Sídustu dagarnir
Nú er kennslunni á fyrri helmingi námskeidsins hérna í München lokid. Thad verdur heljarinnar samkunda í adalbjórgardinum vid Kínverska Turninn í kvöld til ad fagna námskeidslokunum. Fréttaritari Skítsins verdur ad sjálfsögdu á stadnum og mun audvitad fjalla um vidburdinn eins ítarlega og adstaedur og minni leyfa. Thá berast hér med thaer fréttir frá München ad stafraen myndavél er gengin til lids vid Skítinn og mun hún einnig vera med í för í leidangri kvöldsins. Reyndar er thó nokkud myndefni nú thegar til og er unnid ad thví nótt sem nýtan dag ad koma thví á alnetid.
Frá sídasta pistli hef ég lagt thó nokkud land undir fót. Fyrst ber ad nefna stutta ferd mína í fangabúdir nasista í Dachau sem er mjög naerri Mümchen. Thetta voru fyrstu fangabúdirnar (KZ = Konzentrartionslager) og thar voru mestmegnis pólitískir andstaedingar nasista sendir. Í Dachau voru ekki fjöldaaftökur framkvaemdar heldur var lífid smám saman murkad úr föngunum med vinnu í thágu thýska hersins eda stórfyrirtaekja á bord vid BMW. Thá var einnig nokkud gert af thví ad gera tilraunir á líkamlegu tholi mannsins gagnvart hita, kulda, breytilegum loftthrýstingi og fleiru.
Um sídustu helgi fór ég svo í ferd til Lindau, Freiburg og Heidelberg. Thad er svo sem ekki mikid af theirri reisu ad segja. Á laugardagskvöldinu var dvalist í Freiburg og thar var einhvers konar menningarnótt svo ad thad var allt fullt af tónlistarvidburdum á götum úti. Thá voru thad nokkur vidbrigdi ad sjá fjölda útigangsmanna og pönkara med stóra hunda í Freiburg. Mér er alltaf nokkud órótt í návist pönkara med stóra hunda og thess vegna er ég feginn thví ad lítid er um slíkt hér í München. München er enda hid mesta lögregluríki, minna er um glaepi hér en annars stadar og öryggi á götum úti er allt hid mesta. Reyndar var hér framid mord (threfalt held ég) um helgina en thad var audvitad af gódri ástaedu: Madur fékk thá nóg af hávada í nágrannaíbúd og losadi einhver 10-20 skot í íbúa vidkomandi íbúdar. Mordinginn lést svo í skotbardaga vid lögreglu.
Thá fór ég í Open-Air Kino (bíó undir berum himni) í gaer og var Casablanca sýnd. Sem Goethe-nemi thurfti ég ekkert ad borga inn og sídan vildi svo heppilega til ad inni var Freibier, sem útleggst á íslensku sem ókeypis bjór. Slíkt kostabod tharf Íslendingur audvitad ekki ad láta segja sér tvisvar.
En thad er ljóst ad naestkomandi thridjudag hefst nýtt námskeid med nýjum bekk (sem er mjög gott). Thá mun ég einnig ad öllum líkindum bregda búi, skella mér á mölina og flytjast inn í piparsveinaíbúd Ögmundar. Hann fer thá í tveggja vikna ferdalag med bródur sínum og ég verd “thví midur” ad gaeta íbúdarinnar á medan.
Annars eru meira og minna allir sem ég thekki á námskeidinu ad fara til síns heima á morgun svo ad ég veit ekki alveg hvad helgin ber í skauti sér. Thad er stutt í nokkrar ágaetar borgir sem haegt er ad taka dagsferdir til og svo er Ömminn ad klára próf á föstudag svo ad hann kemst vaentanlega í bjórgírinn thá. Thad er víst alveg öruggt ad madur er aldrei lengi bjórlaus í München.
Vonandi kem ég myndasídunni í gagnid sem fyrst.
Bis später.
<< Home