GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Feminísk umræða um lýtaaðgerðir auk bíórýni

Það heitasta í umræðunni þessa dagana (á eftir móðursýki Bandaríkjamanna vegna geirvörtu fröken Jackson) eru lýtaaðgerðirnar á stöð 2. Rut Reginalds ætlar að lappa uppá síðuspikið og signa tepokana og reyna aðeins að strekkja á augnlokunum sem eru orðin svo slöpp að mælieiningin augnablik er búin að lengjast um helming hjá henni. Virðist fólk og þá einkum kvenfólk hafa miklar skoðanir á hugtökunum “siðferði” og “ábyrgð” í þessari umræðu. Er siðferðislega rétt að framkvæma slíka aðgerði í “beinni útsendingu” ?; brýtur þetta ekki gegn siðareglum lækna? Bera fjölmiðlar enga ábyrgð lengur? o.s.frv. Í kastljósinu í gær komu þrjár konur í viðtal til að ræða þetta mál. Ein var þingkonan Dagný Teamplayer, önnur var verkefnastjóri lýtaaðgerðar Rutar og sú þriðja sat í miðjunni og ég náði ekki hvað hún var eða gerði eða hvað hún var að segja. Ekki mjög eftirminnileg týpa. Hinar tvær voru öllu eftirminnilegri. Verkefnastjórinn hafði greinilega látið strekkja á sér andlitið nokkrum sinnum því það minnti einna helst á andlit e-s sem hefur strekkt sokkabuxur yfir andlit sitt og sullað smá andlitsmálingu yfir. Þingkonan var eftirminnileg fyrir það að hún gat ekki fært nein rök fyrir því af hverju það væri rangt að hafa lýtaaðgerð fyrir sjónvarpsefni. Hún talaði um að pressan á kvenfólki um að halda útlitinu sem bestu væri þegar svo mikil að það væri ekki á það bætandi. Konur eigi að vera sáttar við sig eins og þær eru og bla. bla. bla.

Hér er mín skoðun á þessu máli. Lýtaaðgerðir í sjónvarpi eru fínt mál. Þetta er forvitnilegt, að mörgu leyti fræðandi og vekur mann til umhugsunar. Á sama tíma er ómögulegt að skilja hvernig þetta setur pressu á konur. Af hverju á sjónvarpsefnið að setja meiri pressu á kvenfólk en þegar illa hirt og forljót kona er tekin í gegn í sjónvarpi, klædd upp á nýtt, greidd upp á nýtt og förðuð upp á nýtt. Fyrir mér er þetta sami hluturinn. Eini munurinn er kostnaður fegurðarinnar og svo það að breytingar lýtaaðgerða eru varanlegar.

En ég veit ekki hvað þingkonan óttast að muni gerast í kjölfar þessara þátta. Óttast hún að allar konur á fertugsaldri rjúki á biðlista með 5 milljónir í vasanum til að lyfta aðeins á sér “júllunum”. Hefur hún enga trú á kvenfólki? Maður spyr sig. Þær verða jú sjálfráða við 18 ára aldur og ættu að geta tekið ábyrgð á sjálfri sér, sínum líkama, sínum fjárráðum og sínu útliti þó svo þær sjái sjónvarpsþátt hvar framkvæmd er fegurðaraðgerð fyrir milljónir. Mér þætti bara forvitnilegt að sjá fleiri aðgerðum fylgt í sjónvarpi. Flestir þurfa einhvern tíma að gangast undir aðgerð einhvers konar og þætti mér ekkert verra að hafa fræðst aðeins um aðgerðina fyrirfram, í máli og myndum.

En úr þessu viðbjóðslega leiðinlega topic-i yfir í þem máli skiptir. Kvikmyndir. Hér eru smá komment á þær sem ég sá síðan síðast.

Monster ***1/2: Átakanleg mynd sem skartar Charlize Theron í aðalhlutverki. Líkt og Þorbjörn komst að orði eftir myndina þá er andrúmsloft myndarinnar mjög svipað og í Boys Don´t Cry, það er dapurlegt og vonlítið. Frammistaða Theron er með þvílíkum ágætum að hún getur farið að fægja arinhilluna undir Óskarinn. Leikur hún alveg fáránlega vel og fái hún ekki Óskarinn er eitthvað að.

Óvinurinn eða L’adversarie ***:
Líkt og Monster er þessi mynd byggð á sönnum atburðum. Mér gæti ekki verið meira sama. Góðar myndir eru góðar og lélegar myndir eru lélegar óháð því hvort verið sé að segja frá sönnum atburðum eður ei. Þessi mynd er í þyngri kantinum og hægari en Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. En það er stíll yfir myndinni og hún er vel leikin.

Lost in Translation ***: Fín mynd en ég bjóst við meiru. Ég átti von á meiri karakterum, áhugaverðugri samtölum og meiri tilfinningum. Myndin er þó aldrei leiðinleg, langt því frá, og vakti athygli mína hvað Scarlett Johanson (Ghost World) er alveg óhugnanlega aðlaðandi leikkona. Minna persónutöfrar hennar á aðra upprennandi leikkonu, Maggie Gyllenhal (Secretary). Báðar mjög svo hrífandi leikkonur. Bill Murray er solid allan tíma en ég gútera engan Óskar fyrir þessa frammistöðu. Það þarf meira til.

Farinn að hlusta á nýja diskinn með Noruh Jones......

JÁ SÆÆÆÆÆÆÆÆLLLL!!!!!!

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com