GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

mánudagur, nóvember 10, 2003

Ég spái

Nú eru rúm tvö ár frá árás Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin á tvíburaturnana í New York sem hratt af stað hinu fræga “Stríði gegn hryðjuverkum” sem Bandaríkjamenn heyja nú gegn hryðjuverkamönnum og öðrum illa séðum kauðum. Í fyrra var mikill ótti við endurteknar aðgerðir þann 11. september 2002. Bandarísk yfirvöld kepptust við að segja fólki að ekkert væri að óttast og yfirmenn flugfélaga flugu sjálfir flugvélum þann dag til þess að undirstrika öryggið. Raunin varð enda sú að ekkert gerðist. Svo leið og beið en þann 12. október réðust svo systursamtök Al-Qaeda, Jemaah Islamiyah, á sumardvalarstað vestrænna ferðamanna á Balí.

Milli 11. september 2001 og 12. október 2003 leið nákvæmlega 1 ár, 1 mánuður og 1 dagur. Hvort sem það er tilviljun eða ekki ætla ég hér með að setja fram nýja hrakspá og setja hræðslustimpil á 13. nóvember 2003, þ.e. 1 ári, 1 mánuði og 1 degi frá Balí-sprengingunni. Ég mæli þess vegna með því að fólk fljúgi ekki til London eða París þann dag og ef þið þekkið einhvern sem er að gera slíkt, bendið honum þá á þetta mynstur. Ég ætla ekki út úr húsi þann dag (reyndar af öðrum ástæðum, en samt).

Fyrst ég er byrjaður með pælingar um hvað gæti gerst í ókominni framtíð er ég að hugsa um að gefa þér, lesandi góður, peninga í formi upplýsinga sem ég hef en ekki margir aðrir. Ég veit nefnilega ef Arsenal er einu marki undir í hálfleik í ensku deildinni þá borgar það sig að veðja á þá. Hár stuðull er á slíku veðmáli en reynslan sýnir að Arsenal er comeback-lið. Ég gerði þetta reyndar bara einu sinni síðasta vetur (og vann þá) en endurtók leikinn síðastliðinn laugardag. Ég setti $15 á Arsenal þegar þeir voru 0-1 undir gegn Tottenham og viti menn, þeir unnu 2-1 og ég fékk $39 sem þýðir $24 í gróða. Það gera um tvær kippur eða tvo Style-a eða tvær bíóferðir eða hvernig sem menn vilja mæla það.

Með þessum pistli hef ég því bæði bjargað mannslífum og gefið öllum sem nenna að lesa sinn skít fullt af péning. Verði ykkur bara að góðu, það var ekkert.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com