GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, október 14, 2004

mmhmmm....

Fimmtudagur og svo virðist sem þetta sé fyrsti pistill vikunnar. Boto brást í fyrsta sinn á mánudag og hefur enn ekki komið með haldbærar skýringar. Þorbjörn hetjutenór ropar í míkrófón með Sykurmola Íslands og gefur skít í skítinn ( Er það hægt? Sjá Vísindavefinn). Björn Brie er með niðurgang vegan óhóflegrar neyslu á mygluostum og kassarauðvíni og gott ef hann er ekki að fallbeygja einhverjar franskar sagnir þess á milli. Aldrei hefur lærdómur þótt lögleg afsökun fyrir pistlavöntun, hvað þá neysla matar og drykkjar. Það er af sem áður var.

Pistill dagsins í dag er fyrirsjáanlegur. Fótboltapistill……Ole (au lait fyrir björninn). Er ekki kominn tími á að kornhænurnar við stjórnvölinn, Ásgeir og Logi, taki pokann sinn og snúi sér að því sem þeir gera best, krosssaumi. Af hverju að vera með aðeins þrjá menn í vörn gegn einu sókndjarfasta liði Evrópu? Er eitthvað að?

Svo eru nokkrir leikmenn sem ég skil ekki hvernig geta talist fótboltamenn. Brynjar Björn Gunnarson a.k.a. skakklappa hýenan. Hvaða íþrótt er þessi maður að spila? Grindahlaup? 99% líkur á því að boltinn fari útaf ef hann kemur við boltann. Staðreynd.

Þórður Guðjónsson: Fljótur leikmaður og baráttuglaður en eftir næstum 10 ár í atvinnumennsku er ótrúlegt að hann drífi ekki inní teig frá kanti nema í undantekningartilvikum.

Heiðar Helguson: Ef hann væri ekki svo góður skallamaður þá væri hann í fangelsi.

Pétur Marteinsson: Klassaleikmaður en varla hægt að treysta á að hann geti neitt nýstiginn upp úr meiðslum.

Eiður Smári: Hverning nennir hann að spila með þessum amatörum. Alger yfirburðamaður í landsliðinu og betri en allir miðjumenn Íslands til samans jafnvel með pulsu í annarri og hamborgara í hinni.

Sá sem kom hvað mest á óvart með leik sínum var varamaðurinn Hjálmar Jónsson er leikur með IFK Gautaborg í Svíþjóð. Þessi maður var solid út í gegn, ógnandi og gerði engin mistök. Besti maður íslenska liðsins ásamt Eiði Smára.

Nenni ekki að fjalla um fleiri leikmenn. Minni fólk á að horfa á og koma sér inn í þáttinn Scrubs (Nýgræðinga) á rúv. Hann er í kvöld. Viðbjóðslega fyndinn þáttur.


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com