GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Hættað horfá ólympíuleikana, kondí bíó !

Gleðilega hátíð góðir gestir, gleðilega kvikmyndahátíð.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá hafa einhverjir framtaksamir einstaklingar tekið sig til og fretað upp einni glæsilegustu kvikmyndahátíð síðari tíma. Tryggir lesendur skítsins kannast eflaust við síuna mína margumtöluðu og er þessi kvikmyndahátíð svo þéttskipuð góðum myndum að aðeins 3 af 10 eru ekki að standast síuna eða 30%. Er það ansi lágt hlutfall af frásíuðum myndum á svo skömmu tímabili en gróflega áætlað hygg ég að árlega ráðleggi sían mér að sleppa 75-85% af þeim myndum sem koma í íslensk kvikmyndahús.

Réttast er að nefna þær myndir sem sían hafnar. Þær eru (með rauðu letri):
  1. Bollywood/Hollywood,
  2. My first mister
  3. Saved!
Aðrar myndir eru möst fyrir fólk sem hefur gaman af því að fara í bíó. Þess má geta að hægt er að kaupa passa á allar myndirnar á skitinn 5000 kall (4000 ef í Landsbankanum) og er það ekki jack fyrir góða stemmningu.

A.m.k. 7 myndum hátíðarinnar verða gerð skil af gagnrýnendasveit skítsins. Af því tilefni verður útbúin hliðarsíða skítsins hvar skítaskrifarar geta í framtíðinni riggað upp gagnrýni á ýmsar afurðir menningarlífsins; kvikmyndir, bókmenntir, tónlist og sjónvarpsviðburði. Verður einkum fróðlegt að fá pistla frá hinu danska baunaveldi í boði ritstjórans og suðurhluta Frakklands hvar Björninn mun dæla út pistlum með brie í annarri og baguette í hinni. Síðan er í vinnslu en fréttatilkynning verður send til fjölmiðla um leið og hún kemst í gagnið.

Sjitt, fokk, reip!


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com