Das Model
Á föstudaginn hóf ég löngu tímabæran fyrirsætuferil minn. Þá sat ég fyrir, ásamt 8 öðrum, sem nemi í kennslustund en myndirnar sem teknar voru munu birtast í nýrri kennslubók í þýsku. Eins og fólk veit er fyrirsætubransinn harður og á botninum fær maður ekki mikið greitt. Ég fékk aðeins 15 evrur fyrir 45 mínútna fyrirsetu. Svo verð ég að koma einu að. Í þessu fótósjúti, eins og sagt er í bransanum, var annar strákur sem var alltaf að lauma því að hvað honum fyndist þetta nú kjánalegt, svona til þess að halda kúlinu. Ég veit ekki alveg hvernig myndatöku hann hélt að hann væri að fara í en hann valdi þetta og ætti bara að standa við það val. Svona væl og afsakanir eru fyrir aumingja.
Ég skellti mér annars í diskó á miðvikudaginn og þar sá ég olíubornari menn en mér er hollt. Ég hugsa að þeir hefðu gefið mikið fyrir að vera í mínum sporum, þ.e. í fyrirsætubransanum. Auðvitað er nauðgunarverðlag á svona diskóum, maður borgar sig inn og verður svo að sætta sig við 50-100% hærra verðlag en á öðrum börum. Svo er maður náttúrulega ekki til í að beila vegna upphaflegu inngangsfjárfestingarinnar. Svo fór ég aftur í diskó í gær, sem er mun stærri en fyrra diskóið, og fyrirfram hélt ég að ég myndi ausa skít og drullu yfir það. Hins vegar reyndist það bara hið ágætasta. Ég þurfti reyndar að borga 10 evrur inn en áfengið var á fínu verði, 2,50 evrur fyrir flöskubjór sem er bara mjög ásættanlegt. Tónlistin var líka ekki alveg eftir mínu höfði, það var alveg slæðingur af góðum lögum en allt þarf að vera remixað á svona stöðum.
Er að fara að horfa á tvo leiki úr enska boltanum, guði sé lof.
L
<< Home