GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Það er ekkert að því að vera útskrifaður úr skólanum og byrjaður að vinna. Nema hvað maður gerir og hugsar lítið um annað en vinnuna. Þannig hefur a.m.k. ástandið verið síðustu 2 mánuði hvað svo sem síðar verður. Er ég handsalaði ráðningarsamninginn hafði yfirmaður minn töluverðar áhyggjur af því að lítið yrði um verkefni fram að áramótum. Annað hefur komið á daginn og hefur það bitnað gróflega á vikulegum skítaskrifum. Er það miður en ég vonast til að geta sinnt honum aðeins betur næstu vikur.

En það eru líka ýmsir kostir við að vera útskrifaður og farinn að vinna. Bankareikningurinn blæs skemmtilega út út í stað þess að fuðra upp í gamla góða atlasinn um hver mánaðarmót.

Ennfremur eru viðbrigði að þurfa ekki að fara í jólapróf með kúkinn upp á bak, blaðrandi í símann úr hófi fram og leitandi í örvæntingu að glósum og gömlum próflausnum hjá skólasystkinum. En ég vorkenni fólki í prófum svosum ekki neitt því eftir prófin fara flestir í 2 vikna jólafrí meðan ég strita pungsveittur ?dag sem dimma nátt? (Björn, syngdu með).

Talandi um að reyna á sig. Ljóst og ég og Boto verðum mazzaðri en Skúli og Tobo þegar að dómsdegi kemur (hvenær sem hann er). Bjarni segist hafa farið 9 sinnum (reyndar áður en að keppni hófst) og ég lýg engu þegar ég segist vera búinn að fara 7 sinnum (eftir að keppni hófst). Ég finn nú þegar hvernig massinn er farinn að láta á sér kræla. Kemst varla í skyrtuna á morgnana og stutt í að maður detti í próteinsjeika og skræpóttar lyftingabuxur. Boto er hins vegar farinn að vinna allsvakalega á þessum 24% og kominn í galla með belti und alles. Skúli og Tobo, þið getið gleymt þessari keppni. Við eigum sigurinn vísan.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com