GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Verkfall á enda, skinka, herinn.

Nú virðist sjá fyrir endan á þessu viðbóðslega leiðinlega verkfalli sem hefur einokað alla fréttatíma og spjallþætti landsins í 2 mánuði. Sömu fréttirnar hafa glumið í eyrum manns dag eftir dag og alltaf hefur hinn skögultennti Eiríkur Jónsson blasað við manni á hverri forsíðu og á skjánum í a.m.k. klukkutíma á dag. Mikið finnst mér Eiríkur þreytandi maður. Öfunda ekki samninganefnd sveitarfélaganna af því að díla við Eika í 2 mánuði. Örugglega viðurstyggilega andfúll náungi sem getur tuðað út í eitt um allt og alla.

Talandi um tuð. Ég verð að fá að tuða aðeins um skinku. Ég er dálítill skinkukall og vill alltaf skinku á mínar samlokur hvernig sem viðrar. Því vekur það alltaf athygli mína þegar ég fer til útlanda hvað skinkan í öðrum löndum er alltaf 1000 sinnum betri og fjölbreyttari en á Íslandi . Á Ítalíu eru a.m.k. fjórar grunngerðir af skinku og sú sem þykir viðbjóðslegust meðal Ítalanna er einmitt sú sem við troðum í okkur og höfum alltaf gert. Ég smakkaði þeirra tegund af okkar skinku og viti menn, þetta var rúmlega 3 sinnum bragðbetri skinka en við eigum að venjast hér heima. Hún var ennfremur þurr og í pakkningum sem hægt var að opna og loka án þess að þurfa trjáklippur til.

Þessi skinka hérna heima er ekki hundum bjóðandi. Bragðlaus vatnssósa fitubrjósk sem rukkað er kílóverð af. Hafa bara nógu mikið af vatni í umbúðunum til að geta rukkað fólk hærra verð fyrir skinkusneiðina.

Athyglisverð frétt í gær. Varnarliðið er að útbúa nýtt hlið við varðstöðina í keflavík. Við erum að tala um lítið búr og veghlið til að hleypa umferð í gegn. Verð aðeins 140 milljónir króna. Skot- og sprengjuhelt helvíti. Slaka á paranojunni.

Maður er að heyra að Útvarp Saga sé að fara í hundana. Útvarpsstöð með öryrkja og ellilífeyrisþega sem markhóp er ekki að fara að selja margar auglýsingar til að halda sér á floti, er það. Þarf enga spámenn til að sjá það fyrirfram. Sé fyrir mér gjaldþrot og illdeilur í fréttunum næstu vikur.

Góðar stundir




Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com