GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, október 21, 2004

Búgalú?

Airwaves hófst í gær. Veit ekki meðetta. Verður ekki allt troðið allstaðar og maður endar með að sjá ekki neitt nema hnakkan á næsta manni í röðinni? Er þá ekki bara betra að sleppa því að fara? Segi svona.
Kannski maður kíki á Byltuna í 34 skiptið. Nei varla, kíki þá frekar á Tristian. Þorbjörn, hvort á maður að sjá?

Þegar ég lít yfir dagskrána sker laugardagskvöldið sig algerlega úr. Og þá er Nasa tvímælalaust staðurinn til að vera á. Aðrir staðir verða í ruglinu.Þetta kvöld eru Trabant, Quarashi, Gusgus, Mugison og fleiri góðir að sýna sínar bestu hliðar við Austurvöll. Þetta eru líklega með hressari böndum þessa festivals þó ég vilji ekki fullyrða um neitt enda ófá böndin á hátíðinni sem ég hef aldrei heyrt um.

Get varla beðið eftir laugardagseftirmiðdegi er ég útskrifast. Fer allur á flug við tilhugsunina um að sitja í sveittri og myglaðri laugardalshöll hlustandi á frænda hans Skúla, Pál Skúlason, berja í pontu og rausa í míkrófón eitthvað um gildi menntunar, samkeppni háskólanna, kennaraverkfallið og aðra síbylju. Er ekki hægt að hafa bara einhver skemmtiatriði og drulla þessu af. Maður spyr sig.

Fór á litlu kvikmyndahátíðina og sá Outfoxed :*** 1/2.Stutt og laggóð mynd um sjónvarpsstöðina Fox og þann einhliða fréttaflutning sem stöðin eldar ofan í fáfróðan bandarískan almúgan. Mæli með þessari mynd. Fréttaflutningurinn er svo fáránlegur á köflum að maður liggur af hlátri. Ætla að kíkja á fleiri myndir á þessari hátíð. Gott í essu.

Las moggann í gær. Skítablað.

skummelú baba


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com