GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

laugardagur, ágúst 21, 2004

Befriedigend

Jæja, prófin eru afstaðin og niðurstaðan er ljós. Ég stóðst prófið á endanum en það er samt óþarfi að segja að ég hafi gert það með glæsibrag. Ég fékk heildareinkunnina "Befriedigend" sem er þriðja einkunn af sex mögulegum þar sem tvær neðstu eru falleinkunnir. Ég veit ekki alveg hvernig er best að þýða "Befriedigend" fyrir þá sem ekki hafa lært þýsku en best er líklegast að gera það út frá orðinu "zufrieden". Það þýðir í raun "sáttur" og "Befriedigend" er lýsingarorð yfir þann sem gerir einhvern sáttan. Því má segja að ég hafi fengið einkunnina "Ásættanlegt" svona gróft séð. Þessa orðskýringu verður svo að sjálfsögðu að skoða í ljósi þess að ég fékk bara "Befriedigend" sem einkunn svo að líklega er hægt að skýra þetta betur.

Markmiðinu var þó náð, ég er nú með Mittelstufeprüfung í þýsku sem er nokkuð meira en ég reiknaði með þegar ég lagði af stað í þetta missjón.

Matarlega séð gerðist tvennt merkilegt í dag. Ég eldaði í u.þ.b. sjötta skiptið hér í München (alltaf sama pastað auðvitað) og svo lenti ég í þeirri lukku að fá tvær súrgúrkusneiðar á sama hamborgarann á McDonald's.

Fyrir utan reglulegt djamm og drykkju held ég ekki að annað merkwürdigt hafi gerst síðan síðast.


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com