Renee saknar stóru brjóstahaldanna!
Er ofangreind fyrirsögn upphafið að frétt ársins? Maður spyr sig. Í stuttu máli lýsir fréttin af mbl.is því hve fröken Zellweger hafi liðið vel í stórum fötum fyrir stórbeinóttar konur, en hún ku hafa bætt á sig ríflega tylft kílóa til að “passa”í hlutverk Birgittu Jóns.
“Hún sagði að það hefði verið góð tilfinning að passa í stærri stærðir en áður. Að ganga í fötum Bridget Jones var gott, sagði hún í viðtalinu.”
Hér er önnur safarík frétt fyrir fréttaþyrsta lesendur sem enginn má láta framhjá sér fara!!
Britney drekkur frjósemisdrykk á hverjum degi
Britney Spears drekkur nú frjósemisdrykkinn Kava á hverjum degi, en hún er stödd í brúðkaupsferð með Kevin Federline á Fídjí-eyju. Heimamenn segja henni að drykkurinn auki möguleika á því að hún verði ófrísk.
Heimildamaður The Sun segir að hjónakornin hafi bæði drukkið elexírinn af þrótti, en hann á að sögn að auka kyngetu karlmanna. „Britney hefur drukkið Kava á hverjum degi. Eina vandamálið er að drykkurinn er viðbjóðslegur á bragðið.“
Aldrei hefði ég trúað þessu. Ég velti því fyrir mér hvort heimildarmaður Sun hafi ekki öskrað af spenningi er hann tilkynnti ritstjóra sínum þessi stórtíðindi.
Þeir rétti upp hönd sem er ekki sama um það hvað frk. Spears lepur með morgunmatnum.
Lindsay Lohan lögð inn á sjúkrahús með háan hita
Leikkonan Lindsay Lohan var lögð inn á sjúkrahús um helgina með háan hita, að sögn talskonu hennar. Lohan, sem er 18 ára og lék m.a. í myndinni „Confessions of a Teenage Drama Queen“, hafði verið veik í nokkra daga og með allt að 39,4 stiga hita, eða 103 stig á Fahrenheit, eins og stendur í frétt Reuters.
„Hún er nú að gangast undir ýmsar rannsóknir,“ segir Leslie Sloane Zelnik, fjölmiðlafulltrúi leikkonunnar. „Henni líður vel og hún hvílist,“ segir hún og bætir við að Lohan kunni að þjást af inflúensu.
Veikindin hafa valdið því að Lohan hefur misst úr nokkra daga af tökum á næstu mynd hennar, „Herbie: Fully Loaded“. Þá gat hún ekki leikið á móti kærasta sínum, Wilmer Valderrama, í gestahlutverki í þættinum Svona var það, eða „That '70s Show“.
Gefiði henni bara stíl. Maður getur ekki endalaust beðið eftir Herbie: Fully Loaded.
Ekki óvæntar tilnefningar í Vali fólksins
Julia Roberts og George Clooney eru meðal þeirra sem eru tilnefnd í Vali fólksins, „People's Choice Awards“, á eftirlætis kven- og karlleikurum ársins. Roberts hefur þegar unnið titilinn kvenleikari ársins níu sinnum. Aðrar leikkonur sem eru tilnefndar eru: Nicole Kidman, Julianne Moore, Reese Witherspoon og Charlize Theron.
Í karlaflokki eru auk Clooney: Johnny Depp, Tom Hanks, Denzel Washington og Tom Cruise, að´því er fram kemur á fréttavef BBC.
Nýjasta mynd Roberts og Clooneys er Ocean's Twelve, sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Ocean's Eleven.
Dýrka allar fréttir tengdar fröken Roberts. Alveg ótrúleg leikkona. Já sæll.
Ofantaldar fréttir eru af fréttamiðli Íslands, mbl.is. Þeir hafa svo sannarlega nef fyrir mikilvægum fréttum.
Biðst afsökuna á svo slælegum vinnubrögðum og ódýrri lausn. Verður vonandi skárra næst.
L
<< Home