GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, apríl 08, 2004

The Barbarian Invasions ****

Ekki löngu eftir að ég hafi svaraði kommentinu “Eru allar myndir eins í þínum huga. Þær fá allar 3 stjörnur?” skellti ég mér í bíó á kanadísku myndina The Barbarian Invasions. Til að gera langa sögu stutta þá er myndin scaareeeamin´ góð og fær mín hæstu meðmæli ****. Það er vonin um að sjá myndir á borð við þessa sem dregur mig í bíó næstum 70-90 sinnum á ári. Hef ekki séð jafn magnaða mynd síðan ég sá fyrri hluta Kill Bill. Nú ætla ég ekki að reyfa söguþráðinn en lofa því að hver einasti maður sem fer á þetta meistaraverk mun jafnt míga í sig úr hlátri og hágráta úr sorg. Hún kallar fram allan skalann og þú færð engu við ráðið. Öfugt við hið mannskemmandi rusl á borð við 50 first dates sem Björninn setti neytendaviðvörun á. Það liggur við að maður höfði mál á hendur kvikmyndahúsunum fyrir að sýna svona drasl og rukka inn fyrir það í ofanálag.

Nú kann einhver að benda á að Mogginn hafi gefið The Barbarian Invasions **. Ég skal reyna að skýra það mál. Dómurinn var kveðinn upp af einum óhæfasta penna Íslands og þó víðar væri leitað. Heitir sú kona Hildur Loftsdóttir og hlýtur Loftur faðir hennar að hafa togað í einhverja strengi eða sleikt einhverjar rassaholur til að Hildur dóttir sín fengi að smyrja sínum stjörnum í Moggann. Af skrifum hennar að dæma ímynda ég mér útlit hennar og hegðun með eftirfarandi hætti.

Feit og jussuleg kelling sem gengur um í þykkum peysum með bangsamyndum á og skærgrænum stretchbuxum með teygju undir hælinn. Girðir sig hátt og lætur kameltánna blakta í vindinum. Hún borðar grænmetisbuff, döðlur og myglað skyr í öll mál og les sænskar uppeldisbækur daginn út og daginn inn milli þess sem hún fer í bíó til að ganrýna myndir.Hennar blygðurnarkenndar þröskuldur er á við kínamúrinn enda rakkar hún í svaðið allar þær myndir sem blótað er í eða brjóst á konu sést í fókus. Hún á hvorki sjónvarp né útvarp. Spurning um að googla hana til að tékka hvort ímynd mín sé rétt. Alltaf er maður jafn málefnalegur og sanngjarn.

Ef mig misminnir ekki gaf hún I am Sam (þar sem Sean Penn leikur þroskaheftan mann í forræðisdeilu) **** og Saving Private Ryan *. Í dómi hennar um I am Sam, lýsti hún því hvernig hún grét og grét og grét á myndinni. Og hún grét líka í bílnum á leiðinni heim og svo líka eftir að hún var komin heim. Hún er gjörsamlega í ruglinu og það nær ekki nokkuri átt að hún skuli fá að skrifa í Moggan og opinbera þannig fávisku sína og áhugaleysi á kvikmyndum.

Annars er Skírdagur í dag. Alveg er það magnað. Á þessum degi á Jesú víst að hafa farið í síðasta brunch-inn með félögunum og tekið að sér að þvo tærnar á þeim öllum. Ekki amalegt það. Táfýlan hefur líklegast verið að drepa alla. Eða ekki. Annars mikilvægt að minnast þessa dags. Ég mun a.m.k. minnast þessa dags og geri það með því að liggja uppí prumpusófa og góna upp í loftið.

Bógus

Hor

Ha?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com