GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Kill Bill II: ***
Touching The Void: ***1/2
Fjölmiðlafrumvarpið:hauskúpa


Líklega hafa margir óverdósað af stjörnugjöfum dablaðanna síðustu helgi og drattast í bíó til að sjá Kill Bill Vol. 2. Það gerði ég að minnsta kosti. Kalt mat: fín mynd en olli vonbrigðum. Endanleg niðurstaða:***

Áður en ég brá mér á myndina hafði ég aðeins heyrt gott af henni. Orðið á götunni var að Kill Bill II væri heilsteyptari, hefði meiri persónudýpt og þéttofnari söguþráð en Kill Bill I (****). Ég tek undir það í meginatriðum, en ég þvertek fyrir að síðari hlutinn sé áhugaverðari, skemmtilegri eða betri en sá fyrri. Vil ég jafnvel meina að Kill Bill II sé sísta mynd Tarantinos, til þessa. Er þá mikið sagt. Mun ég nú reyna að skýra mál mitt.

Mr. James Berardinelli, hvers tengill er hér til vinstri, var einn af fárra sem ekki hreifst af fyrri myndinni. Hann átti erfitt með að sætta sig við ákvörðun Tarantinos að skipta myndinni í tvennt og lét pirring sinn bitna á stjörnugjöfinni (**1/2). Eftir að hafa aðeins séð fyrri myndina, skildi ég hans sjónarmið að e-u leyti en ekki nógu til að draga hana niður um brot úr stjörnu. En eftir að hafa séð báðar myndirnar þykir mér ákvörðunin um tvískiptingu fullkomlega skiljanleg. Myndirnar eru algerlega ósamræmanlegar.

Á meðan fyrri myndin er POWER-HOUSE sem gneistar af er seinni myndin tregablús sem fade-ar út smátt og smátt. “Það vantar allt gos í þetta kók!!”, hugsaði ég við áhorf á myndina. Það vantar öll smáatriðin, alla sköpunargleði, öll einkenni Tarantinos. Það vantar þetta endurunna framúrstefnupönk sem hann hingað til hefur haft. Að vísu eru nokkur skemmtileg samtölin (pimpinn á barnum t.d.) sem bera sterklega hans höfundareinkenni en þau heyra til undantekninga. Annað sem angraði mig var óþarfa ofnotkun hans á mismunandi myndatökuaðferðum. Þau þjóðnuðu litlum tilgangi. Í eitt skiptið þrengdi hann rammann, í annað skipti hann honum í tvennt, seinna tók hann ýmist upp á oflýsingu eða vanlýsingu og um tíma slökkti hann alveg á ljósunum? Ég skynjaði engan tilgang með þessu effektaflippi, fannst heldur örla á örvæntingarfullri tilraun til blása lífi í glæðurnar.

Sá munur sem er hvað mest áberandi á myndunum tveimur er takturinn. Í Vol 1 er takturinn hraður, fastur og markviss. Í Vol 2 er takturinn hægur, ómarkviss og óstöðugur. Mín kenning er sú að taktur mynda í kvikmyndagerð sé miklvægastur undirliggjandi þátta fyrir áhrifamátt kvikmyndar á áhorfandann. Skiptir þá engu máli hvort taktur sé hægur eða hraður. Bara að hann sé stöðugur og sveiflist ekki óeðlilega mikið. Í Vol. 2 verður hægur takturinn hægari og hægari eftir því sem á líður. Við það tapar maður einbeitingunni og fer út af sporinu. Maður truflast við áhorfið og fer að huga að hvað tímanum líði. Ég veit ekki með ykkur lesendur góðir en ég skynja svona taktbreytingar mjög sterkt og get orðið mjög pirraður þegar illa fer með annars ágætar myndir af þessum sökum. Sama gildir um skrifað mál. Ef stíll fer úr stuttum setningum í langar fer einbeiting lesandans í vaskinn og efnið missir marks.

Sá hluti myndarinnar sem ég skemmti mér hvað best yfir var í lokin þegar glefsur úr fyrri myndinni rúlluðu yfir skjáinn. Maður fékk instant samanburð á myndunum báðum og hvað mig varðar hefur fyrri myndin tvímælalaust vinninginn.

Ætlaði að taka fyrir Touching the Void og fjölmiðlafrumvarpið líka. Er víst ekki tími til. Smá komment þó á bæði:

Touching the Void: ***1/2, taugatrekkjandi semi-heimildarmynd um fjallgöngugarpa sem lenda í kröppum dansi á hálum ís og vita ekkert hvaðan á sig stendur veðrið. Varð ég svo spenntur að ég nagaði neglur upp í kviku og kipptist til í tíma og ótíma. Loksins fær maður einhverja tilfinningu fyrir því hvað Haraldur Örn pólfaragimp hefur afrekað. Fær þessi mynd hiklaust meðmæli mín.

Fjölmiðlafrumvarpið: Hauskúpa
Orð sem koma í hugann. Kúkur, ofbeldi, nauðgun, forræðishyggja, misbeiting valds, krullurassgat, reiði, hatur og afturhvarf til haftastefnunnar.

Farinn í próf

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com