Pistill á heimsmælikvarða: Gummi Torfa og Gaupi Grill missa mysing í brækur. Harmsaga
Ja nú er ég hlessa. Niðurstöður síðustu könnunar leiddu í ljós að meirihluti lesenda grænu dellunnar er kvenkyns. Niðurstaðan var 14 g-strengir á móti 12 pungbindum. Og ég sem hélt að kven læsu bara Femin.is og Tíkina. Ég verð að endurskoða minn hugsanagang, þó fyrr hefði verið. Nema hvað, ég verð víst að hryggja þær dömur með léttsteiktum fótboltapistli, enda heldur langt síðan sá síðasti leit dagsins ljós. Þær hafa líka gott af því að rækta punginn í sér.
Þannig var á þriðjudaginn að ég lá uppí prumpusófa og tróð í mig kók og prins á meðan ég glápti á leikinn Mónakó-Chelsea í meistaradeildinni. Líkt og flestir vita fór leikurinn 3-1 fyrir Mónakó og þeir Mónakóprinsar virðast komnir með annan fótinn og hluta úr eista í undanúrslit keppninnar.
En, það kom alltof oft fyrir að prins pólóið stóð í mér og kókið freyddi upp í nef. Af hverju var það? Jú, Gaupi og Gummi Torfa rassanjólar lýstu leiknum eins og sullaveikir sjíta múslimar og gleymdu að lýsa aðalatriðum leiksins. Allt þeirra púður fór í að dásama Eið Smára a.k.a. Gudda feita.
Dæmi:
“Eiður Smári er býr yfir guðdómlegum leikskilningi, já hann er alveg ótrúlegur, pilturinn”
“Haldiði að það væri ekki saga til næsta bæjar ef íslendingar ættu mann í úrslitum Meistaradeildarinnar”
“Sjáiði þessa boltameðferð, drengurinn er hreint með ólíkindum”
“hann hefur ekki stigið feilnótu allan leikinn”
“hann er svona maður sem getur búið sér til mat úr öllu”
“Þetta er skot á heimsmælikvarða”
Dæmum lýkur
Hvernig stígur maður feilnótu og hvað er ekki á heimsmælikvarða? Búa sér til mat úr öllu? Er ég að horfa á popptíví?
Ég ætla að fara að nota orðið heimsmælikvarði oftar. Það er svo skemmtilega innihaldslaust.
Einhver: Hvernig var bærinn í gær?
Ég: Hann var á heimsmælikvarða.
Síðustu þrjár setningarnar í dæmunum að ofan gerðu það að verkum að ég hreinlega missti mig. Teygði mig í fjarstýringuna og negldi á “Mute”-takkann. Það er náttúrulega ekki hægt að láta bjóða sér svona fíflagang. Fyrir þá sem sáu leikinn var greinilegt að Gaupan og Torfhausinn voru með mysinginn í brókunum allan leikin. Ekkert að fylgjast með. Að vísu átti Eiður Smári þátt í því að Crespo skoraði eina mark Chelsea í leiknum. En þáttur Eiðs Smára var klárlega heppni. Hann var í dauðafæri, datt á rassinn eins og feit skúringakona, drollaðist á fætur og rétt grísaðist til að sulla boltanum á Crespo sem datt ekki á rassinn, heldur nelgdi tuðrunni í netið, eins og Eiður átti vera löngu búinn að gera.
Þetta sáu Gaupi og Torfheilinn ekki. Fóru í afneitun og töluðu um snilldar boltatækni Eiðs Smára og frábæra sendingu. Mennirnir eru náttúrulega blindaðir af aðdáun.
Héldu þeir síðan uppteknum hætti meirihluta leiksins. Slefandi á skjáinn og segjandi aulabrandara. Ekki að vinna vinnuna sína. Enda kom það á daginn að Mónakó skoraði í andlitið á Chelsea sem Gummi Torfa og Gaupi voru búnir að dæma í úrslit. Eftir það, á 78 mínútu leiksins rankaði Gummi Torfa við sér og sagði gullmolann:
“Við verðum að muna eftir því að það eru tvö lið inni á vellinum”
Ég gríp þessa setningu á lofti og öskra í sófanum frussandi þannig að háræðar höfði sprungu : “ÞÚ SEGIR EKKI, GIMPIÐ ‘ITT !!! ”
Jæja, farinn í Qi Gong
<< Home