GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

mánudagur, mars 01, 2004

Náttúrulegt?

Hver hefur ekki heyrt brandara um rolluríðandi bónda og hlegið dátt að honum? Það er fátt sem fólki þykir pervertískara en að eiga í ástarsambandi við einstaklinga úr dýraríkinu sem ekki geta talist til homo sapiens. Slíkt ástarsamband er að sjálfsögðu mjög óhefðbundið, óeðlilegt og ónáttúrulegt en er ástæða til þess að það sé ólöglegt?

Áður en lengra er haldið vil ég biðja fólk að skilja sleggjudóma eftir hérna en hætta að lesa ella. Ég óttast nokkuð fordóma fólks sem tekur venjur samfélagsins sem sjálfgefinn hlut og er aldrei tilbúið að ræða aðrar hliðar málanna.

Skoðum aðeins hugtakið ónáttúrulegt kynlíf. Hinn náttúrulegi tilgangur kynlífs er fjölgun tegundarinnar og því telst dýrakynlíf auðvitað ónáttúrulegt, en þar með er einnig kynlíf samkynhneigðra sem og gagnkynhneigð endaþarms- og munnmök ónáttúruleg. Því getur það að ákveðin tegund kynlífs sé ónáttúruleg ekki verið fullnægjandi ástæða til þess að banna það alfarið.

Eðlilegt eða óhefðbundið er eins afstætt og hægt er og erfitt að byggja lagasetningu á skilningi á því. Hins vegar er það, að því er mér virðist, það eina sem kemur í veg fyrir að kynlíf með dýrum sé löglegt. Helsta lagalega ástæða þessa ólögleika er 209. gr. hegningarlaganna (sjá viðauka að neðan) sem byggir aðeins á því að verið sé að særa blygðunarsemi manna. Aðrar greinar banna ekki kynlíf með dýrum (sem kom mér nokkuð á óvart).

Helstu röksemdirnar fyrir slíku banni finnst mér vera verndunarrök gagnvart dýrunum. Að fá samþykki þeirra fyrir mökunum hlýtur að vera í erfiðari kantinum og kynlíf án samþykkis beggja aðila er óverjandi. Hins vegar hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort rolla, ef aðspurð og gæti svarað, myndi frekar kjósa slátrun fram yfir það að jarma við hamagang og stunur einhvers bóndans. Hver er fórnarlambið í þessu máli, fyrir utan lambið sem þarf að fórna sér fyrir bóndann? (búrúmm tssj) Er ekki bara rétt að leyfa þeim ólukkulegu einstaklingum sem ekki geta náð sér í annað að gamna sér með gimbrunum? Þegar þú, lesandi góður, svarar þessu gleymdu þá eigin þrám og löngunum og reyndu að hugsa upp góð rök fyrir banninu. Það þarf rök til að banna hluti en ekki til að leyfa þá.

Er kannski löglegt að ríða dýrum? (Þessi spurning er ætluð þeim fjölmörgu lögfræðingum og lögfræðidósentum sem skítinn lesa á hverjum degi.)

Til þess að stemma stigu við ýmsum dylgjum og voða fyndnu gríni í kommentum vil ég taka fram að ég er gagnkynhneigður og hef engan áhuga á kynmökum við dýr. Þá er ég hlynntur hjónaböndum og ættleiðingum samkynhneigðra en er að sjálfsögðu hvorki hlynntur hjónaböndum milli manna og dýra né ættleiðingum slíkra para.

Loks vil ég benda á að fyrsta útgáfa pistlasafnsins Manna & Meinsemda er komið út (sjá tengil uppi til vinstri) en það er safn manngreiningarpistla af Grænum skít.

Viðauki úr hegningarlögum

Ég setti inn 199. gr. einnig, svona til gamans.

199. gr. [Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann sem heldur ranglega að mökin eigi sér stað í hjónabandi eða óvígðri sambúð eða hann er í þeirri villu að hann eigi mök við einhvern annan skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Sömu refsingu varðar það ef samræði eða önnur kynferðismök eiga sér stað vegna þeirrar blekkingar að um læknisfræðilega eða aðra vísindalega meðferð sé að ræða.]1)

209. gr. [Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum]1) eða sektum ef brot er smávægilegt.]


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com