GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

mánudagur, desember 06, 2004

Þjóðarblómið

Nýlega var kosið þjóðarblóm okkar Íslendinga. Leitað var að því blómi sem telst hvað best lýsandi fyrir Íslendinga og íslenska náttúru. Fyrir valinu varð holtasóleyin. Ég kaus hana reyndar en hefði ekki gert það hefði ég vitað af neðansjávarplöntu einni sem vex í Mývatni. Þetta er einhvers konar þörungabolti og ber það ágæta nafn, kúluskítur. Ekki nóg með það heldur er þetta fagurgræn planta sem er líklegast eins nálægt því og nokkur einstakur hlutur að vera grænn skítur. Ég vil því fagna kúluskítnum og býð hann velkominn á Græna skítinn.

Fyrir áhugasama bendi ég á Kúluskítshátíðina sem nú þegar er byrjað að skipuleggja og auglýsa þótt tæpt ár sé í hana.

Svo má líka hafa gaman að því að þýða kúluskítinn yfir á erlenda tungu. Til dæmis myndi hann útleggjast sem ballshit á ensku og Kugelscheisse á þýsku. Kannski geta erlendir fréttaritarar skítsins lagt mér lið við fleiri þýðingar.

Þetta er kúluskíturinn í öllu sínu veldi:

.

Ég þakka þeim sem lásu.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com