Þjóðminjasafnið (hauskúpa)
Býð lortinn velkominn aftur. Byrjar þó ekki vel. Björninn klippti á sinn áður en hann leit dagsins ljós. Aldrei hefur það boðað gott. Stefnir í harðlífi hjá Birninum.
En áður en lengra er haldið vil ég vekja athygli á hengli sem barst sem athugasemd í þarsíðasta pistli BoTo. Á Sylvía nokkur heiðurinn af honum og erum við skítsmenn svo og allir áhugamenn um klósettmenningu henni afar þakklátir fyrir áhugavert innleg í umræðuna. Þetta er krispí texti sem gaman er að lesa.
Nema hvað. Í gær gerðist sá ótrúlegi atburður að bragginn risavaxni við suðurgötuna (sem einhverjir kalla arkítektúr), nánar tiltekið Þjóðminjasafnið, var tekinn í notkun á ný eftir 6 ára viðgerð sem kostaði næstum 1500 milljónir. Var ekki hægt að eyða aðeins meiru í þetta? Maður spyr sig.
1500 milljónir eru ekkert mál enda hverri þjóð nauðsynlegt að búa vel að sínum ryðguðum hurðahúnum og brjóstnælum. Svo er líka alltaf gaman að rykföllnum hauskúpum og gömlum taflborðum. Ég heyrði í óspurðum fréttum að skrifborð Jóns Sigurðssonar væri þarna að finna. Get nú varla beðið eftir því að sjá það, örugglega allt öðruvísi en skrifborðið mitt. Ótrúlegt.
Eins óþjóðlega og það kann að hljóma þá saknaði ég Þjóðminjasafnsins afskaplega lítið. Held ég að ég sé ekki einn um það. Er ég var yngri þótti mjög töff að hljóla á BMX-hjólinu upp í Þjóðminjasafn til að sjá hauskúpur og hluta úr gömlum sverðum. Hefur eitthvað bæst við safnið síðan þá? Jú kannski einstaka kertastjakar en ekkert til að missa saur yfir.
1500 milljónir eru mikill peningur. En það kæmi mér ekki á óvart ef nú sé komið nýtt árlegt fréttaefni fyrir fréttastöðvar landsins í svæsnustu gúrkunni, þar sem fréttirnar verða svo: “Rekstur Þjóðminjasafnsins í hættu, hefur farið 300 milljónir fram úr fjárhagsáætlun.” Kannski dálítið ýkt tala en alls ekkert fáránleg og jafnvel bara nokkuð líkleg. Bið lesendur því um að minnast þessa pistils þegar fyrsta frétt birtist af hallarekstri safnsins, vetrarlokunum, frostskemmdum á klæðningu bla, bla, bla.
Góðar stundir.
<< Home