GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, september 23, 2004

Aumkunarverður samtíningur

Nú er nákvæmlega vika þar til ég afhendi á skrifstofu Háskóla Íslands mína BS-ritgerð í hagfræði. Hvílíka hrákasmíð hef ég vart séð á minni lífsleið. Fyrir utan fjölmiðlafrumvarpið sáluga version 1,2 og 3. En það er nú önnur saga. Nema hvað, ritgerð verður skilað og það í eitt skipti fyrir öll. Hef ég þá lokið skólagöngu um ókomna tíð og við tekur hark og rembingur á íslenskum vinnumarkaði. En þegar þessi orð eru skrifuð bíð ég milli vonar og ótta eftir að kona nokkur úti í bæ hjá virðulegu fyrirtæki hringi í mig og segi:

"Sæll Ellert, okkur líst svo vel á þig eftir viðtalið að við ætlum að ráða þig. Ertu til í að koma hingað uppettir og skrifa undir nokkra pappíra."

Ef hún hinsvegar bryddar uppá synjun með tilheyrandi upplífgunarorðum tekur við óvissa og ömurleiki, alltof hár visareikningur og lestur atvinnusíðna Moggans.

Hressan starfskraft vantar í fjölbreytt og áhugavert ræstingarstarf. Góð laun í boði fyrir gott fólk....Einmitt. Ótrúlega fjölbreytt.

Samdægurs ritgerðarskilum verður haldið til Köbenhavn og síðar Lundar í Svíþjóð hvar dreypt verður á heimabruggi baunans og síðasta golfkúlan sleginn fyrir komandi vetur. Bankað verður uppá hjá ritstjóranum Guðmundi og sannreynt hvort dönsku klósettin séu jafn snyrtileg og hann vill meina.

Að lokum. Því miður sýnist mér á öllu að Bush verði áfram við völd í Bandaríkjunum. Þessi Kerry er einfaldlega of slakur. Slakari en Gore. Slakari en Kolbrún Halldórsdóttir. En það eru enn nokkrar vikur til stefnu. Spurning hvort hann hafi einhver tromp upp í erminni.Vonandi.

Farinn í mat


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com