GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

mánudagur, apríl 12, 2004

Blanda af ofsteiktu grænmeti

Nú er páskahátíðin senn liðin en á páskunum minnumst við andláts Jesú og upprisu hans. Sumir halda upp á páskana með því að láta krossfesta sig, aðrir með því að éta páskaegg og flestir fagna fríinu sem páskunum fylgir. Þetta árið fékk píslargangan óvenjumikla athygli vegna myndar Mel Gibson, The Passion of the Christ. Ég sá hana og kíkti reyndar líka á mynd Monty Python, Life of Brian, sem fjallar um krossfestinguna á annan hátt. Með hugann svo fastan við píslargönguna fann ég umfjöllun um hana á stað sem ég reiknaði ekki með, í þungarokklagi.

Lagið sem um ræðir er vinsælt meðal ritstjórnar Skítsins og nefnist Chop Suey eftir System of a Down. Ég minntist á það í kommenti í síðustu viku en langaði til þess að útlista mínar pælingar um lagið. Textinn í heild sinni fylgir á eftir pistlinum en annars ætla ég bara að brjóta textann niður, kafla fyrir kafla (texti lagsins er skáletraður og á eftir fylgir túlkun), endurtekin textabrot eru ekki endurútskýrð.

Lagið hefst eftir að barsmíðum og pyntingum á Jesú hefur lokið og krossfestingin nálgast:

Wake up,
Grab a brush and put a little (makeup),
Grab a brush and put a little,
Hide the scars to fade away the (shakeup)
Hide the scars to fade away the,
Why'd you leave the keys upon the table?
Here you go create another fable


Verðirnir vekja Jesúm harkalega og segja honum háðskulega að drattast á lappir og gera sig snyrtilegan fyrir gönguna upp á Golgata, hann verði að fela örin sem hann fékk við pyntinguna. Lyklatilvísunina skil ég eins og að verðirnir séu að spyrja Jesúm hvers vegna í ósköpunum hann hafi gert handtökuna og refsinguna svona auðvelda. Í stað þess að neita sök og gangast við mannleika sínum, hvers vegna gefur hann tilefni til refsingar? Síðasta línan þarf svo vart skýringa við.

Því næst tekur Jesús við:

I don't think you trust,
In, my, self righteous suicide,
I, cry, when angels deserve to die, Die.


Jesús áttar sig ekki alveg á því hvers vegna þessi fórn hans fær ekki þann skilning sem eðlilegt er. Hér kemur fram háðskuleg afstaða textahöfundar gagnvart Jesú sem kristallast í orðunum self righteous (sjálfumglatt), höfundi telur Jesúm greinilega vera of sannfærðan um eigið ágæti. Ég er ekki alveg pottþéttur á síðustu línunni en ég held að meiningin sé sú að Jesú hryggist þegar englar á borð við hann eru taldir eiga dauðann skilinn.

Síðustu tveir hlutarnir eru þeir sem komu mér á sporið varðandi efni textans og eru þeir báðir einræða Jesú við hinn almáttuga föður sinn:

Father, Father, Father, Father,
Father/ Into your hands/I/commend my spirit,
Father, into your hands,


Hér er bein biblíutilvitnun, t.d. stendur í Lúkasarguðspjalli, 23:46:

Then Jesus, crying with a loud voice, said, “Father, into your hands I commend my spirit.” Having said this, he breathed his last.

Hinn hlutinn:

Why have you forsaken me,
In your eyes forsaken me,
In your thoughts forsaken me,
In your heart forsaken, me oh,


Aftur bein biblíutilvitnun, Mattheus 27:46:

And about three o'clock Jesus cried with a loud voice, "Eli, Eli, lema sabachthani?" that is, "My God, my God, why have you forsaken me?"

Titilinn skil ég ekki alveg, en hann er nafn á kínverskum rétt sem er víst upprunninn í Bandaríkjunum og er blanda af ofsteiktu/ofsoðnu grænmeti. Ég sé ekki alveg tenginguna hér. Ef einhver hefur frekari skýringar við texta lagsins vil ég endilega heyra þær, enda búinn að pæla svolítið í þessu. Að lokum vil ég benda þeim sem vilja heyra lagið á að sækja það hérna, en slíkt má að sjálfsögðu ekki gera nema fá leyfi frá hljómsveitinni. Þeim sem hafa fengið slíkt leyfi bendi ég á að hægrismella hérna.

Góðar stundir.

Chop Suey

Wake up,
Grab a brush and put a little (makeup),
Grab a brush and put a little,
Hide the scars to fade away the (shakeup)
Hide the scars to fade away the,
Why'd you leave the keys upon the table?
Here you go create another fable

You wanted to,
Grab a brush and put a little makeup,
You wanted to,
Hide the scars to fade away the shakeup,
You wanted to,
Why'd you leave the keys upon the table,
You wanted to,

I don't think you trust,
In, my, self righteous suicide,
I, cry, when angels deserve to die, Die,

Wake up,
Grab a brush and put a little (makeup),
Grab a brush and put a little,
Hide the scars to fade away the (shakeup)
Hide the scars to fade away the,
Why'd you leave the keys upon the table?
Here you go create another fable

You wanted to,
Grab a brush and put a little makeup,
You wanted to,
Hide the scars to fade away the shakeup,
You wanted to,
Why'd you leave the keys upon the table,
You wanted to,

I don't think you trust,
In, my, self righteous suicide,
I, cry, when angels deserve to die
In my, self righteous suicide,
I, cry, when angels deserve to die

Father, Father, Father, Father,
Father/ Into your hands/I/commend my spirit,
Father, into your hands,

Why have you forsaken me,
In your eyes forsaken me,
In your thoughts forsaken me,
In your heart forsaken, me oh,

Trust in my self righteous suicide,
I, cry, when angels deserve to die,
In my self righteous suicide,
I, cry, when angels deserve to die.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com