GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, september 09, 2004

DV og Landsliðið

Íslenska landsliðið skeit og meig allhressilega á sig í gær í leiknum gegn Ungverjalandi. Fyrri hálfleikur var mjög góður af okkar hálfu, vörnin stóð í lappirnar og Eiður stangaði einn bolta í mark andstæðinganna. Ungverjarnir höfðu ekkert fram að færa, nema kannski gúllas fyrir gesti vallarins.

Ég sagði við sjálfan mig í hálfleik að ef þeir myndu tapa fyrir þessu liði þá væri það hneyksli. Og hver varð raunin? Jú, hneyklsi með raddaðri áherslu á n-ið. Vörnin var ekki að standa sig og þá sérstaklega ekki Kristján Orri Stefánsson og tréhesturinn Hermann Hreiðarsson. Undir venjulegum kringumstæðum eru þetta jafnbestu mennirnir, fljótir og öruggir varnarmenn sem berjast út í eitt. Í gær börðust þeir vel en gleymdu sér í tvö skipti. Í bæði skiptin urðu þeir að ná í boltan í markið og byrja á miðju.

Í ofanálag virðist sem Árni G(r)autur sé búinn að tapa öllu sjálfstrausti í markinu. Hann virðist aldrei nálægt því að flæma hendi í þessa drullubolta sem fara framhjá honum trekk í trekk. Það virðist vanta allt skap í manninn. Sóknarmenn sjá bara einhvern pappírspésa í Árna og negla á markið. Öfugt við það þegar markmenn á borð við Kahn eða Lehman eru í markinu. Þá verða sóknarmenn einfaldlega hræddir um líf sitt og sulla einhverjum blöðruboltum á markið sem allir geta varið, jafnvel Gummi Hrafnkels.

Gömlu konurnar í varamannaskýlinu, Ásgeir og Logi, klóruðu sér bara í skallanum og vildu kenna dómaranum um. Þeim er ég ekki sammála þó svo að dómarinn hafi verið arfaslakur. Því, ekki var það dómarinn sem komst inn fyrir vörnina og skoraði auðveldlega hjá Árna Gaut í þrígang. Og ekki fengum við fleiri færi en þessi 1og ½ sem við náðum að skora 2 mörk úr. Gef landsliðinu 2** fyrir frammistöðu sína í þessum leik og *1/2 stjörnu fyrir frammistöðu í mótinu til þessa.

Úr einu í annað.

Ég hreinlega verð að benda lesendum á að DV er skemmtilegasta dagblað landsins í dag. A.m.k. er þetta það blað sem ég eyði hvað mestum tíma að lesa á daginn. Þetta er ekki beint fréttaskýringablað þar sem gerður er ítarlegur samanburður á íbúðalánum bankanna dag eftir dag heldur snaggaralegt og flugbeitt blað sem hikar ekki við að nota húmor í sínum skrifum. Vil ég meina að þetta sé eina dagblað landsins sem hafi stíl. Fréttablaðið og Mogginn eru mosavaxin flatneskja sem ég fletti í gegn á innan við 5 mínútum. Allar fréttir fyrirsjáanlegar, þurrpumpulegar og gamlar og innsendu greinarnar eru alltaf frá sama pakkinu sem rausar um ekki neitt. DV hins vegar reynir búa til eitthvað skemmtilegt, fer stundum frjálslega með staðreyndir og skrifar með skemmtilegum hætti um flest mál, allt frá íþróttum fatlaðra til baktjaldamakks í atvinnulífinu. Svo slæða þeir að sjálfsögðu inn einstaka smásálar-fréttum sem oft koma á forsíðunni t.d. fá fórnalömb nauðgana oft mikla umfjöllun svo og örykjar sem kerfið hefur skellt á í síma ofl. ofl. Hvet lesendur til að nálgast eitt eintak og gera samanburð.

L

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com