GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Listagagnrýni

Ólafur Elíasson* vs. Erró***1/2


Það var ekki alls fyrir löngu að ég setti upp listaspírugleraugun og keypti mig inn á sýningu “hinna ginkeyptu” sem Ólafur Elíasson hefur komið á laggirnar í Listastafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýningin nefnist hinu ægilega nafni Frost Activity og á að vera óður til íslensks rýmis og formgerðar og ég veit ekki hvað menn geta nefnt bull mörgum nöfnum. Nema hvað.Til að gera langa sögu stutta þá er sýningin er bara bull og hundakex , með dashi af prumpi í kokteilsósu.

Maður veit ekkert hvernig maður á að láta þegar maður er hafður jafn heiftarlega að fífli. Það verk sem hefur fengið hvað mesta athygli (og Gísli Marteinn hreinlega kömmaði yfir sig út af) er Stóri speglasalurinn sem er ekkert annað en leiðinleg útfærsla á hinum sígilda speglasal Tívolíanna. Speglarnir hanga í loftinu og eru ósköp venjulegir í alla staði. Ekkert fyndið við það.Gólfið ku víst vera listaverk líka en það er hellulagt. Alveg frábært verk þar á ferð. Já, sæll.

Ég gekk inn í salinn, leit upp, gekk hring í salnum og gekk út. Mjög simpelt. Tók mig 2 mínútur. En ég sá að í salnum var fólk sem (líkt og ég) skildi ekki neitt í neinu. Fólk var ýmist með hendur í vösum, borandi í nefið eða gónandi upp í loft eins og að gá til veðurs. Það vildi fá meira fyrir peninginn og fór að haga sér eins og fífl. Lagðist á gólfið og velti sér um, hoppaði og lét eins og það væri hælismatur. Þessi hegðan fór mjög í taugarnar á mér.Ég hálf skammaðist mín fyrir að vera í sama húsi og þetta snarbilaða pakk og var við það að stinga út augun á einum liggjandi listunanndanum sem var kominn á fjóra og farinn að hrína sem svín. Eða ekki.

En af öllu illu leiðir eitthvað gott. Eftir að hafa spísporað um ganga listasafnsins og látist áhugasamur með því að dvelja a.m.k. 15 sekúndur fyrir framan hvern einasta óskapnað sem var á veggjum varð mér litið inn í hliðarsal. Þóttist ég kenna verk Errós á veggjum. Vakti það strax áhuga minn. Og ekki dró úr áhuga þegar ég sá að sýningin bar yfirskriftina Stríð. Í salnum voru um 20+ verk og hvert öðru áhugaverðara. Erró er í mínum huga mikill meistari, mikill sögumaður og ekki síðri húmoristi. Í stríðsæsingamyndum sínum fer hann á kostum í ádeilu sinni og fer illa með suma þjóðarleiðtoga og herforingja. En það tekur langan tíma að skoða hverja myndi því smáatriðin eru nánast óendanleg og öll útpæld.

Í einni og sömu myndinni mátti sjá Araba teyga Absolut Jihad og Saddam skeina sér á Resolution 666. Ennfremur sjást Bandarískir stjórnmálamenn gefa ísraelskum þjóðarleiðtoga brjóstamjólk nema hvað mjólkin er í formi peninga. Sömuleiðis sjást ísraelskir leiðtogar draga víglínur á kort og alltaf kemur út sama myndin, Davíðsstjarnan. Erfitt að lýsa þessu gríni en sjón er sögu ríkari. Náði ég aðeins að skoða 4-5 myndir að einhverju ráði áður en samferðamenn mínir vildu fara að hakka í sig kökur og kaffi. Maður lét undan þeim þrýstingi og beilaði en mun vonandi kíkja aftur, í góðu tómi.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com