Köggull Skítsins
Góðan og blessaðan.
Hér með tilkynnist að keppnin Köggull Skítsins er farin í gang. Já góðir hálsar, hér er ekkert grín á ferð. Meðlimir skítsins (sumir hverjir) eru komnir með áhyggjur af vaxandi vömb sökum áfengis og pizzuneyslu og hægagangs í miðvikudagsboltanum margfræga. Hafa því 3 af 5 skítsmönnum (ég, BoTo og Tobo) fjárfest í árskorti í bótinni auk Skúla ljóðaprins sem grátbað um að fá vera með. Á meðan munu hinir skítsmeðlimirnir, þeir Gummo og Bjössi Vidda halda áfram að stappa í slagæðar og spreða í plömmer við hátíðleg tilefni.
Nema hvað. Keppt er í lækkun fituprósentu en hugsanlegt að keppt verði í fleiri undirflokkum eins og jafnhöttun, hnébeygju og mætingafjölda. Verður það ákveðið nánar síðar. Þetta er að sjálfsögðu liðakeppni og eru liðin eftifarandi.
BoTo og Ellert VS. Tobbi og Skúli ljóðaprins
"Whoever wins you lose".Drúm-tiss.
Yfirdómari og aðalráðgjafi keppninnar er hér með skipaður Grétar Dór Sigurðsson a.k.a. Da BeefMasta en hann hefur áratuga reynslu af lóðalyftingum og vöðvun. Fregnir herma að hann taki 100 kílógrömm í bekk með annarri á meðan hann sörfar á fjarstýringunni með hinni. Bogus.
Í lok árs verður sigurliðið verðlaunað með bjórkassa í boði tapliðsins. Ekki amaleg verðlaun það.
Svo nú er það bara skyr og banani í öll mál. Já sæll.
Farinn á stælinn.
<< Home