GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

laugardagur, júlí 03, 2004

Fyrsti dagurinn í Þýskalandi

Fyrsti dagurinn í München er að nóttu kominn og við Ögmundur vorum að koma heim. Það vill svo heppilega til að fyrsti föstudagur hvers mánaðar hér í München er Íslendingadagur þannig að ég komst á fyllerí í Íslendingahópi á fyrsta kvöldi.

Miklar umræður voru á Skítnum um flugur sem límdar voru innan á klósettskálar til þess að hvetja karla til þess að hitta. Í kvöld sá ég betri lausn á þessu, mark með bolta hangandi niður úr slánni. Maður setti bununa að sjálfsögðu í boltann og skoraði og til óvæntrar gleði breytti boltinn meira að segja um lit. Glæsileg lausn á þessu hvimleiða vandamáli.

Önnur uppgötvun sem ég gerði var að hér í Þýskalandi er hvernig Tequila er drukkið. Ef menn héldu að salt og sítróna væri málið með tekíla, think again. Hér staupa menn sitt tekíla og éta svo appelsínu með kanil stráðum á. Ég hvet menn eindregið til þess að prófa þetta. Hefðbundna leiðin veitir vissulega meira kikk en þýska leiðin er mildari.

Palli! Ég er búinn að finna Shamrock hérna í München. Hann virðist ætla að standast mínar væntingar og ég er strax farinn að kynnast fólki af erlendu bergi brotni. Vonandi heldur þessi jákvæða þróun áfram og ég hef þá frá einhverju að segja í bráð.

Keypti einum hamborgara of mikið á Mac í þynnkumatinn. Hann er kominn í ísskápinn og mun ég kanna hvernig svona mac er daginn eftir.

Grüss Gott.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com