Dagblöðin og PTV 6 í 1909
Í dag er svo ástatt fyrir blöðum þessa lands að ég nenni ekki að lesa neitt af því sem stendur í þeim. Ég held að meðaltíminn sem fer hjá mér í lestur þessara blaða hafi hríðfallið á síðustu árum og sé nú í rúmum 10 mínútum. Nema þegar maður í prófum, þá reynir maður mjólka hverja hverja einustu landsbyggðarfrétt út í hörgul. Lesa allt um matsvepparækt á Suðurlandi og mann þyrstir í að vita meira hvað Júlli í Kaupfélaginu á Barðaströnd er að bardúsa eftir vinnu með kellingunni úti í bílskúr. Jú, búa til kerti og kertastjaka. Þvílíkt spennandi.
Í lestur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fer nánast jafn stuttur tími enda jafnsúr blöð, hvort á sinn hátt. Þessi fallandi lestartími á sér einfalda skýringu. Þegar maður hangir á internetinu svo stóran hluta dags, hlustar á hádegisfréttirnar og horfir á sjónvarpsfréttir þá er maður búinn að heyra og lesa um 95% af því sem mun koma í dagblöðunum daginn eftir. Sjaldan eða aldrei hafa dagblöðin einhverju við að bæta. Einhver myndi benda á innsendar greinar sem hægt er að lesa og má það vel vera en ég nenni sjaldnast að lesa þær nema að höfundur þeirra sé einhver sérstakur. Sama gildir um minningagreinar, maður nennir ekki að lesa þær nema maður kannist við nafn hins látna eða þekki einhvern sem þekkti viðkomandi.
Þessu hafa blöðin tekið eftir og þá sérstaklega Mogginn. Er hann nú farinn að gefa út alls kyns innihaldslaust aukaefni á borð við Tímarit Morgunblaðsins, Fólkið og aðra auglýsingabæklinga sem í besta falli er hægt að lesa á klósettinu í léttu Twista-sessione.
En í dagblöðum landsins er hægt að finna einn bloggara, sem ég les yfirleitt. Það er hann Víkverji. Alltaf hefur hann eitthvað að segja enda örugglega 10 manns sem skrifa fyrir hans hönd. Og þó, ekki ólíklegt að það séu 5 manns sem rita. Iðulega eitthvað um umferðarmenninguna, sögur úr daglega lífinu en mjög oft fjallar hann um kvikmyndahúsin og bíómenningu okkar Íslendinga. Í þau skipti gruna ég að Árni Þórarinsson sé Víkverjinn enda er hann sá penni í bústnu og útjöskuðu pennaveski Morgunblaðsins sem skrifar hvað best um kvikmyndir. Þar er hann að gera góða hluti með krítik sinni á fábrotnu framboði, hléum á kvikmyndasýningum, auglýsingum fyrir sýningar og svo umfjöllun um einstaka myndir og leikstjóra. Þykir mér vanta að hann taki fyrir kvikmyndaumfjöllun blaðanna enda er hún oft á tíðum fyrir neðan allar hellur, sbr. skrif Hildar Loftsdóttur sem ég minntist á í síðasta pistli. En skiljanlega gerir hann það ekki enda óeðlilegt að sletta skyri í sessunauta á síðum dagblaðanna fyrir lélega frammistöðu.
En hvert er inntak þessa pistils? Maður spyr sig. Ég spyr mig. Þú spyrð væntanlega sjálfan þig, lesandi góður. Ætli svarið sé ekki falið í því að líkt og dagblöðin þarf skíturinn að fylla upp í tómarúmið og það er ekki svo hæglega gert á tímum þegar ekkert er að gerast.
Í lokin minni ég lesendur á að senda sms-ið PTV 6 nokkrum sinnum í númerið 1909 og stykja þar með gott málefni. Hnakka Lú í Sketchakeppni popptíví. Ef Hnakkinn vinnur er aldrei að vita nema gleðskapur verði haldinn í kjölfarið með pomp og prakt.
“ég ætla að fá tvö pomp, takk.”
Góðar stundir
<< Home