GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, desember 04, 2003

Aukaefni DVD diska

BoTo sagdist mikill àhugamadur um kvikmyndir og stoltur eigandi dvd spilara ogdiska en sagdist ekki skilja allt aukaefnid, menn vaeru farnir ad selja diska ut a aukaefnid en ekki myndirnar sjalfar. Tek undir thad ad thegar aukaefnid er ordid mikilvaegara en myndin er nokkud ljost ad litid er varid i myndina. En annars er eg nokkud sattur vid aukaefni a DVD diskum.

Sjàlfur hef èg botnlausan àhuga à kvikmyndum og oftar en ekki kaupi diska einmitt ut a aukaefnid ef valid stendur a milli dvd disks med thvi eda an. Og hika ekki vid ad hrista adeins meira klink ur buddunni. Thvi thegar èg kaupi mèr DVD-disk thà kaupi èg thà ekki eingongu à theirri forsendu ad geta horft à myndina thegar mèr langar heldur lìka til thess ad geta kynnt mèr hana nànar,kafad dypra,sett mig i stellingar snarbilads bokmenntafraedings og leitad uppi falda merkingu. Yfirleitt kaupi èg myndir sem eru komnar til àra sinna, òmogulegt er ad sjà ì kvikmyndahùsi og gjorsamlega vonlaust ad horfa à à videospòlu sokum omulegra hljod- og myndgaeda.

En thad er ekki sama hvert aukaefnid er. Algengustu aukaefnin eru ‘treilerar’ myndarinnar; atridi sem rotudu ekki i myndina; vidtol vid leikara, framleidendur eda leikstjora;’commentary’ leikstjora, handritshofunda eda serfraedinga; og svo heimildamyndir um gerd myndanna auk annars dòts.

Thad aukaefni sem eg gef litid fyrir eru heimildarmyndir um gerd myndanna thar sem farid er ut i buningahonnun, taeknibrellur og hve ogedslega skemmtileg stemmning var a tokustad medan a tokum stod.(orugglega i ollum myndum med Mel Gibson) Thetta er yfirleitt leidinlegra en pilukast i beinni og mer gaeti ekki verid meira sama um tha klukkutima sem foru i fordun thessa leikara eda hins fyrir einstaka atridi. Somuleidis eru ‘treilerar’ mjog leidinlegir og vidtol vid leikara yfirleitt innihaldslausari en snakkpoki.

Eg saekist fyrst og fremst eftir eftir vidtolum vid leikstjora eda,theirra umsognum (commentary-um) um myndina eda umsognum serfraedinganna. Thvi yfirleitt standa myndir og falla med leikstjoranum og handriti og thvi thykir mer ometanlegt ad fa theirra rettlaetingar a hinum og thessum akvordunum vid gerd myndanna, visunum theirra i eldri myndir eda listamenn,adferdafraedi theirra vid leikstjorn, astaedur lagavals theirra i myndum sinum sem og hvada hluta mynda sinna their eru oanaegdir med og af hverju. I umsognunum getur madur horft a myndina med leikstjorann ser vid hlid thar sem hann fer yfir allt thetta og madur faer mjog goda tilfinningu fyrir thvi hvers konar karakter hann er.

Flestir minir dvd diskar eru med umsognum leikstjora (og ad sjalfsogudu 'interactive menus') og skal i lokin bent a nokkur ahugaverd aukaefni.

The Limey: Her raedast vid Handritshofundur og Leikstjori (Soderbergh) og er samtal theirra mjog serstakt thar sem handritshofundur er alls ekki sattur vid medferd leikstjorans a sinu hofundarverki. Handritshofundur hikar ekki vid ad drulla yfir einstok atridi og Soderbergh verst fimlega og rettlaetir sinar akvardanir med sannfaerandi haetti.

NBK og JFK: Badar eftir Oliver Stone sem er med ahugaverdari leikstjorum sidari ara. Badar myndir voru gridarlega umdeildar og Stone hreinlega idar i skinninu vid ad lysa einstaka atridum myndanna, fer betur yfir samsaeriskenningarnar i JFK og lysir modursyki bandarisks samfelags i kjolfar myndanna med mjog komiskum haetti.

Godfather Trilogian: Skemmtileg umsogn Coppola i fyrstu myndinni um barattu sina vid ad fa ad gera myndina verdur dalitid endurtekin i annarri myndinn en ahugavert engu ad sidur. Annad aukaefni er hljodupptaka fra fyrsta fundi hans med Nino Rota sem samdi tonlistina. Nota stingur thar upp a stefjunum godu en i allt odrum buningi en vid eigum ad kynnast. Somuleidis er gaman ad sja fra leikprufum helstu leikara eins og Al Pacino sem var algert ‘nobody’ fyrir gerd thessara mynda.

Das Boot: Leikstjorinn Wolfgang Peterson og framleidandinn fara yfir gerd thessarar myndar, lysa theirri threkraun sem thad var en hun tok 15 manudi i tokum og hve starfsfolk var ordid gedveikt i lokin. Einnig lysa their hvernig kafbataatridin eru gerd med likonum i vatnstonkum og vid ahorf a myndina eftir a er ekki annad haegt en ad dast ad oadfinnanlegu handbragdinu.

Farinn i Tai-bo...


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com