MBL.Skítur
Góðan daginn, frá Graz í þetta sinnið hvar ég mun dvelja yfir helgina til þess m.a. að geta horft á Ísland kenna hinum þýsku hormottum og hárkollumeisturum að sparka í bolta. Mun Rudy Rambo missa sig aftur, grenja "mamma mamma" í míkrófóninn og hrista krullurnar, biðja um vægð frá hinum harðskeyttu fjölmiðlum, Der Spiegel og Das Fenster (kallinn)? Eða verður þetta dagurinn sem við hreinlega vorum ekki í rétta dagsforminu, náðum ekki að sýna okkar rétta andlit og hreinlega náðum ekki upp stemmningunni. Dagurinn sem leiðtogann vantaði o.s.frv. o.s.frv. Allavega held ég að Logi sé með nokkrar afsakanir tilbúnar í kollinum enda landsþekktur lúser. En við megum ekki gleyma því að Ásgeir er þjálfarinn á laugardaginn og ég man ekki til þess að sá maður sé lúser nema þá þegar hann var þjálfari Fram h.f. og drullaði á sig einni sveittri og illþefjandi sketu. En við vonum bara að það hafi verið byrjendamistök og að Ísland muni sýna Þjóðverjunum hvar Davíð bruggaði mjöðinn.
Annars ætlaði ég ekkert að röfla um boltann heldur MBL.is sem er eitt mesta rusl sem ég hef augum litið. Við Íslendingar erum mjög fréttaþyrst þjóð og er ég þar ekki undanskilinn. Heima á Íslandi hefur maður einatt aðgang að bæði mogganum og fréttablaðinu en hér úti þarf maður að reyna að graspa eitthvað í gegnum tölvuskjáinn. Þar verð ég að taka ofan fyrir fréttablaðinu sem birtir blaðið í heild sinni á netinu svo maður missir ekki af neinu. Mbl aftur á móti er bara með einhverjar snípafréttir þar sem einhverjum teaser hent í mann í tveimur setningum og síðan boðið upp á "meira". Svo klikkar maður á "meira" og á skjáinn kemur kurteisislegt "fokk off" þar sem einni línu hefur verið bætt við fyrsta textann sem maður las og maður er engu nær. Þetta er náttla bara rugl sem á að banna. Ég fæ ítarlegri fréttir á Baggalút, sem er auðvitað skyldulesning fyrir þá sem aldrei hafa lesið.
Annars sé ég að nú stendur yfir kvikmyndahátíð í reykjavík sem ég hvet flesta til að kíkja á. Skilst að myndir eins og Elephant og Dogville séu á dagskránni auk fleirri eins og Dirty Pretty Things sem ég hef þegar séð og smyr ***1/2 á. Vara Steindórson við þeirri mynd, ekki hans tebolli þar á ferð. Sjálfur hef ég mitt filmfestival í Mílanó og mun ég nú í hverri viku fram að jólum koma með létta bíórýni sem fylliefni upp í súra pistla.
Ætla ekki að froðusnakka mikið lengur heldur bið alla um að vera vel við skál og í öskrandi stemmningu á laugardaginn þegar slagurinn við þýsku dúkkulísurnar hefst.
Auf wiederhören
<< Home