegar þrír „vitringar” eltu bjarta stjörnu og fundu ungbarn reifað og lagt í jötu og drógu þá skynsamlegu ályktun að þarna væri þeim frelsari fæddur. Þessa ágætu smásögu eftir guðspjallamanninn Lúkas hlustum við á og fyllumst von um að æðra máttarvald muni ávallt vaka yfir okkur og senda okkur eitt stykki eingetinn strákpjakk þegar syrtir í álinn.

Í seinni tíð hafa hinir veraldlegu þættir þó sett mark sitt æ meira á jólahátíðina og fyrir flesta kaupmenn er þetta besti tími ársins. Fyrir rithöfunda og bókaútgáfur mætti meira að segja ganga svo langt að kalla jólin eina tíma ársins eða því sem næst. Að sjálfsögðu er allra ráða leitað til þess að mjólka jólaspenann og flest finnst mér allt í lagi. Það er fínt að allt verði rauðleitt af jólaskrauti en það sem mér finnst verst við þetta er það að lengja jólatímabilið. Nú er eins og áður segir mánuður til jóla og samt sá ég fyrir um tveimur vikum síðan kókómjólkurfernu sem kenndi mér að segja „Gleðileg jól” á um 10 tungumálum. Ég er fróðleiksfús maður og tók þessum upplýsingum með þökkum en ég set spurningamerki við tímasetninguna. Þarf ég virkilega að kunna að óska fólki gleðilegra jóla á 10 tungumálum í fyrri hluta nóvember? Ýmsar verslanir setja líka upp jólaskraut snemma til þess að fá fólk í jólaandann og missa tökin á buddunni. Á Ítalíu er þetta meira að segja svo slæmt sums staðar að strax 1. nóvember fara jólaskreytingar upp (Ellert, geturðu staðfest þetta?). Ítalir eru reyndar bjánar upp til hópa og er þetta eitt birtingaform bjánaskapar þeirra. Hins vegar finnst mér að Íslendingar eigi að vera betri en svo að toga upphaf jóla langt aftur í haustið til þess eins að trekkja söluna. Mér hefur alltaf fundist jólastemmningin eiga að byrja í desember og miðað við það ætti jólaskraut ekki að fara upp fyrr en 1. desember. Reyndar er kannski betri tímasetning að ræsa jólaskapið við upphaf aðventu (sem er um 4 vikum fyrir aðfangadag). Biskup er á þessari skoðun og þar sem jólin eru að nokkru leyti kristin hátíð verður hans álit að hafa eitthvað vægi í þessu máli.

Annars eru jólin ágætur tími. Jólaljósaflóðið býður skammdeginu byrginn, hið rauðgræna jólaskraut gefur borginni lit og á góðum jólum fáum við snjó sem færir enn frekari birtu í bæinn. Svo hef ég mjög gaman að jólalögum sem byrja væntanlega að heyrast bráðlega og er ég meira að segja svo frægur að eiga hina ágætu safnplötu, „Pottþétt jól”. Jólaprófin eru reyndar umdeild sem gleðigjafi en fríið sem kemur í kjösogið er alltaf jafnvel þegið.

Þegar allt er saman tekið eru jólin ágætistilbreyting frá daglegu amstri. Þegar litið er burt frá gjafastressi og gráðugum kaup(þings)mönnum er lítið slæmt um jólin að segja. Maturinn er góður, þótt útlit sé fyrir að ég fái ekki rjúpuna mína þetta árið, og jafnvel sjónvarpsdagskráin verður þolanleg. Hvað sem trú og trúleysi líður eru jólin heppilegur hálfleikur í löngum íslenskum vetri sem ber að njóta eins og auðið er. Nú er bara að gefa sig barnslegri jólagleðinni á vald og vona að jólasnjórinn sýni sig þetta árið.

Fyrir þá sem vilja komast í jólastemmningun strax bendi ég á jól.is þar sem jólin eru gleðileg allan ársins hring.

Feliz navidad.

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Skeggraeda um skegg

Eg hef lengi velt fyrir thvi af hverju menn taka upp a thvi ad lata ser vaxa skegg. Aldrei hef eg sed nokkurn mann med toff skegg eda skegg sem er ekki eins og kukur i andlitinu a monnum. Sjalfur hef eg aldrei gerst svo roff toff ad lata mer vaxa skegg enda tadskegglingur med kalbletti i andliti. Myndi bara lita ut eins og Michael Moore og varla telst hann toff. Litum a helstu afbrigdin adur en vid forum i astaedur thess ad menn safna skeggi.

Eitt vidbjodslegasta skeggid i bransanum er hokutoppurinn. Hokutoppurinn litur ut eins og menn hafi dyft hokunni i u-hu lim og synt sidan bringusund a golfinu a einhverri rakarastofunni. Hefur alltaf langad til ad ganga upp ad thessum apakottum og spyrja af hverju i daudanum their seu med thennan skit i smettinu a ser. Aldrei thorad af haettunni vid ad vera barinn eda fa eitthvad huggulegt svar a bord vid “Thetta veitir konunni aukinn unad”.

Steiktasta skeggid i bransanum verdur ad teljast ‘kleinuhringurinn’. Thad er bara til eitt ord yfir menn med doughnut i andlitinu, halvitar. Their sem eru med kleinuhringinn eru yfirleitt einhverjir straklingar sem vilja lita ut fyrir ad vera eldri svo their geti farid a L.a. cafè eda Amsterdam og gert sig liklega vid eldri ofurolvi hefdardomur. Man ekki eftir theim manni med doughnut sem ekki var i urvalsdeild slefhausa.(Tolvugimp, bifreidaverkstaedisgimp, dyraverdir, starfsmenn skyndibitastada, gjaldkerar i bonkum, afgreidslupungar i sjoppum og stormorkudum etc.etc.)

Yfirvaraskeggid. Af einhverjum astaedum hefur thetta thott mjog toff sidustu misserin a islandi. Oll Sirkusdyrin hafa komid ser saman um einhverja keppni i flottustu hormottunni a Sirkus til ad fa mynd af ser i fokus og Undirtonum. Thykir thetta flippad kult og merki um mikinn toffleik. Get ekki tekid undir thad, thvert a moti lita flestir med hormottu eins og betlandi aumingjar eda russneskir hafnarverkamenn med hor.

Aetla ekki ad thylja upp fleiri afbrigdi en fara heldur ut i hugsanlegar astaedur fyrir frjalsum skeggvexti. Einhverjir kunna ad segja ad their seu ordnir svo threyttir a thvi ad raka sig. A bagt med ad trua thessu. A fjorda degi eru svo thjakadir af klada og pirringi i andliti ad fatt er betra en ad raka sig. Ad sama skapi ef menn eru med kleinuhring eda eitthvad annad tha eru menn ad snyrta einhverjar linur haegri vinsti i tima og otima svo their eru varla threyttir a rakstri.Einhverjir telja thetta toff. Their um thad.

Sjalfur hef eg lengi stadid i theirri tru ad monnum med skegg beri ekki ad treysta. Their hafi eitthvad ad fela. Og tha ekki bara andlitslyti eins og or eftir holgoma eda unglingabolur heldur eitthvad falskt. I thvi sambandi dettur mer i hug ad Saddam Hussein og Bin Laden og Arafat eru med skegg en leidtogar vesturlanda ekki (an thess ad vera ad taka einhverja afstodu med rikjum i thessum stridum). Ad sama skapi ma benda a ad leidtogar stjornarandstoduflokkana eru allir med skegg en stjornarflokkanna ekki (an thess ad vera med politiskan arodur).I thridja lagi ma benda a ad Jon Arnar er alltaf med eitthvad skitaskegg thegar hann keppir a stormotum svo her gaeti skyringin verid fundin a thvi ad hann drulli alltaf i sig thegar mest liggur vid. Paeling.


mánudagur, nóvember 17, 2003

Áfram Dallas

Keppni í bestu körfuknattleiksdeild í heimi er nú hafin enn á ný og eru flest lið búin að spila um 10 leiki. Eins og stendur lítur ekki út fyrir neitt annað en að Lakers-liðið frá borg englanna muni sigra deildina enn eitt árið. Þeir hafa verið í toppbaráttunni síðustu ár með tröllið Shaq og nauðgarann Kobe í fararbroddi og eru nú einnig komnir með gamlar kempur eins og Gary Payton og Karl Malone, sem var í mínu uppáhaldsliði, Utah Jazz (ég mun ekki reyna að verja það).

NBA-deildin hefur reyndar ekki átt upp á pallborðið hjá Íslendingum í mörg ár. Ég held að það séu hátt í 10 ár síðan ég horfði á leik í NBA í beinni útsendingu og almennar vinsældir körfuboltans eru litlar, sérstaklega ef borið er saman við enska boltann eða meistaradeildina. Hvers vegna að ræða um NBA í pistli? Jú, að sjálfsögðu vegna þess að strákurinn okkar, hann Jón Arnór, er farinn að "spila" með Dallas Mavericks.

Dallas hefur gengið ágætlega á þessu tímabili, búnir að vinna 6 leiki og tapa 4 og eru í öðru sæti í sínum riðli á eftir eldflaugunum frá Houston. Um Jón Arnór er aðra sögu að segja. ég fór á heimasíðu NBA og ætlaði að kíkja á record-ið hjá honum. Það er eftirfarandi:

Já, það var blanco. Gaurinn ekki búinn að spila einn einasta leik og ég held meira að segja að hann komist ekki einu sinni á bekkinn, ætli hann fái að sitja uppi í stúku? Þrátt fyrir það að hann sé aldrei með fáum við alltaf að vita hvernig Dallas gekk í síðasta leik, og að Jón Arnór hafi því miður ekki verið með. Þetta er týpískt frétt af íslenskum íþróttamönnum, XXXX gerði 1-1 jafntefli við YYYYY, ZZZZ var á bekknum en kom ekki við sögu í leiknum. Af hverju er verið að segja okkur svona fréttir? Ég er ekki að segja að það eigi að hætta að segja fréttir af Íslendingum í útlöndum en það verður a.m.k. að vera eitthvað almennilegt eins og að okkar menn séu að skora eða eitthvað. Það að Íslendingur sé á bekknum er ekki frétt og hananú. Upp með sokkana, Samúel og aðrir.

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Bogus

Gaman ad sja hverjir eru fyrstir ad kvarta thegar taeknilegir ordugleikar hrja skitinn en ekki leti skitaskrifara eda hugsanaleysi. Eg var med pistil snemma i morgun en blogger la nidri fra thvi klukkan 11 i gaerkveldi til hadegis i dag. Eg var farinn ur tolvuverinu klukkan 11 i morgun en buin ad gera mer serstaka 20 minutna ferd i naesta tolvuver nu 4 timum sidar til ad thjona lesendum. Ekki sed marga skitaskrifara leggja svo mikid a sig til ad bregdast ekki lesendum. Einhverjir (nefni engin nofn) hafa bara gefid skit i lesendur og latid tha bida i viku. Eg er ekki einn af theim. Svo her er pistillinn.

Sìdustu daga hafa borist aegileg tidindi frà ìslandi. Fòlk hefur sturtad nidur milljònum ì saenska pyramidafyrirtaekid SprinkleNetwork.Ahh, kemur. Aumingja folkid keypti einhver afslattarkort sem attu ad veita theim afslatt i sund, nokkur bakari og fleira gott vidsvegar um heiminn og eftir thrju ar atti folk ad fa peninga sina margfalt til baka.

"Ekkert mal, eg kaupi thessa hugmynd. Vedset husid, legg tiu millur i geimid.
List vel a thetta hja ykkur strakar. Hva, erudi saenskir? Mikid djofulli talidi goda ensku? Tjad var ekkert, èg thekki god vidskiptataekifaeri thear eg se thau. Sendid mer bara kvittunina i posti. Eg se ad thid erud bissì svo eg heyri bara i ykkur seinna. Okei, segjum thad."

Fyrir nokkrum arum kom islenskur madur sem seldi vorur i gegnum vorulista Costko. Auglysti hann vel og vandlega i frettabladinu. Folk trudi kauda. I theirrra augum leit Costco ut fyrir ad vera thrautreynt fyrirtaeki a svidi fjarmalaumsyslu og naut gridarlegs trausts i fjarmalaheiminum. Eina sem thu thurftir ad gear var ad senda 5000 kall i posti og tha varstu "deep in the money". En i ljos kom ad folkid hafdi verid blekkt af einhvrejum kòtiletturòna sem hafdi getid ser gods ords medal àvisanafalsrar thessa lands. "Hann var med bindi, thetta virsist alveg solid gaur."

Aumingja folkid. Eda ekki. Eg vorkeni thessu folki bara alls ekki. Folk sem vedsetur hus sin og steypir ser i skuldir ti lthess ad taka thatt is svona bulli a hreinlega ekki ad vera fjarrada, varla sjalfrada. Svo leikur thetta folk pislarvaetti i fjolmidlum, hropar "mamma, mamma!!!" og lygur thvi ad atvinnufjarestar hafi lika verid blekktir til thess ad thad liti ekki ut fyrir ad vera jafn heilasnautt og thad i raun er. Thetta folk a bara ad skammast sin.

For a Matrix 3 i gaer. Vard ekki fyrir vonbrigdum. Bjost vid argasta rusli med jogurti, bananahydum og ollu tilheyrandi. Fekk thad beint i augad. Hraedileg mynd. Vorkeni theim sem eiga eftir ad sitja undir thessu runki i ruma tvo tima. Betur heima setid en af stad farid. Mìg a hvern thann sem hropar thessar myndir sem nilld og meistaraverk. Set ** a thetta. BoTo ekki spyrja af hverju. Hvenaer koma Star Wars, LOTR, Spiderman 2 og fleiri godar? Get ekki bedid.

Einhver buinn ad sja Bad Boys II? Hvernig spyr eg, allir audvitad. Thokkaleg snilld. Martin Lawrence og Will Smith fara a kostum. Alveg frabaerir.Hvenaer kemur Bad BoysIII?

Bogus

Farinn i Brunch med collegunum....

mánudagur, nóvember 10, 2003

Ég spái

Nú eru rúm tvö ár frá árás Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin á tvíburaturnana í New York sem hratt af stað hinu fræga “Stríði gegn hryðjuverkum” sem Bandaríkjamenn heyja nú gegn hryðjuverkamönnum og öðrum illa séðum kauðum. Í fyrra var mikill ótti við endurteknar aðgerðir þann 11. september 2002. Bandarísk yfirvöld kepptust við að segja fólki að ekkert væri að óttast og yfirmenn flugfélaga flugu sjálfir flugvélum þann dag til þess að undirstrika öryggið. Raunin varð enda sú að ekkert gerðist. Svo leið og beið en þann 12. október réðust svo systursamtök Al-Qaeda, Jemaah Islamiyah, á sumardvalarstað vestrænna ferðamanna á Balí.

Milli 11. september 2001 og 12. október 2003 leið nákvæmlega 1 ár, 1 mánuður og 1 dagur. Hvort sem það er tilviljun eða ekki ætla ég hér með að setja fram nýja hrakspá og setja hræðslustimpil á 13. nóvember 2003, þ.e. 1 ári, 1 mánuði og 1 degi frá Balí-sprengingunni. Ég mæli þess vegna með því að fólk fljúgi ekki til London eða París þann dag og ef þið þekkið einhvern sem er að gera slíkt, bendið honum þá á þetta mynstur. Ég ætla ekki út úr húsi þann dag (reyndar af öðrum ástæðum, en samt).

Fyrst ég er byrjaður með pælingar um hvað gæti gerst í ókominni framtíð er ég að hugsa um að gefa þér, lesandi góður, peninga í formi upplýsinga sem ég hef en ekki margir aðrir. Ég veit nefnilega ef Arsenal er einu marki undir í hálfleik í ensku deildinni þá borgar það sig að veðja á þá. Hár stuðull er á slíku veðmáli en reynslan sýnir að Arsenal er comeback-lið. Ég gerði þetta reyndar bara einu sinni síðasta vetur (og vann þá) en endurtók leikinn síðastliðinn laugardag. Ég setti $15 á Arsenal þegar þeir voru 0-1 undir gegn Tottenham og viti menn, þeir unnu 2-1 og ég fékk $39 sem þýðir $24 í gróða. Það gera um tvær kippur eða tvo Style-a eða tvær bíóferðir eða hvernig sem menn vilja mæla það.

Með þessum pistli hef ég því bæði bjargað mannslífum og gefið öllum sem nenna að lesa sinn skít fullt af péning. Verði ykkur bara að góðu, það var ekkert.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Sma uttekt (ekki taemandi thò) à Betlurum

Her i Milano er ekki thverfota fyrir betlurum og heimilisleysingjum. Her er had blodug baratta um hverja einustu gangstettarrist sem blaes heitu lofti ur lestargongunum og ekki oalgengt ad fleiri en einn sofi a somu ristinni. Ekki laust vid ad madur spyrji sig hvadan thetta folk komi og hvort thad eigi ekki einhverja fjoskyldumedlimi sem hugsanlega gaetu reddad theim sturtu og jafnvel ristudu braudi. Ekki edlilegt astand i augum Islendingsins sem taldi boskarana a Strikinu eiga bàgt. En eflaust eru astaedur ad baki ogaefu thessa folks jafnmargar og utigangsfolkid ad tolu og fyrir longu fokid i flest theirra skjol. En folkid situr ekki adgerdalaust og starir a gotuna heldur reddar ser nokkrum glosum af McDonalds og tekur til starfa. Er mjog athyglisvert ad fylgjast med hinum fjolmorgu adferdum sem folkid beitir til ad afla ser salti i grautinn er eftirfarandi sma uttekt a nokkrum theirra.

Klassiski Betlarinn: Klassiski betlarinn er yfirleitt limalaus, lamadur eda farlama einstaklingur sem situr sem naest hann ma vid fjolfarna verslun eda verslunargotu. Ef hann er buinn ad vera lengi i bransanum tha er hann med nett skilti sèr vid hlid sem lysir adstaedum hans og a ad vekja samud samborgara. Thessi skilti eru tho dalitid ofmetin thvi hinn daemigerdi turisti getur yfirleitt ekki lesid skiltid og ser sig thvi sidur knuinn til ad lata aur af hendi. En hinsvegar getur tannleysi eda godur leppur fyrir odru auga getur gert ‘gaefumuninn’ fyrir tekjuoflun thessara einstaklinga. Thad er tho ekkert gefid i thessum efnum. Sjalfur er eg ekki mjog gjarn a ad leggja aur i glos thessarar tegundar betlara en thad kemur tho fyrir.

Sigauninn: Thessi var nyr fyrir mer her i Milano. Thetta folk virdist yfirleitt nokkud heilsuhraust, dalitid illa tennt og med skitugt har, en annars er thad bara saemilega klaett og nokkud hresst. En their hafa leidinlega fjaroflunaradferd. Ganga bara a eftir manni, pikka i mann og spyrja hvort madur eigi klink aflogu. Thetta er nàttùrulega otholandi og kemur oordi a hinn daemigerda betlara. Thessu folki gef eg aldrei neitt enda se enga greinilega astaedu til. Folk med fulla heilsu a bara ad fa ser vinnu, ekki satt?

Betl i nafni samtaka: Her tekur thridji adili, yfirleitt einhverjir malgladir einstaklingar, (tho stundum mal- og heyrnarlausir en vandast tha malid), sig til og utbua girosedla eda eitthvad glingur sem their selja i nafni einhverra samtaka sem hljomar eins og thad gaeti vel verid til. Thessa adferd thekkja flestir Islendingar enda ordnir vanir ad fara til dyra a matmalstimum til ad opna, segja “nei takk, ekki nuna” og loka. Heima a Islandi hef eg einstaka sinnum latid 500 kall renna i bauk thessara adila i stadinn fyrir happdraettismida en her uti er thad ekki sèns. Mer skilst nefnilega ad morg helstu hrydjuverkasamtok heims hafi notad thessa adferd til fjaroflunar og peningathvaettis med mjog godum arangri og engin trygging er fyrir thvi ad madur se ad hjalpa malstadnum med sinum fjarframlogum.

Tonlistarmadurinn: Thetta eru minir menn. Redda ser einhverju hljodfaeri, pikka upp einhver vinsael log og byrja ad trylla lydinn. Svo eru sumir med frumsamid stuff sem er lika bara fint (a eg tha ekki vid pan-pipe indjana eda adra listamenn med kasettur til solu). Sa mann her um daginn i hjolastol sem var buinn ad redda ser leikfangaskemmtara. Kunni ekkert a hann. Ytti bara a eitt af 3 demologunum, slefadi sma a bringuna a ser, og thottist spila. Konan hans sa um ad dansa taktlausa dansa vid login, hoppa stoku sinum og taema hattinn. Helviti snjallt. Gef tonlistarmonnunum yfirleitt eitthvad, annars vegar fyrir sjalfsbjargarvidleitni og hinsvegar fyrir skemmtunina.

Frumlegastu betlararnir sem eg hef sed hingad til eru dufnaprangararnir. Koma ser fyrir a sigildum dufnatorgum hvar yfirleitt eru brunnar og bekkir og mannmergd mikil. Eru med hnefastorapoka fulla af dufnakorni sem dufurnar saekja i eins og my a mykjuskan. Ganga their rosklega i attina ad akfeitum Bandarikjamonnum med mittistoskur og leggja dufnapokana opna i lofa theirra. Radast tha dufurnar i tugatali a akfeita turistann med svitapollana undir brjostunum, setjast a bada handleggi hans og byrja ad borda. Saklaus turistinn getur sig hvergi hreyft, skelfur af hraedslu med ullandi lort a leid i brok og dufnaprangarinn segist ekki losa hann vid dufurnar nema gegn gjaldi. Hef eg sed fjolmarga thurfa ad lata allt ad 5 evrur af hendi til thessara manna sem thykir vist bara thokkalegt timakaup ad Karahnjukum. En sjalfur hefur madur sloppid og fordast nu flest thau torg hvar dufur dvelja.

Thetta eru adeins nokkrar af theim fjolmorgu adferdum sem folk hefur til fjaroflunar. Hef undanskilid teiknarann, myndastyttumanninn, skakmanninn og spilagaldramanninn, svo einhverjir seu nefndir. Tel okkur islendinga bara nokkud goda ad hafa ekki betlara vid serhvern budarinngang. Tho sumir hafi akvedid skemmtanagildi og auki a mannlifsfloru er seint haegt ad segja ad thetta folk se samfelogum sinum til prydi, nicht war, oder?

Farinn a fund.......

mánudagur, nóvember 03, 2003

Kynlífspistill vikunnar

Í commentum eins pistilsins fyrir helgi voru pistlahöfundar skítsins hvattir til þess að deila kynlífsreynslu sinni með lesendum. Að öllu jöfnu myndi ég ekki gera það en atburðir helgarinnar valda því að ég finn mig knúinn til að mæta þörfum lesenda.

Þannig vildi nefnilega til að á síðasta föstudag fór ég í svokallaða haustferð Vélarinnar sem er óvissuferð og felur í sér þó nokkra drykkju. Ég sem góður og gegn borgari lét að sjálfsögðu ekki mitt eftir liggja og reyndi að hjálpa til við drykkjuna eftir fremsta megni. Það leið á kvöldið og fólk hresstist stöðugt. Að lokum var haldið í höfuðstaðinn á ný og var liðinu hent á Hverfisbarinn. Það er nú ekki alltaf sem ég fíla mig þar en þegar svo langt var liðið á kvöldið var minns orðinn nógu drukkinn til þess að njóta stemmningarinnar óháð stað. Þá missti heilinn völdin til snöggtum minna líffæris og ég hóf leitina að tilvonandi eiginkonu minni. Fæstar stúlkur sem stigu inn á HB þetta kvöld fóru varhluta af þessum tilburðum mínum en árangurinn var ekki í takt við erfiðið, að minnsta kosti ekki fyrr en ég fór að dansa. Dansinn er ein mín sterkasta hlið og var ég oft nefndur Travolta tíunda áratugarins á meðan hann var og hét (10. áratugur þ.e.a.s.). Ég dansaði í áttina að tveimur stúlkum, takturinn lék um mig og þrátt fyrir að önnur þeirra reyndi að hylja aðdáun sína sá ég að hin var ekki svo sterk. Ég laumaði þá að henni einum af mínum gullnu fimmaurum, hún þóttist ekki hlæja en ég vissi betur. Svona hélt þetta áfram í eins og þrjú lög. Þá spyr mín spurningarinnar sem allir karlmenn vilja heyra: “Hefurðu farið í threesome?” og lítur á vinkonuna sem nú er orðin öllu jákvæðari í minn garð. Ég missti að sjálfsögðu andlitið, kleip mig í bak og fyrir til þess að sannfæra mig um að þetta væri að gerast. Spyrjandinn hefur væntanlega áttað sig á því út frá viðbrögðum mínum að svarið við spurningunni var líklega nei og spurði þá hvort ég vildi prófa. Ég ljómaði að sjálfsögðu allur eins og feitt barn í súkkulaðiverksmiðju og fyrr en varði var ég kominn inn í leigubíl milli tveggja gullfallegra (a.m.k. í minningunni sem er að vísu örlítið móðukennd sökum ölvunar) stúlkna á leiðinni í heimahús. Svo komum við heim til þeirrar sem hafði spurt mig hinnar gylltu spurningu og fórum inn. Kossaflens frá því í leigubílnum hélt áfram og fljótlega vorum við komin í stórt og myndarlegt rúm og fötum fór þá að fækka. Þá fóru hjálpartæki skyndilega að birtast og ég áttaði mig á því að þetta var ekki í fyrsta skipti sem stöllurnar höfðu leikið þennan leik. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að snúa mér í þessu máli enda aldrei þurft að þóknast tveimur í einu áður. Þær voru þó viljugar að kenna og ég komst fljótt upp á lagið með þetta. Ég ætla ekki að fara út í frekari smáatriði en leikurinn var endurtekinn morguninn eftir þrátt fyrir þó nokkra þynnku. Svona lagað gerist nú ekki það oft að maður geti leyft sér að láta þynnku hindra sig!

Ég vona að þessi saga hafi svalað þyrstum lesendum Skítsins að einhverju leyti og mæli eindregið með því að kynbræður mínir reyni eitthvað svipað í framtíðinni. Að lokum skal það tekið fram að nánast allt sem hér að ofan er ritað er uppspuni og skáldskapur sem eingöngu var ætlaður til skemmtunar en hefur ítið sem ekkert sannleiksgildi. Vonandi hafði fólk þó gaman að á meðan blekkingin entist.

Góðar stundir.


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com