GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, september 16, 2004

Dead-æði

Er ég var lítill strákur í Mýrarhúsaskóla gerðu nokkur "æði" vart við sig meðal krakka á mínum aldri. Minnistæðust eru brjáæðisleg söfnun á Garbage Pail Kids myndum, körfuboltamyndum, Jordan körfuboltaskór, LA-Gear skór með ljósum í hælnum, LA-Gear skór með pumpu í tungunni JóJó (eftir að heimsmeistarinn í JóJó kom í skólann) og fleira drasl. Í seinni tíð hafa hlutir eins og Pokemon, Pox og tölvugæludýrin verið það heitasta. Ég veit ekki hvað er það heitasta í dag hjá krökkum í barnaskóla. Gemsar? Fartölvur? McFly? Skiptir ekki ölllu. En öll þessi æði áttu það sameiginlegt að breiðst hratt út en jafnframt deyja út hraðar.

Er mér var litið á "stöðuna til þessa" eða current results í könnuninni hér til hliðar varð ég dálítið hryggur í bragði. Af hverju? Jú, því nú er Dead-jakkinn minn sem ég keypti síðustu helgi orðinn verðlaus. Ég sem ætlaði að jazza á Sirkús næstu helgi og taka í spaðann á öllu fólkinu í listháskólanum og tala um dada-isma og lagið ( ) með Sigurrós . Verð bara að fá að skila jakkanum.

En grínlaust þá held ég að dagar Nonnabúðar séu taldir, a.m.k. dagar Dead-vörumerkisins. Þetta var æði á meðal listaelítunnar á meðan fræga fólkið millilenti hér en ú þegar fræga fólksins nýtur ekki lengur við er alveg Dead að vera í Dead. Því eins og listaelítan veit hvað best þá er það ekki jákvætt þegar "underground" verður "commercial". Þá er listamaðurinn orðinn "sell-out" sem er það lágkúrulegasta sem listamaður getur gert aðdáendum sínum. Hversu töff er það að vera í Dead jakka þegar Gísli Marteinn er farinn að spóka sig í einum slíkum? Svar: Núll töff. Eða hvað?

En það er ekki alltaf sem listamenn deyja eftir að þeir koma upp á yfirborðið og byrja að selja í massavís. Stundum nær æðið það miklum hæðum að listamennirnir geta gefið skít í sína fyrri aðdáendur og lifað ævilangt á blómlegu æðinu. Er það bara ágætt. En því miður held ég að Nonni hafi ekki ná það miklum vinsældum meðal almúgans að hann geti sest í helgan stein. Nema þá helgan legstein. Væri það ekki fullkominn endir á Dead ævintýrinu? Pæling.




Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com