GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

miðvikudagur, desember 22, 2004

Jólagjafainnkaup

Senn koma jólin. Þau kalla á eitt mesta vesen ársins: jólagjafainnkaup.

Tala nú ekki um þegar það er engin "eazy-gjöf" sem maður getur keypt án umhugsunar en þó verið viss um að verði viðtakanda til ánægju. Þar sem eazy-gjafir eru þetta árið þarf ég því að ráfa um búðir eins og njóli í leit að einhverju sem þiggjendum kann að vanta eða langa í. (Trixið er þá alltaf að gefa eitthvað sem manni langar sjálfum í, annað er bara bull)

Ég hef þegar farið í eitt mission í Kringluna og eitt á laugaveginn. Ferðin í Kringluna var alger bilun. Allt stappað af fólki og hitastigið innandyra eins og í gufubaði. Gamlar kellingar að skoða hvern einasta hlut og spyrjandi um verð en í leiðinni að stífla gangveginn fyrir mér. Síðan ná þær að toppa pirringinn hjá mér með því að spyrja mig "fyrirgefðu, ert þú að vinna hérna?"

"Nei, andskotinn hafiða" hugsa ég með mér en svara heldur"nei, af hverju heldurðu það?"

Gamla kelling: "Æ, fyrirgefðu, þú ert í flíspeysu svo ég hélt þú værir að vinna hérna."

Já svona er komið fyrir flíspeysunum góðu. Maður er sjálfkrafa stimplaður sem starfsmaður í matvöruverslun þegar maður er í flísi. Það er varla að maður megi labba um bílastæði, þá kemur tóm innkaupakerra á fullri ferð í áttina til manns eins og það sé ekkert sjálfsagðara en að maður komi henni í kerruhólfin. Er flísið dautt? Maður spyr sig.

En ég fór líka á Laugaveginn. Ekki nærri eins mikið af fólki en ekki nærri eins mikið úrval. Þó er alltaf hægt að finna gjafir handa öllu liðinu. Erfiðast við Laugaveginn er að finna bílastæði. En ég fann eitt að lokum og afgreiddi gjafirnar á 1,5 klst. Og það bara nokkuð veglegar gjafir. Að vísu á ég einstaka smáatriði eins og pökkun eftir en nú þarf ég a.m.k. ekki að fara aftur í Kringluna né Smáralindina og get því tjillað á pakkanum fram að jólum.

Að lokum: Ef þið ætlið að gefa bækur í jólagjöf, þá getið þið sparað ykkur 1000-2000 per bók með því að kaupa þær í Bónus. Munar um minna. Getið bætt ofan á gjafirnar sem nemur mismuninum eða bara keypt eitthvað handa sjálfum ykkur t.d. disk, dvd, pylsur etc. Það eru nú einu sinni jólin. Óþarfi að fara á hausin vegna þeirra.

Óska öllum gleðilegra jóla.

Later


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com