GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

mánudagur, desember 29, 2003

Einhleypingalaus ritstjórn 2005

Nú er árið 2003 senn liðið í aldanna skaut og litlar líkur á því að það komi nokkurn tímann aftur. Margt hefur á daga ungs drengs drifið og nokkuð hefur runnið í reynslubrunninn. Námskeið í verkefnastjórnun var ein þeirra linda sem brunnurinn þáði úr þetta árið, þótt reyndar væri það reynsluflóð fremur mælt með dropateljara en stórvirkari mælitækjum. Feitasti dropinn þar var uppgötvun markmiðasetningar.

Að setja sér markmið er góð skemmtun og það eitt að stefna að metnaðarfullu markmiði getur skilað merkum árangri jafnvel þótt markmiðinu sjálfu sé ekki að fullu náð. Markmiðum er ætlað að halda þeim er þau setur við efnið og viðhalda einbeitingu og aðgerðum til þess að ná árangri. Markmið þurfa að sjálfsögðu að vera raunhæf en æskilegt er þó að þau séu metnaðarfull og ekki auðnáanleg.

Þessi umræða mín um markmið er ekki bara út í bláinn. Staða ritstjórnar Skítsins er nefnilega þannig að þrátt fyrir mikla rithæfileika, kímni og aðra kosti hafa aðeins 40 hundraðshlutar hennar landað maka, hinir 60 standa enn með stöng og beita. Þrátt fyrir einstaka nart hefur okkur í kvenlausa meirihlutanum enn ekki tekist að lokka neina golþorska á okkar öngla. Málið er nefnilega að við dorgum á bakkanum. Við hættum okkur ekki út í iðuna og sveiflum beitunni í kringum nef bráðarinnar. Það vantar viljann, það vantar áræðni, það vantar markmið.

Því mælist ég til þess að nýársheit verði strengd og markmið sett um komandi veiðiár. Nú eru rúmir tveir sólarhringar til stefnu og hvet ég einhleypinga innan ristjórnar jafnt sem utan að stinga höfðinu á rakan stað og ákvarða persónulegt aflamark áður en árið 2003 rennur sitt skeið og ólympíuárið 2004 tekur við kyndlinum.

Grunnreglan í þessum efnum er að setja sér mælanleg markmið. Hver og einn verður að ákvarða hvað hentar honum en eðlilegast er að binda markmiðasetningu við ákveðinn árangur á ákveðnu tímabili, t.d. mánuði. Að loknu hverju tímabili er svo litið til baka, árangur borinn saman við markmið og kannað hvað vel var gert og í hvaða göt þyrfti að stoppa. Misjafnt er hversu opinber mönnum þykir markmiðin þurfa að vera. Ég tel að markmiðin séu best geymd á blaði í læstri skúffu sem aðeins markmiðasetjandi hefur lykil að, þau eru aðeins sett til að þjóna setjanda sínum.

Aðalatriðið er að guggna ekki á markmiðasetningunni. Með henni eru völdin fjarlægð úr titrandi höndum þess er flýtur að feigðarósinum og sett í járngreipar hins sem berst upp strauminn. Vinur minn og félagi, Jesús Kristur, var eitt sinn staddur á fjalli og mælti: „Leitið og þér munið finna, biðjið og yður mun gefast, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða.” Ef við sleppum bænahlutanum þá hitti kauði naglann á höfuðið, með seiglunni hefst það. Upp með sokkana, einhleypingar. Vettlingatök eru hér með útlæg ger.

fimmtudagur, desember 25, 2003

Gleðileg jól
Gleðileg jól kæru lesendur. Nú loksins er maður kominn heim eftir óvenju þægilegt ferðalag frá Mílanó til (Minsk, kallinn!) Keflavíkur. Lenti vél Iceland Express á Þorláksmessukvöldi, klukkan 23:50. Tók maður tollinn sinn, skautaði upp í bílinn, blístraði á skrílinn og hélt heim. Veðurguðirnir minntu á sig með blindhríð á Keflavíkurveginum en Flugrútan sér um sína og ók á “full steam” gegnum sviptivinda og skafrenning.

Björn minntist á kúnstina að halda fölsku brosi þegar kemur að því að opna pakkana. “Heyyyyy mikið er þetta sniðugt, get örugglega notað þetta einhvern tíma”
Einhvern tíma og einhvern tíma. Eða ekki. Þessi leikur var mun erfiðari er maður var yngri, enda kröfur manns utan allra velsæmismarka. Í dag er manni slétt sama hvað maður fær svo fremi sem það sé ekki eitthvað algert skran eins og sprittkerti eða eggjabikar. Maður er umfram allt glaður fyrir að geta troðið í sig sem mestu af kræsingum, legið uppí sófa, sötrað jólaöl, maulað konfekt, lesið bækur eða horft á DVD. Jólin eru einmitt kjörtími fyrir DVD myndir. Enginn hringir í mann, ekkert Fólk með Sirrý í sjónvarpinu sem mamma þarf að sjá og engin sól sem skín á skjáinn hjá manni. Allt í góðum gír. Þetta er tíminn til að horfa á langar og sígildar myndir, Godfather þríleikinn, JFK, Das Boot, Casablanca, Chinatown ofl. svo ekki sé minnst á Tailorinn.

Jólin eru líka sá tími sem afgangarnir eru alveg viðbjóðslega góðir. Upphitaður jólamatur er tvímælalaust besti morgunmatur sem völ er á. Dæmigert að vakna klukkan 11, liggja í móki og prumpa í sængina í tvo tíma eða svo á meðan maður les fyrstu 100 blaðsíðurnar í jólabókinni. Síðan veltir maður sér fram úr rúminu,trítlar að ísskápnum, tekur fram afgangana, skóflar á disk, hitar upp sósuna og hleður svo í sig öllu gúmmelaðinu eins og villimaður. Að lokinni máltíð silakeppast maður svo aftur upp í rúm og leggur sig eins feitur selur á sólarströnd. Alger toppur.

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, enda garnir farnar að gaula. Þær vilja meira.Við hæfi að óska lesendum gleðilegra jóla, næsti pistill verður á nýju ári svo ég þakka líka fyrir mig árið 2003 og bið alla vel að lifa. Góðar stundir.

mánudagur, desember 22, 2003

Skammur dagur

Þegar þessi pistill er skrifaður er stysti dagur ársins, 21. desember, senn á enda. Sól var á lofti frá kl. 11:21 til kl. 15:30 í Reykjavík í dag, sem gerir rúmar fjórar klukkustundir af dagsbirtu. Það þýðir hátt í 20 klukkustundir af myrkri. Ekki bjartir tímar fyrir skammdegisþunglynda. Reyndar hef ég heyrt að Íslendingum sé síður hætt við skammdegisþunglyndi en öðrum. Það mætti skýra skv. Darwin með því að hinir svartsýnni hafi nú þegar útilokað sig frá þátttöku í lífinu, annaðhvort með töku á eigin lífi eða vegna skammdegisaumingjaskaps sem hefur leitt til dauða í erfiðri lífsbaráttu Íslendinga til forna. Raunar er alveg óskiljanlegt að nokkur maður hafi nennt að þrauka veturinn á þessu guðsvolaða landi án þess að sjá handa sinna skil hálft árið.

Sem námsmaður hef ég þó alveg misst af desemberskammdeginu vegna próflesturs og sýti ég ekki þann missi. Nú eru líka jólaseríur víða komnar upp sem ásamt snjónum veita birtu inn í sálina á þessum myrku tímum. Hins vegar mun skammdegisþunglyndið væntanlega kikka inn þegar jólum lýkur, seríur fara aftur inn í bílskúrana og skólinn hefst á ný. Janúarveðrið klassíska, rok og kuldi gerir líka lítið til að lyfta geðinu.

Því legg ég til að menn nýti jólin til að safna upp varaforða af geðheilsu og jákvæðni sem ganga þarf á þegar þorrinn fer að nálgast. Svo má líka alltaf hugga sig við það að botninum er náð, dagurinn lengist bara héðan í frá.

Að lokum vil ég benda ManU-áhangendum á það að daginn verður aftur farið að stytta þegar Rio nokkur Ferdinand kemur aftur úr leikbanni. Kannski Rio flýji skammdegið og skelli sér í 8 mánuðina til Rio de Janeiro.

Gleðileg jól.


fimmtudagur, desember 18, 2003

Kill Bill (volume 1) ****

Thykist vita ad myndin Kill Bill se buin ad vera allengi islenskum kvikmyndahusum og flestir sem baru dyrdina augum seu threyttir a umfjollunum um hana. Mer er slett sama og aetla ad taka thessa mynd fyrir i smaatridum, eda naestum thvi.

I minum huga er myndin ’oskrandi gedveiki’ hvernig sem menn tulka thad. I Kill Bill gefur ad lita brjàlada liti, brjàladar konur, frussandi blòd, fljùgandi hofud, japanska bardagalist, japanska teiknimynd jafnvel japanska skolastulku, olinulegan soguthrad, thunnan soguthrad, en feita frasogn og frabaera framsetningu vid undirleik kung fu rapparans Rza og fleiri godra undirleikara.

Og oll smaatridin. Hef ekki sed jafn mikid af 'toff' smaatridum sidan i Mulholland Drive Davids Lynch. Smaatridum sem soga mann inn i myndina og auka a ahrif. Smaatridi sem fa mann til ad hugsa hvad eftir annad,: ”djofull er thetta toff”. Eg nota ekki ordid toff mjog oft. Thad thykir vist ekki toff i notkun.Menn eru of toff fyrir thad. En toff er thad eina sem mer kemur i hug thegar thessi atridi verda fyrir augum manns. Nefni nokkur:

-Sidustu ord Brudarinnar adur en hun er skotin i hofudid.
-Ledurolin(naesta tiskufyrirbrigdi?, madur spyr sig) um haegra laeri The Bride (Umu) a.k.a. The Black Mamba, sem tryggilega festir svedju hennar adur en hun blòdgar Vernitu Green a.k.a Copperhead.
-Stàlkùla Go Go Yubari, gedsjùku tàningsstùlkunnar sem gaetti O-Ren Ishii (Lucy Liu) a.k.a Cottonmouth. (Skemmtilegur Odd-Job effect a stalkulunni.)
-Kraekklottar taer Umu Thurman (ekki mjog toff)
-Solgleraugun a maelabordi loggunnar
-Buck who came to fuck
-Vorumerki Hattori Hanza, senuthjofs arsins fra Okinawa.
-Nafnid Bill a servèttunni sem Bill notar til ad thurrka blodid framan ur Umu adur en hann skytur hana i hofudid.
-"I want him to know what I know. I want him to know I want him to know. And I want them all to know they'll all soon be as dead as O-Ren."
-Mosquitofluga sem vekur Umu med stungu sinni.
-Kastaniettudrifinn flamengotakturinn sem markar upphaf uppgjors The Black Mamba og Cottonmouth.
-Hringspark i sigarettustubb
-Hvitur jakki Daryl Hannah med àteiknada beltinu.
-Augnleppar Daryl Hannah.
-Graenn hringur Bills er hann handleikur sverdid og afturkallar mordid a Mombuni.
-Sidustu ord Bills i lok myndar

...long upptalning en alls ekki taemandi. Reyfaraformid olinulega sem nu er einatt kennt vid Tarantino er a sinum stad og samtol avallt skemmtileg, tho ekki jafn safarik og i fyrri myndum Tarantinos. Likt og Mulholland Drive er Kill Bill "all storytelling and no story" eins og Ebert ordadi thad svo agaetlega. I lok myndar var ekki sem 115 minutur hefdu lidid og thotti mer haett full snemma. Myndin var rètt ad byrja. Thykist eg fullviss um ad skipting myndar i tvo hluta med longu hlei eydileggi moguleg àhrif seinni hlutans og thar med heildarmyndar sem er synd og skomm thvi fyrrihluti er alveg solid shit. A eg erfitt med ad trua thvi ad thetta se listraen akvordun Tarantinos. Sem minnir mig enn og aftur a eydirleggingarmatt hlèa ì kvikmynadhusum Islands hvar allar myndir eru svìvirtar med hlèum fyrir offitusjuka Islendinga med flodskitu.

Kill Bill er sannarlega mynd eftir Tarantino en thad er modgun vid manninn ad kalla thetta damigerda Tarantino-mynd. Hann hefur agerlega toppad sjalfan sig med thessari mynd, kominn a haerra plan. Auk thess sem buid ad gengisfella nafn hans med thvi ad klina thvi i auglysingar à omurlegum myndum eins og Boondock Saints og Brother og fleiri B-myndum sem hafa ekkert med goda kvikmyndagerd ad gera.

Ok, segjum thad, bless.

Farinn à Kùluvarpsaefingu.

mánudagur, desember 15, 2003

Hagsmunapotarar athugið!

Helgina 19.-21. desember næstkomandi verður haldið ársþing Samtaka hagsmunapotara. Þar verður margt á boðstólum og ber helst að nefna fyrirlestra um helstu þætti hagsmunagæslu svo sem gæsla sérhagsmuna og eiginhagsmuna.

Fyrirlesarar í sérhagsmunapoti verða tveir að þessu sinni. Þingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson (B) verður aðalfyrirlesari og kollegi hans Einar Oddur Kristjánsson (D) verður honum til innan handar ef áhugamenn um almannahagsmuni skyldu mæta á svæðið. Þeir hafa unnið sérstaklega vel að hagsmunum smábátasjómanna á Vestfjörðum og eru í þann mund að ná línuívilnun í gegn. Þetta telst mjög gott hagsmunapot, sérstaklega í ljósi þess hve hagsmunahópurinn er lítill.

Þingkonan Drífa Hjartardóttur (D) verður svo með byrjendanámskeið í eiginhagsmunagæslu. Drífa hefur barist hart fyrir ríkisstyrkjum til sauðfjárbænda enda sauðfjárbóndi sjálf auk alþingismannsembættisins. Drífa vakti athygli hagsmunapotara um land allt er hún var búin að missa öll rök fyrir máli sínu og kenndi svínabændum (sem lepja dauðann úr skel) um slæma stöðu sauðfjárbænda þar sem þeir selja einnig kjöt.

Framhaldsnámskeið í eiginhagsmunapoti verður svo gestafyrirlesarinn Silvio Berlsuconi með. Hann hefur náð afskaplega góðum árangri í greininni, er við það að vinna eiginhagsmunum sínum hærri stall en almannahagsmunum ítölsku þjóðarinnar og er það sérstaklega vel af sér vikið.

Síðasti fyrirlesarinn þetta árið er svo Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, en hann verður með fyrirlestur um ræktun hagsmunapotara en hann hefur lagt sitt af mörkum til þess að ýta undir hagsmunapot þingmanna og skammaði t.d. þingmanninn Jóhann Ársælsson fyrir að styðja ekki styrki til sauðfjárbænda jafnvel þótt Jóhann væri úr “sauðfjárræktarhéraði”.

Að loknum fyrirlestrum mun svo Árni Johnsen, stofnandi samtakanna, vera með skemmtiatriði.

Þá má geta þess að Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings-Búnaðarbanka, mun árita bók sína, “Báðum megin við borðið” milli kl. 16 og 18 á laugardeginum.

Aðgangur er ókeypis fyrir meðlimi, en aðrir geta komist inn fyrir 2.500 krónur eða einn greiða sem samtökin munu þá eiga inni hjá viðkomandi.

P.S.

Þegar þessi dagskrá var undirbúin var frumvarp um eftirlaun þingmanna og ráðherra ekki komið fram. Í ljósi þess hefur áhugi vaknað innan Samtakanna að fá fyrirlestur í flokkshagsmunapoti. Reynt verður að fá Davíð Oddson til verksins en nánar verður tilkynnt um það síðar.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Bòkajòl, eda?

"Aldrei hefur bokin verid jafn sterk og nu" og "Hvergi seljast jafnmargar baekur midad vid hofdatolu" heyrir madur thvadrad ar eftir ar, jafnan ì desember, thegar "bòkmenntagagnrynendur" taka voldin med hradsodnum fyrirsagnadòmum sem allir eru jàkvaedari en Pollyanna. Man ekki eftir bok sem fèkk slaema dòma i kastljòsinu.

En thad er ekki langt sidan eg for ad lesa baekur mer til daegrastyttingar. Thar til fyrir taepum 2 arum hafdi eg litinn sem engan ahuga a skrifudu mali. Las bara ithrottafrettir moggans. Allar baekur voru i minum huga leidinlegar med langloku lysingum, skrifadar i aevafornum malshattum sem eg vissi ekkert hvad thyddu. I skola var madur pindur til ad lesa islendingasogurnar og Laxness og ef madur vildi lesa eitthvad annad tha stod bara til boda ad lesa Riddara Hringstigans, Thorgrim Thrainsson, Gudrunu Helgadottur eda einhvern annan vidbjod um snarbilada unglinga a gelgjunni. Thvi var svosem edlilegt ad lata ser bara dagblodin naegja.

Nu hins vegar bryd èg ì mig baekur. Einna helst a enskri tungu thvi eg a enn erfitt med ad lesa islenskan texta an thess ad sofna innan 5 minutna. Auk thess sem a a ensku er audveldara ad finna eitthvad vid sitt haefi. Urvalid er miklu meira enda nanast bara tveir flokkar islenskra boka. Spennubaekur og "Rembingsbaekur". Og eg nenni ekki ad soa tima i islenskar "who dunnit"-spennubaekur og flestar rembingsbaekurnar legg eg ekki i thvi flestar eru skrifadar af hvithaerdum "listamonnum" af gamla skolanum sem halda i hefdirnar, skrifa i studludu likingamali og gera sig sem oskiljanlegastan med ljodraenu thvadri, 20 bladsidna lysingum a folnandi laufum, hrìmandi rùdum, naeturhùmi og annars konar nàttùrufyrirbrigdum sem eg nenni heldur ekki ad lesa. Menn eru nanast ad drepast ur rembingi. Og likt og Skitsmenn og fleiri vita tha leidir of mikill rembingur yfirleitt til àsketu.

En thessi jòl hef èg àkvedid ad gefa ìslenskum hofundum sèns og aetla ad ùtlista thaer baekur sem mèr thykir hvad àhugaverdastar thessi jòl.

Ahrif min a mannkynssoguna eftir Gudmund Steingrìmsson. Langar fyrst og fremst ad lesa thessa bok thar sem eg tel hofundurinn med fyndnari monnum Islands og tho vidar vaeri leitad. Pitlar hans i Vìdsja eru oskrandi snilld og ef bokin er skrifud med jafn hnyttnum haetti er ljost ad hun er avisun a goda skemmtun.

Stormur eftir Einar Kàrason. Las Ovinafagnad eftir Einar og skemmti mer vel. I theirri bok hèlt hann sig vid efnid og var ekkert ad “snowball-a” mann med einhverju bulli til ad drygja soguna. Er vonandi i sama formi i thessari bok.

Bonusljod-33% meira eftir Andra Snae Magnason. Hef gaman ad ordaleikjum. Aetti ad vera eitthvad af theim her.Leidist hinsvegar hvad thessi madur er alltaf ùtpaeldur ì vidtolum. Eitthvad omennskt vid thad.

Hvildardagar eftir Braga Olafsson. Bragi var i godu studi i Gaeludyrunum. Hvildagar komu vist ut a undan Gaeludyrunum svo mig langar ad lesa thessa skruddu. Las lika Vid hinir Einkennisklaeddu eftir kauda sem var mjog hressandi smasagna-/paelingasafn. Bragi er ekkert i ruglinu enda gamall Sykurmoli.

Ad lokum nefni eg baekur sem eg hreinlega hef engan ahuga a ad lesa. Spennubaekur Arnaldar, aevisogur utbrunninna islendinga skrifadar af utbrunnum islendingum, ambattarsogur afriskra kvenna, thyddar sogur ur enskri tungu og svo sjalfhjalparbaekur fyrir konur a barmi taugaafalls. Kiki frekar i kaffi til Bjornsins og fae lanadar videospolur med Opruh eda Dr. Phil. Smùt.

Farinn à thythokkì-aefingu....

mánudagur, desember 08, 2003

Fyrirmyndirnar mínar

Idol-stjörnuleit tók stökk á föstudaginn síðastliðinn þegar sniði keppninnar var breytt en þá var fyrsta beina útsendingin frá Smáralind. Nú syngja keppendur í beinni og í stað þess að einn eða tveir komist áfram dettur einn út í hverjum þætti (reyndar tveir á föstudaginn). Undirritaður var fremur neikvæður gagnvart þáttunum til að byrja með en hefur nú tekið þeim tiltölulega opnum örmum og horfði á þáttinn á föstudag. Hér að neðan fer stutt umfjöllun um hvern af þeim níu sem enn voru með á föstudaginn. Margt smátt gerir þó eitt stórt og er því pistillinn frekar langur að þessu sinni.

Kalli Bjarni

Kalli þessi er sjómaður af Akranesi og við fyrstu sýn virðist hann ekki til margs líklegur. Hann er þessi týpíski FM-hnakki með strýpurnar og donut-inn og fordómarinn í manni telur þennan gaur ekki líklegan til vinsælda. Þegar hnakkinn hóf hins vegar raust sína kom í ljós að ekki er allt sem sýnist og deginum ljósara að þarna er hörkusöngvari á ferð. Hann söng lag sem Bo Hall, fjórði dómari á föstudaginn, frumflutti á sínum tíma og var frumflytjandinn bara ánægður með Kalla. Kalli flaug í gegnum síuna í þetta skiptið og réttilega. Hann er líklegur til afreka í keppninni og fær spádóminn 1.-3. sæti.

Sessý

Sessý þessi er stór kona og mætti ólétt til leiks í þokkabót. Hún er ekki alslæmur söngvari en ekkert sérstakur heldur. Í þjóðfélagi sem krefst kjörþyngdar mátti sjá það fyrir að hún kæmist ekki langt. Sessý var einn af þremur verstu performurum föstudagskvöldsins og fór réttilega út. Blessý, Sessý.

Jóhanna Vala

Vala, eins og hún er kölluð af okkur sem þekkjum hana, er rokktýpa af skóla Courtney Love. Hún kallar ekki allt ömmu sína, ólíkt þessum, og lét glitta í maga enda hefur hún af nógum maga að taka. Hún reyndi að fara ótroðnar slóðir með flutningi sínum á Nýdanska laginu “Horfðu til himins” og gerði það svo sem en hún endaði utan vegar og villtist af leið (laglegur). Vala féll réttilega úr keppni á föstudaginn en ef ég þekki hana rétt mun henni skjóta upp aftur í einhverju hörðu rokkbandi.

Rannsla

Rannveig er sá keppandi í þessari keppni sem hefur hæst (ég fíla)/(allir fíla)-hlutfall Idol-keppendanna. Ég hef nefnilega nokkuð álit á stelpu miðað við það sem ég hef séð af henni. Hún er vel yfir meðallagi í útliti án þess þó að slá mann gjörsamlega út af laginu. Hún hefur það hins vegar umfram aðra keppendur að það skín af henni ákveðinn klassi. Rannsla fær líka prik fyrir fimmaur sem hún slengdi fram eftir að Simmi hafði bent henni að hún hefði fengið fernu (hrós frá öllum fjórum dómurum). Hún spurði þá: “Mjólkurfernu?” Hún fylgir mínu mottói að segja frekar of marga brandara en fáa. Hún er fínn söngvari en lætur röddina víbra fullmikið (lesandi má búa sér til eigin brandara varðandi víbra-tenginguna). Rannsla lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að vera í botn-þremur á föstudaginn, án þess þó að vera hent út. Það var út í hött en má helst kenna því um að hún fetar meðalveginn og það ber ekki mikið á henni. Ef kosið hefði verið um hverjir ættu að detta út í stað þess hverjir ættu að halda áfram held ég að hún hefði ekki lent í neðstu þremur. Rönnslu er spáð 5.-6. sæti.

Tinna Marína

Óumdeilanlega gyðja keppninnar. Oft hefur hún verið góð en á föstudaginn oozaði hún kynþokka og lífsgleði um gervalla Smáralind og maður sat hálfmáttlaus í sófanum heima. Hún söng líka hörkuvel og heildarútkoman var mjög góð. Það sem helst má finna Tinnu til foráttu lærist af öðrum vettvangi en Idol. Tinna hefur nefnilega áður tekið þátt í Ungfrú Ísland (eða .is) og hún er greinilega með athyglissýki af nokkuð háu stigi. Þá hefur hún sést í myndbandi með “Á móti sól” sem hjálpar henni að sjálfsögðu ekki. Hún ætti þó að ná langt í keppninni að því gefnu að stelpur (sem greiða væntanlega mun fleiri atkvæði en strákar) fái ekki öfundsýkikast og hendi henni út. Tinnu er spáð 1.-3. sæti.

Helgi Rafn

Hjartaknúsarinn Helgi söng sig inn í hjörtu íslenskra ungmeyja þegar hann söng Clapton-slagarann “You look wonderful tonight” sem hann og kærasta hans kalla sitt lag. Miðað við frammistöðuna á föstudaginn er þó ekki hægt að ætla að hann komist langt enda ekki hægt að syngja vellur keppnina út í gegn. Hann var einn af þremur slökustu keppendum og hefði mátt fara út fyrir Sessý án þess að mikið yrði sagt. Hann hangir inni á væmninni og verður forvitnilegt að sjá hvort það endist eða hvort hann kemur með eitthvað ferskt næst. Helga er spáð löku gengi og dettur út í næsta þætti ef ekki verður stór breyting á hans frammistöðu.

Ardís Ólöf

Erftitt er að átta sig á því hvort Ardís (ekki Arndís) er ofdekruð eða óörugg sveitamær. Hún er þó nokkuð lagleg og syngur eins og engill. Eitthvað finnst mér þó vanta upp á að hún meiki það fullkomlega í keppninni og spái ég henni 4. sæti. Ef hún bætir útgeislun við sig gæti hún þó komist hærra. Hún er ekki talin jafnlíkleg til þess að verða fyrir öfundarútkasti og Tinna og gæti því notið góðs af slíku.

Anna Katrín

Svolítið indí-stelpa. Hún er vinaleg með sætt bros en gæti seint talist gella. Hún er hins vegar með magnaða rödd og greinilega ekki að syngja í fyrsta sinn. Bubbi sagði hana vera orðna að þroskuðu sviðdýri sem ekki getur talist slæmt. Anna er mjög viðkunnanleg í útliti og það ásamt röddinni tel ég að muni fleyta henni í 1.-3. sæti. Þess má geta að hún er dóttir sjónvarpskonu sem allir þekkja andlitið á en ég man ekki hvað heitir.

Jón Sigurðsson

Jón er hið svokallaða Wild-Card sem komst inn sem níundi keppandi í eins konar uppreisnarglímu tapara. Jón er kallaður 500-kallinn og hefur einnig verið líkt við Clay Aiken, sem einnig var Wild-Card á sínum tíma en er nú að hefja sigurför um heiminn. Jón er síbrosandi, gerir sitt til þess að vera líflegur á sviði og virkar nokkuð fyndinn og skemmtilegur. Hann er hins vegar ekki með alveg nógu skemmtilega rödd og nokkuð frá því að vera besti söngvarinn í keppninni. Hann er alltaf stífgreiddur og passar sig á að vera alltaf með hárrétt-kasúal-greiðslu. Jón veit þó greinilega hvað hann er að gera því hann var orðinn “vinur stelpnanna” á föstudaginn með tilheyrandi kossum á enni og faðmlögum. Ef þær eru ekki allar á föstu þá er okkar maður að fara að leggja a.m.k. eina. Jón er ekki að spila til að vinna, hann er að spila til að ná sér í kellingar. Annaðhvort það eða hann er hommi. Jóni er spáð 5.-6. sæti.

Ég vil að lokum benda Ella, Þorbirni og öðrum Stuðmannaaðdáendum á það að einn þátturinn verður víst með Stuðmannaþema, þ.e. bara Stuðmannalög. Elli, ég skal taka það upp fyrir þig ef þú verður ekki kominn heim.


fimmtudagur, desember 04, 2003

Aukaefni DVD diska

BoTo sagdist mikill àhugamadur um kvikmyndir og stoltur eigandi dvd spilara ogdiska en sagdist ekki skilja allt aukaefnid, menn vaeru farnir ad selja diska ut a aukaefnid en ekki myndirnar sjalfar. Tek undir thad ad thegar aukaefnid er ordid mikilvaegara en myndin er nokkud ljost ad litid er varid i myndina. En annars er eg nokkud sattur vid aukaefni a DVD diskum.

Sjàlfur hef èg botnlausan àhuga à kvikmyndum og oftar en ekki kaupi diska einmitt ut a aukaefnid ef valid stendur a milli dvd disks med thvi eda an. Og hika ekki vid ad hrista adeins meira klink ur buddunni. Thvi thegar èg kaupi mèr DVD-disk thà kaupi èg thà ekki eingongu à theirri forsendu ad geta horft à myndina thegar mèr langar heldur lìka til thess ad geta kynnt mèr hana nànar,kafad dypra,sett mig i stellingar snarbilads bokmenntafraedings og leitad uppi falda merkingu. Yfirleitt kaupi èg myndir sem eru komnar til àra sinna, òmogulegt er ad sjà ì kvikmyndahùsi og gjorsamlega vonlaust ad horfa à à videospòlu sokum omulegra hljod- og myndgaeda.

En thad er ekki sama hvert aukaefnid er. Algengustu aukaefnin eru ‘treilerar’ myndarinnar; atridi sem rotudu ekki i myndina; vidtol vid leikara, framleidendur eda leikstjora;’commentary’ leikstjora, handritshofunda eda serfraedinga; og svo heimildamyndir um gerd myndanna auk annars dòts.

Thad aukaefni sem eg gef litid fyrir eru heimildarmyndir um gerd myndanna thar sem farid er ut i buningahonnun, taeknibrellur og hve ogedslega skemmtileg stemmning var a tokustad medan a tokum stod.(orugglega i ollum myndum med Mel Gibson) Thetta er yfirleitt leidinlegra en pilukast i beinni og mer gaeti ekki verid meira sama um tha klukkutima sem foru i fordun thessa leikara eda hins fyrir einstaka atridi. Somuleidis eru ‘treilerar’ mjog leidinlegir og vidtol vid leikara yfirleitt innihaldslausari en snakkpoki.

Eg saekist fyrst og fremst eftir eftir vidtolum vid leikstjora eda,theirra umsognum (commentary-um) um myndina eda umsognum serfraedinganna. Thvi yfirleitt standa myndir og falla med leikstjoranum og handriti og thvi thykir mer ometanlegt ad fa theirra rettlaetingar a hinum og thessum akvordunum vid gerd myndanna, visunum theirra i eldri myndir eda listamenn,adferdafraedi theirra vid leikstjorn, astaedur lagavals theirra i myndum sinum sem og hvada hluta mynda sinna their eru oanaegdir med og af hverju. I umsognunum getur madur horft a myndina med leikstjorann ser vid hlid thar sem hann fer yfir allt thetta og madur faer mjog goda tilfinningu fyrir thvi hvers konar karakter hann er.

Flestir minir dvd diskar eru med umsognum leikstjora (og ad sjalfsogudu 'interactive menus') og skal i lokin bent a nokkur ahugaverd aukaefni.

The Limey: Her raedast vid Handritshofundur og Leikstjori (Soderbergh) og er samtal theirra mjog serstakt thar sem handritshofundur er alls ekki sattur vid medferd leikstjorans a sinu hofundarverki. Handritshofundur hikar ekki vid ad drulla yfir einstok atridi og Soderbergh verst fimlega og rettlaetir sinar akvardanir med sannfaerandi haetti.

NBK og JFK: Badar eftir Oliver Stone sem er med ahugaverdari leikstjorum sidari ara. Badar myndir voru gridarlega umdeildar og Stone hreinlega idar i skinninu vid ad lysa einstaka atridum myndanna, fer betur yfir samsaeriskenningarnar i JFK og lysir modursyki bandarisks samfelags i kjolfar myndanna med mjog komiskum haetti.

Godfather Trilogian: Skemmtileg umsogn Coppola i fyrstu myndinni um barattu sina vid ad fa ad gera myndina verdur dalitid endurtekin i annarri myndinn en ahugavert engu ad sidur. Annad aukaefni er hljodupptaka fra fyrsta fundi hans med Nino Rota sem samdi tonlistina. Nota stingur thar upp a stefjunum godu en i allt odrum buningi en vid eigum ad kynnast. Somuleidis er gaman ad sja fra leikprufum helstu leikara eins og Al Pacino sem var algert ‘nobody’ fyrir gerd thessara mynda.

Das Boot: Leikstjorinn Wolfgang Peterson og framleidandinn fara yfir gerd thessarar myndar, lysa theirri threkraun sem thad var en hun tok 15 manudi i tokum og hve starfsfolk var ordid gedveikt i lokin. Einnig lysa their hvernig kafbataatridin eru gerd med likonum i vatnstonkum og vid ahorf a myndina eftir a er ekki annad haegt en ad dast ad oadfinnanlegu handbragdinu.

Farinn i Tai-bo...


mánudagur, desember 01, 2003

Að selja köttinn í sekknum

Ég vil byrja á því að óska landsmönnum gleðilegs fullveldisdags. Fyrir 85 árum náðist stærsti áfangi áfangi íslenskrar sjálfstæðisbaráttu þegar Ísland fékk fullveldi. Þetta er mun stærri áfangi en sjálfstæðið nokkurn tímann og alveg ótrúlegt að þessum degi sé ekki gert hærra undir höfði en raun ber vitni. Það er sannkölluð hneisa að hann sé ekki lögbundinn frídagur á meðan 11 trúarlegir dagar eru frídagar sem og verkalýðsdagurinn 1. maí. Það sem er sorglegast við þetta er að krakkar munu aldrei átta sig á mikilvægi þess dags þar sem þeir mæla merkileika daga eftir því hvenær er frí í skólanum. Þar með er foreldrafundur orðinn merkilegri en fullveldisdagurinn, fussum svei. En víkjum að öðru.

Nú nálgast jólin óðfluga og jólagjafainnkaup þar með. Jólabónusar eru að losna úr læðingi, kaupmenn slást um hylli neytenda og ýmislegt er gert til þess að spenna veskin upp og hita segulrönd kreditkortsins.

Nýjasta trendið er að telja fólki trú um að það sé gaman að versla og þá sérstaklega í ákveðnum verslunum frekar en öðrum. Hagkaup gengur lengst í þessum efnum, notar í sínum auglýsingum slagorðin: “Hagkaup, þar sem skemmtilegast er að versla.” Smáralind beitti svipuðum aðferðum þegar hún opnaði. Þá var hún auglýst með slagorðinu: “Smáralind, nýr áfangastaður”. Fólki var talin trú um að þarna væri kominn framandi staður þar sem hægt væri að losna við leiðindi daglegs amsturs og kaupa sig frá áhyggjunum. Til þess að ýta undir þessa ímynd hefur metnaðarfull skemmtidagskrá verið í Vetrargarðinum í Smáralind þar sem skemmtikraftar eins og hinn einelti Stefán Karl og Jóhanna Guðrún hafa troðið upp. Reyndar eru þeir með besta kvikmyndahús landsins sem er líka með frábært laser-show og tilheyrandi reyk. Það finnst mér eiginlega það skemmtilegasta við að fara í bíó. Já, sæll. (©Ásgeir Kolbeins, Popptíví).

Annað trix er að selja manni hluti á algjörlega röngum forsendum. Besta dæmið um þetta eru DVD-mynddiskar. Ég er mikill áhugamaður um kvikmyndir, er stoltur eigandi DVD-spilara og er í kjölfarið orðinn stoltur eigandi þó nokkurra DVD-diska. Það sem ég skil ekki er allt aukaefnið. Það mætti halda að fólk geri ekki annað en að glápa á aukaefnið miðað við hversu mikil áhersla er lögð á það í auglýsingum. Nánast allar nýjar myndir sem koma út á DVD hafa einn eða tvo fylgidiska sneisafulla af sjóðheitu aukaefni. Ég átta mig ekki alveg á því hvort aukaefnið er til þess að trekkja söluna eða bara til þess að gefa seljendum möguleikann á hærra verði. Hvað sem því líður vildi ég helst geta keypt einn disk með myndinni sjálfri eingöngu og svo mega framleiðendur bara troða aukaefninu upp í smáþarmana. Ég sá líka auglýsingu fyrir stuttu fyrir tölvuleikinn Manhunter. Í henni var sagt að ekki væri hægt að sýna brot úr leiknum þar sem hann væri bannaður og svo blóðugur að það varðaði við lög að sýna úr honum í sjónvarpi. Maður nötraði náttúrulega og skalf af löngun. Svona blóðugur leikur getur ekki verið annað en frábær. Já, sæll.

Svo er það eitt trixið sem ég hlæ alltaf að þegar ég sé því beitt. Það er að segja fólki að nýtt kortatímabil sé hafið. Þar með er ekki nema einn og hálfur mánuður þar til reikningarnir boomeranga aftur í hausinn á manni og allt í lagi að eyða eins og maður getur. Ég vil sjá fólk sem þessi rök virka á. Nýtt kortatímabil hefst hjá mér í dag. Kannski maður skelli sér bara í skemmtiferð í Hagkaup, Smáralind og kaupi sér DVD með fullt af aukaefni og svo kannski Manhunter líka. Já, sæll.


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com