GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

miðvikudagur, desember 15, 2004

Tilkynnist hér með að líkt og Björninn þá hef ég fjárfest í seríu 1-3 af Seinfeld á dvd. Aaúúúúúúúú. Fékketta á rúman 5000 kall á amazon. Kemur í hús á mánudag. Verður því lítið annað gert um jólin en að liggja uppí prumpusófa og hlæja með jólaöl í annarri og veislumat í hinni.

Það verður sífellt erfiðara og erfiðara að ropa upp úr sér pistli. Lengi var trixið að röfla bara um einhverja mynd sem maður sá í bíó kvöldið áður. Tala nú ekki um ef það var röfl um einhverja vandræðilega leiðinlega mynd á borð við Lord of the rings sem allir virtust elska meir en móður sína.

Nú er ekki svo gott að fara í bíó þar sem það er ekki neina einustu mynd að sjá og hefur ekki verið lengi. Nema kannski Alien vs. Pretador. Já sæll. En burtséð frá henni þá er ekki "jack" í bíó.

En ég hef reynt að kíkja á eina og eina dvd-mynd en þó engar sem ég nenni að tala um á þessum vettvangi. Eða hvað? Um daginn varð mér litið á mynd eftir "meistara" Peter Jackson, hinn sama og gerði Lord of the Rings (geispa við tilhugsunina um þær myndir). Myndin heitir Heavenly Creatures. Ég hafði aðeins heyrt góða hluti um þessa mynd. Að hún "sýndi vel hvers megnugur meistari Peter Jackson væri sem leikstjóri" og bla, bla, bla. Til að gera langa sögu stutta þá var myndin var vægast sagt léleg. Sjaldan hefur jafn leiðinleg mynd farið í DVD spilarann minn. Blossi (eða 810551) með Páli Banine er snilld í samanburði við þessa vælupíku-mynd. Ég var farinn að svitna af óþreygju og mæna upp í loft í tíma og ótíma, svo slöpp var myndin. Set því * á Heavenly Creatures fyrir auma viðleitni og vara alla við þessu djönki.

Ennfremur þykir mér ólíklegt að ég þrauki á fleiri myndum eftir þennan baggalút sem Peter Jackson er.

Annars er íslenski körfuboltinn kominn á fullt. Ætla ekki allir að mæta á Grindavík-Tindastól á eftir. Smút.




Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com