GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

mánudagur, september 29, 2003

RANGSTAÐA! eða.., jú.

Knattspyrna er ein skemmtilegasta íþrótt sem um getur, hvort sem það er að spila hana eða horfa á sér hæfari menn spila hana. Hún hefur allt: Lipurð, hörku, útsjónarsemi og fautaskap. Persónulega er ég hrifnastur af útsjónarsömum leikmönnum. Miðjumaður sem ber lítið á en gefur góðar sendingar þegar mikið liggur við og vinnur sína vinnu er mín fyrirmynd. Svo er náttúrulega alltaf gaman að framherjum sem með boltatækni og hraða geta niðurlægt 3-4 varnarmenn eins síns liðs. Ef maður hefði bara svoleiðis hæfileika. Ég myndi seint nenna að vera varnarmaður, þeirra hlutverk er bara að skemma sókn andstæðingsins, og ég er ekki nógu stór í markvörðinn. Ég held að ég gæti orðið ágætur dómari og ég hugsa meira að segja að mér myndi ekki finnast það neitt sérstaklega leiðinlegt. Tveir menn eru þó á vellinum sem ég skil ekki að nenni að vera með, það eru línuverðirnir.

Línuverðir eru einu mennirnir á vellinum sem hægt væri að skipta út fyrir vélbúnað og leikurinn myndi bara batna. Þeir eru líka í því hlutverki að 5 sekúndum eftir að þeir taka ákvörðun á sekúndubroti þá munu milljónir manna skoða það í slómó hvort þeir hafi ekki verið að klúðra einhverju. Svo verða stuðningsmenn liðsins sem tapa á ákvörðun línuvarðarins að sjálfsögðu alveg brjálaðir. Þá eru línuverðirnir ekki heppnari en svo að þeir eru nánast í stúkunni sjálfir svo að stuðningsmennirnir geta ausið yfir þá skömmunum up, close and personal. Það er líka þannig töff línuverðir eru álíka algengir og kynþokkafullir kvenkúluvarparar. Línuverðir eru alltaf svona svolítið lost og stressaðir þegar það er zoomað inn á þá, þeir vita sem er að það eru svona 20% líkur á að þeir hafi tekið ranga ákvörðun og að 50% áhorfendanna mun ausa yfir þá hori og eyrnamerg í kjölfarið.

Þeir eru reyndar nokkrir sem taka þann pólinn í hæðina að reyna að virka ákveðnir og hlæja bara að mótmælum. Þeir hinir sömu flagga líka mjög ákveðið svona eins og flöggun sé keppnisgrein á ólympíuleikunum og þeir ætli að reyna að ná lágmarkinu. Svo eru hinn endinn á þeim skala, það eru hlutlausu flaggararnir sem má þó frekar finna í lakari deildum eins og þeirri íslensku. Þeir vita að þegar boltinn fer út af þá verða þeir að lyfta fánanum, til þess er hann nú, en þeir ætla ekki að gera handtaki meira. Það skiptir ekki máli hver á boltann, flaggið fer bara beint upp og menn verða bara að fatta þetta sjálfir.

En við megum ekki vera of vond við línuverðina, eða aðstoðardómarana eins og þeir vilja láta kalla sig. Það geta ekki allir verið hipp og kúl og það þarf alltaf einhver að vera línuvörður alveg eins og það þarf alltaf einhver þrífa klósettin. Ég vona samt þeirra og fótboltans vegna að myndavélar komi fljótlega í stað þeirra. Þá getum við fengið réttar rangstöðuákvarðanir og þeir geta farið aftur á sambýlið og æft sig fyrir ólympíleikana í flöggun.



fimmtudagur, september 25, 2003

Af Musik a Italiu

Godan daginn. Mer datt i hug ad koma med sma follow up a hinn kritiska pistil Hrollvekju-Bjossa fra thvi i agust sem fjalladi ad miklu leyti um tha frygd sem hann fylltist vid ad heyra Mary J Blige syngja a ensku innan um saxafonthrungnar ballodur theirra Kritverja. Sama virdist vera uppi a teningnum her a italiu tho eg telji astandid ekki jafn svadalegt og a krit.

I sjonvarpinu i ibudinni sem eg by i eru 2 tonlistarstodvar, MTV italia og All Music. Badar eru med pipandi drullu 24/7 og eru ekkert a leidinni ad skeina ser,hvad tha ad tylla ser a rassaskolarann sivinsaela. Thessa dagana, eda sidan eg kom thann 1. september, er heitasti tonlistarmadurinn, ef tonlistarmann ma kalla, rapparinn og hjartaknusarinn Sean Paul. Virdist hann i vinsaeldum vera skrefinu a undan tregapungnum Eroa Ramazotti sem lifir i eilifri astarsorg.

Nu veit eg ekki hvort Islendingar hafi notid theirrar gaefu (kaefu?,
kallinn!) ad hafa (ekki) heyrt i honum en thetta helviti er ad gera mig gedveikan. Hvet eg ahugasama um ad downloada thessum skit af netinu og finna til med mer. Gruna reyndar Bjorninn um ad eiga diskinn...eda hvad?

Annad lag sem faer serhverja stulkukind til ad dilla thjohnoppum a ograndi hatt er prumpulagid (ekki tho med Dr.Gunna)"never leave you" med feitabollunni Lumidee feat. Bustah Rhymes. Sem minnir mig a thad, hvur djofullinn hefur heltekid hofdudid a Bustah Rhymes? Hann er algerlega buinn ad missa thad litla sem hann hafdi er hann bustadi rimur i slagtogi med med Tribe called quest og fleiri godum "from da ghetto". Hann tharf saeringarmann hid snarasta ef hann a ekki ad enda ferilinn i S Club 7.

Svona i lokin, ef einhver a mida til solu a Island-Thyskaland thann
11.oktober im Hamburg, ma sa hinn sami lata mig vita ekki seinna en nuna a ellertg@hi.is. Somuleidis ef einhver veit hvernig nalgast megi mida i thyskalandi. Ekki sjens ad thad se uppselt i Thyskalandi. Hvad er KSI annars ad hugsa ad eiga ekki fleiri mida en 1800? Tharf Eggert ekki ad fara ad losa adeins um bindishnutinn og hleypa sma blodi i blomkalid i hofdinu?



mánudagur, september 22, 2003

Hver er að drekka mjólkina mína?

Íslenskur landbúnaður er, eins og flestir vita, ríkisstyrktur. Flestir beina andúð sinni að sauðfjárbændum og hengja alla sök á þá. Færri átta sig þó á því að mjólkurbúskapur er einnig niðurgreiddur og raunar fer um tvöfalt hærri upphæð í styrki úr ríkissjóði í mjólkurbúskap en sauðfjárrækt. Árið 2003 munu um 4,3 milljarðar fara í styrki til mjólkurbænda og um 2,2 milljarðar í styrki til sauðfjárbænda og hafa þessir styrkir farið hækkandi ár frá ári.

Ef mjólkurstyrknum er deilt niður á framleiddan lítrafjölda fæst það út að um 41 króna/lítra er greidd úr ríkissjóði. Ef aðeins eru skoðaðar hreinu mjólkurtegundirnar (nýmjólk, léttmjólk, fjörmjólk) en ekki aðrar mjólkurvörur má komast að því að meðalskattgreiðandi þarf að drekka um 110 lítra á ári af þessum tegundum til þess að koma út á sléttu miðað vegna styrkjanna sem hann greiðir í gegnum ríkissjóð. Þetta gerir um þriðjung úr lítra á dag. Ég veit ekki um þig lesandi góður en ég drekk ekki svo mikla mjólk. Því er ég að borga mjólk sem einhver annar drekkur og það finnst mér súrt. Hins vegar borða ég meira af jógúrti en meðalmaðurinn svo að sá sem er að drekka mjólkina mína er kannski að borga jógúrtina mína.

Ég er sem sagt á móti þessum landbúnaðarstyrkjum þótt ég kunni að græða á einstökum mjólkurafurðum eins og jógúrtinni. Því fór ég að spá hvað væri hægt að gera við peninga sem þessa ef þeir færu ekki í það að halda uppi óhagkvæmri bændastétt.

Förum aftur í tímann til ársins 1999. Það ár fara 5,2 milljarðar í landbúnaðarstyrki á Íslandi. Sama ár er Stoke selt á rúmar 500 milljónir til íslenskra áhættufjárfesta og Arsenal kaupir Thierry Henry á 1,3 milljarða. Segjum sem svo að í stað þess að styrkja bændur í afdölum hefði íslenska ríkið farið út í fótboltabransann og keypt Stoke og hirt Henry á undan Arsenal. Þá væri búið að eyða tæpum tveimur milljörðum og því rúmlega 3 eftir.

Árið 2000 fara tæpir 5,5 milljarðar í landbúnaðarstyrki. Það ár skulum við stela Luis Figo frá Real Madrid sem er á leiðinni frá Barcelona á 4,5 milljarða. Nægir peningar til þess.

2001: 5,8 milljarðar í styrki. Nú þurfum við að ná í peninginn sem við erum búin að spara frá ’99 og 2000 því nú kaupum við Zinedine Zidane á 6 milljarða en hann var líka á leiðinni til Real.

2002: Nú eru styrkirnir komnir upp í 6,3 milljarða og með þeim og afgangi fyrri ára náum við dýrasta varnarmann heims, Rio Ferdinand, á 3,5 milljarða sem er ósáttur hjá Leeds. Svo höldum við áfram að stríða Real með því að næla okkur í Ronaldo á aðra 3,5 milljarða.

2003: Styrkirnir hækka enn og eru komnir í 6,6 milljarða og nú er líka farið að greiða niður grænmeti fyrir 280 milljónir, alls tæpir 6,9 milljarðar. Nú kaupum við frægasta fótboltamann heims, David Beckham, sem er orðinn of stór fyrir Manchester United og vill komast í alvörulið eins og Íslendingaliðið Stoke. Við borgum 3 milljarða fyrir hann. Loks skulum við pirra rússneska Championship Manager-inn Abrahmovic og kaupa nýstirnið Adrien Mutu á 2 milljarða.

Niðurstaðan er sú að við eigum Stoke með Rio Ferdinand í vörninni, Figo, Zidane og Beckham á miðjunni og Ronaldo, Henry og Mutu frammi, en nei við vildum frekar borga Jóni bónda til að búa áfram úti á landi og leika við meme.

Þessa dagan er Notts County á kúpunni. Nú segi ég að við kaupum Notts County og byggjum upp draumalið sem vinnur meistaradeildina innan fimm ára. Þá þurfum við ekki lengur að binda allar vonir okkar við íslenskt landslið sem drullar á sig út um alla Evrópu.

Hvað segir þú, lesandi góður, viltu koma í Championship Manager með íslensku þjóðinni eða viltu borga jógúrtina mína? Þitt er valið.


Fyrir þá sem vilja kynna sér tölfræðina á bak við þessa grein bendi ég á íslenska fjárlagavefinn og vef mjólkurframleiðenda.



þriðjudagur, september 16, 2003

Skíturinn eignast betri heimkynni

Það skal hér með tilkynnt að ritstjórn skítsins hefur fest kaup á veffanginu graennskitur.com og mun skíturinn nú geta breiðst hratt og örugglega á bárum ljósvakans. Það er einhver smá bið eftir að græjan fari að virka en ég reikna með því að á morgun, miðvikudaginn 17. verði þetta ágæta netfang orðið up&running.

www.graennskitur.com


Koma svo

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com