Kynlífspistill vikunnar
Í commentum eins pistilsins fyrir helgi voru pistlahöfundar skítsins hvattir til þess að deila kynlífsreynslu sinni með lesendum. Að öllu jöfnu myndi ég ekki gera það en atburðir helgarinnar valda því að ég finn mig knúinn til að mæta þörfum lesenda.
Þannig vildi nefnilega til að á síðasta föstudag fór ég í svokallaða haustferð Vélarinnar sem er óvissuferð og felur í sér þó nokkra drykkju. Ég sem góður og gegn borgari lét að sjálfsögðu ekki mitt eftir liggja og reyndi að hjálpa til við drykkjuna eftir fremsta megni. Það leið á kvöldið og fólk hresstist stöðugt. Að lokum var haldið í höfuðstaðinn á ný og var liðinu hent á Hverfisbarinn. Það er nú ekki alltaf sem ég fíla mig þar en þegar svo langt var liðið á kvöldið var minns orðinn nógu drukkinn til þess að njóta stemmningarinnar óháð stað. Þá missti heilinn völdin til snöggtum minna líffæris og ég hóf leitina að tilvonandi eiginkonu minni. Fæstar stúlkur sem stigu inn á HB þetta kvöld fóru varhluta af þessum tilburðum mínum en árangurinn var ekki í takt við erfiðið, að minnsta kosti ekki fyrr en ég fór að dansa. Dansinn er ein mín sterkasta hlið og var ég oft nefndur Travolta tíunda áratugarins á meðan hann var og hét (10. áratugur þ.e.a.s.). Ég dansaði í áttina að tveimur stúlkum, takturinn lék um mig og þrátt fyrir að önnur þeirra reyndi að hylja aðdáun sína sá ég að hin var ekki svo sterk. Ég laumaði þá að henni einum af mínum gullnu fimmaurum, hún þóttist ekki hlæja en ég vissi betur. Svona hélt þetta áfram í eins og þrjú lög. Þá spyr mín spurningarinnar sem allir karlmenn vilja heyra: “Hefurðu farið í threesome?” og lítur á vinkonuna sem nú er orðin öllu jákvæðari í minn garð. Ég missti að sjálfsögðu andlitið, kleip mig í bak og fyrir til þess að sannfæra mig um að þetta væri að gerast. Spyrjandinn hefur væntanlega áttað sig á því út frá viðbrögðum mínum að svarið við spurningunni var líklega nei og spurði þá hvort ég vildi prófa. Ég ljómaði að sjálfsögðu allur eins og feitt barn í súkkulaðiverksmiðju og fyrr en varði var ég kominn inn í leigubíl milli tveggja gullfallegra (a.m.k. í minningunni sem er að vísu örlítið móðukennd sökum ölvunar) stúlkna á leiðinni í heimahús. Svo komum við heim til þeirrar sem hafði spurt mig hinnar gylltu spurningu og fórum inn. Kossaflens frá því í leigubílnum hélt áfram og fljótlega vorum við komin í stórt og myndarlegt rúm og fötum fór þá að fækka. Þá fóru hjálpartæki skyndilega að birtast og ég áttaði mig á því að þetta var ekki í fyrsta skipti sem stöllurnar höfðu leikið þennan leik. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að snúa mér í þessu máli enda aldrei þurft að þóknast tveimur í einu áður. Þær voru þó viljugar að kenna og ég komst fljótt upp á lagið með þetta. Ég ætla ekki að fara út í frekari smáatriði en leikurinn var endurtekinn morguninn eftir þrátt fyrir þó nokkra þynnku. Svona lagað gerist nú ekki það oft að maður geti leyft sér að láta þynnku hindra sig!
Ég vona að þessi saga hafi svalað þyrstum lesendum Skítsins að einhverju leyti og mæli eindregið með því að kynbræður mínir reyni eitthvað svipað í framtíðinni. Að lokum skal það tekið fram að nánast allt sem hér að ofan er ritað er uppspuni og skáldskapur sem eingöngu var ætlaður til skemmtunar en hefur ítið sem ekkert sannleiksgildi. Vonandi hafði fólk þó gaman að á meðan blekkingin entist.
Góðar stundir.
<< Home