GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

mánudagur, júlí 12, 2004

Ad kynnast fólki

Svona rétt til thess ad svara kommentum vid sídasta pistil thá held ég ad jafnvel thótt thad sé ekki endilega gott ad eiga rídufélaga eins og Björn ordar svo elegant í sama bekk thá held ég ad thad sé mun líklegra til árangurs ad vera med einhverjum í bekk sem madur getur thó farid á djammid med. Madur tharf ekki naudsynlega ad rída vidkomandi en thad er alltaf vaenlegra til árangurs ad hafa eitthvad öruggt crew, út frá hverju madur getur svo kynnst fleirum.

Hvad komment Tobba vardar thá neita ég thví ad vera of gamall fyrir thetta 19-21 árs lid (eins og flestir virdast vera). Ég held ad fólk sem umgengst hvert annad á svona námskeidum eigi frekar ad meta eftir throska og drykkju- og djammgetu. Ég tel mig enn eiga í fullu tré vid hina yngri skólafélaga mína á theim svidum.

Annars hefur thetta verid svolítid forvitnilegt ad koma úr svona súrum bekk, vera eini Íslendingurinn og búa ekki á stúdentaheimili. Félagslega fae ég ekkert gefid. Flestir kynnast einhverjum í gegnum einn eda alla thessa thrjá thaetti til ad djamma med. Á fimmtudeginum thegar var opinbert Goethe-kvöld, kom ég til daemis einn og sá engan sem ég beinlínis thekkti. Ég vard bara ad henda mér inn í einhvern hóp og bidja um ad fá ad vera memm. Thad gekk reyndar alveg og thar kynntist ég nokkrum frönskum stelpum sem og Úkraínskum strák. Daginn eftir lenti ég í svipadri adstödu og kynntist thá hóp af Rússum (adallega kvenkyns). Í gegnum thessa krakka er svo planid ad kynnast ödrum. Af einhverjum ástaedum virdist mér audveldara ad kynnast stelpum hérna en strákum. Kannski er thad vegna thess ad thaer eru miskunnsamari vid einmana grey eda kannski eru thad sólbrennd kollvikin sem heilla. Hver veit? Reyndar virdast, thegar ég hugsa um thad, vera fleiri stelpur hérna en strákar, sem er audvitad mjög gott.

Ég skellti mér á Shrek 2 í gaer, á thýsku ad sjálfsögdu. Ég get ekki sagt ad ég hafi notid hennar eins vel og ég hefdi gert á ensku en ég skildi heildarsöguthrádinn og slatta af brandörum. Held samt ad ég muni ekki horfa á adra grínmynd dubbada. Til thess tharf madur ad skilja málid of vel. Thad eru samt fullt af thýskum myndum á bókasafninu hér og ég hugsa ad ég kíki á einhverja af theim. Er til daemis búinn ad sjá das Boot, director´s cut, sem er 3 klukkustundir og 15 mín. Bara hörkugód.

Ég hef ad nánast öllu leyti haft samskipti á thýsku, mér til undrunar, en thegar fólk talar ekki sitt módurmál virdist thad frekar tala thýsku en ensku. Audvitad dregur thetta úr dýpt samskiptanna en eykur ad sama skipti kunnáttu og hver veit nema madur geti átt helvíti gód samtöl fljótlega? Ég hef nú thegar átt nokkud langt samtal vid thann Úkraínska um pólitík á Íslandi og Úkraínu og thad gekk ágaetlega. Annars er thad um pólitík í Úkraínu ad segja ad spilling sé eina ordid sem einhverju máli skiptir. Ég sprudi um mafíu í Úkraínu og fékk svarid ad stjórnvöld vaeru raunverulega mafían. Embaettismenn virdast stunda fjárkúganir gagnvart fyrirtaekjum og mútur eru gegnumgangandi á öllum svidum, löggunni er mútad og atkvaedi eru keypt. Thá eru nú fjölmidlalögin lítilvaeg í samanburdi.

Ósk mín um ad hitta hér fyrir Hollendinga virdist vonlítil thar sem mikid hatur er víst milli Thjódverja og Hollendinga. Madur verdur víst, med sína íslensku tungu, ad passa sig ad vera ekki mistekinn fyrir Hollending. Annars er líka frekar lítid af Skandinövum hér. Adallega virdast thetta vera Spánverjar, Ítalir, Frakkar, Kanar, Austur-Evrópubúar og Asíubúar.

Ad lokum vil ég benda áhugasömum á nýtt GSM-símanúmer mitt naestu tvo mánudina, frá Íslandi er thad: 0049 16382 00551

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com