GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Myndasíða opnuð

Eftir mikla yfirlegu hefur Ellert nú aflað sér það mikillar þekkingar um internetið að hann gat leiðbeint mér í gegnum byggingu myndasíðu. Fyrsta myndasíðan frá München opnast því hér með og er hérna og vonandi verður settur linkur á hann einhvers staðar hérna við hliðina bráðlega.

Myndirnar sem nú eru birtar eru brot af því sem ég hef tekið hingað til og sýna í grófum dráttum stemmningu hérna í München. Nú þegar tæknin er komin í gang mun ég væntanlega uppfæra síðuna þegar myndefni og aðstæður leyfa. Myndirnar eru gróflega í öfugri tímaröð svo fyrir þá sem vilja ekki ögra tíma og rúmi bendi ég á að hefja yfirferðina neðst.

Er að fara í bjórgarð í kvöld svo það er aldrei að vita nema eitthvað gerist fljótlega.

Kveðjur að sunnan.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com