GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Einfalt líf?

Á sunnudagskvöldum er nú í gangi “raunveruleikaþáttur” sem nefnist “Simple Life”. Hann felst í því að tvær ríkar ofdekraðar gellur sem ekkert hafa gert um ævina nema að djamma eru sendar á sveitabæ þar sem þær eiga að taka þátt í hinum ýmsu daglegu verkum. Þetta eru þær Nicole Richie, dóttir ballöðukóngsins Lionel Richie, og Paris Hilton sem er ein af erfingjum Hilton-hótelaveldisins.

Þær stöllur eru orðnar frægar fyrir það að vera af frægum komnar, djamma stíft og svo síðast en ekki síst fyrir að vera gellur. Richie-stelpan er reyndar ekkert off-the-chart falleg en ef hún væri sett einhvers staðar annars staðar en við hliðina á Paris Hilton þætti hún örugglega ágæt. Paris þessi er nefnilega ein sú svaðalegasta í bransanum og nokkrar mínútur með hana fyrir augunum eru nóg til þess að gera mann afhuga nokkurri annarri í þó nokkurn tíma. Það bætir svo gráu ofan á svart að vinkonurnar eru með stöðugar kynferðislegar tilvísanir sem er alveg til þess að æra óstöðugan. Sú litla huggun sem maður fær felst í því að vita hversu rosalega útkeyrð þessi höfuðborg Frakka er. Það er frægt orðið og náði hápunkti þegar hún týndi heimagerðu myndbandi þar sem hún þiggur aftanígjöf frá góðvini sínum. Þessi ágæti vinur hennar laumaði víst myndbandinu stoltur út á alnetið þar sem almenningur gat vegið og metið þessa ágætu stúlku.

En að mergnum málsins. Eins og áður segir er Paris slíkt augnakonfekt að ekki er annað hægt en að hún rugli mælikvarða manns á fegurð í ríminu. Björn velti fegurð fyrir sér fyrir 12 dögum síðan í áhugaverðum pistli. Niðurstaðan úr umræðu í kjölfar þess pistils varð sú að þrátt fyri að fólk myndi líklegast fríkka með tímanum yrði alltaf til fegurðarelíta sem skemmir fyrir öllum hinum með óeðlilegum samanburði. Paris er hiklaust ein þeirra en ég segi að þegar heimurinn verður orðinn það fallegur að hún væri meðalmanneskja þá held ég að fólk neyðist til að hætta að kvarta.

Hingað til hefur umræðan um svo óeðlilegar fyrirmyndir í sjónvarpi og tískutímaritum snúist um þjáningarnar sem stúlkur þurfa að ganga í gegnum til þess að halda í við þá fegurðarímynd sem þessir miðlar skapa. Ég vil hins vegar beina umræðunni að okkur strákunum. Hvers eigum við að gjalda þegar svona er haft fyrir framan augun á okkur daginn út og inn, vitandi það að svona nokkuð mun aldrei koma innan kílómetra radíuss frá okkur? Við erum hin sönnu fórnarlömb í þessu máli, okkur eru stöðugt sett þau markmið að ná í gellur á borð við Paris (eða eitthvað nærri henni) á meðan framboð á slíkum varningi er takmarkað en eftirspurnin næg og vel það.

Já, það er margt bölið sem við búum við og margur vandinn sem við stöndum frammi fyrir. Það er því alveg ljóst að þótt stelpur þurfi að búa við geðsveiflur, mánaðarlegar og aðrar, þá er það langt í frá að hjá okkur piltunum sé þetta einfalt líf.

Að lokum vil ég þakka lesendum skítsins fyrir að veita mér þann heiður að kjósa mig nörd skítsins. Slíka yfirburðakosningu hefur maður ekki hlotið síðan ég, Björn og Guðmundur vorum kosnir eftirminnilega í stjórn Kvikmyndadeildar Listafélags MR.

Góðar stundir.

P.S.
Björn, þú átt könnun þessa vikuna.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com