GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

mánudagur, nóvember 17, 2003

Áfram Dallas

Keppni í bestu körfuknattleiksdeild í heimi er nú hafin enn á ný og eru flest lið búin að spila um 10 leiki. Eins og stendur lítur ekki út fyrir neitt annað en að Lakers-liðið frá borg englanna muni sigra deildina enn eitt árið. Þeir hafa verið í toppbaráttunni síðustu ár með tröllið Shaq og nauðgarann Kobe í fararbroddi og eru nú einnig komnir með gamlar kempur eins og Gary Payton og Karl Malone, sem var í mínu uppáhaldsliði, Utah Jazz (ég mun ekki reyna að verja það).

NBA-deildin hefur reyndar ekki átt upp á pallborðið hjá Íslendingum í mörg ár. Ég held að það séu hátt í 10 ár síðan ég horfði á leik í NBA í beinni útsendingu og almennar vinsældir körfuboltans eru litlar, sérstaklega ef borið er saman við enska boltann eða meistaradeildina. Hvers vegna að ræða um NBA í pistli? Jú, að sjálfsögðu vegna þess að strákurinn okkar, hann Jón Arnór, er farinn að "spila" með Dallas Mavericks.

Dallas hefur gengið ágætlega á þessu tímabili, búnir að vinna 6 leiki og tapa 4 og eru í öðru sæti í sínum riðli á eftir eldflaugunum frá Houston. Um Jón Arnór er aðra sögu að segja. ég fór á heimasíðu NBA og ætlaði að kíkja á record-ið hjá honum. Það er eftirfarandi:

Já, það var blanco. Gaurinn ekki búinn að spila einn einasta leik og ég held meira að segja að hann komist ekki einu sinni á bekkinn, ætli hann fái að sitja uppi í stúku? Þrátt fyrir það að hann sé aldrei með fáum við alltaf að vita hvernig Dallas gekk í síðasta leik, og að Jón Arnór hafi því miður ekki verið með. Þetta er týpískt frétt af íslenskum íþróttamönnum, XXXX gerði 1-1 jafntefli við YYYYY, ZZZZ var á bekknum en kom ekki við sögu í leiknum. Af hverju er verið að segja okkur svona fréttir? Ég er ekki að segja að það eigi að hætta að segja fréttir af Íslendingum í útlöndum en það verður a.m.k. að vera eitthvað almennilegt eins og að okkar menn séu að skora eða eitthvað. Það að Íslendingur sé á bekknum er ekki frétt og hananú. Upp með sokkana, Samúel og aðrir.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com