GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Hindúíska blökkukonan sem tók 200 kíló í bekkpressu

Lengi vel horfði ég á sjónvarpssápuna um læknana á Bráðavaktinni. Þetta voru jafnan bombuþættir, að mér fannst, með mikilli dramatík og miklum sviptingum en alltaf sama trausta leikaraliðinu. En smám saman þóttu mér þættirnir staðna allsvakalega þegar rauðhærða hækjan Kerry Weawer (þessi með hækjuna) fór að vera aðalpersóna þáttanna, grenjandi og stynjandi yfir öllu. Þá var mér nóg boðið og nú hef ég ekki horft á Bráðavaktina svo árum skiptir og sakna þeirra ekkert.

En um daginn, eftir mánudagsbolta, varð mér litið á þátt sem að mörgu leyti svipar til Bráðavaktarinnar en er alger andhverfa í efnistökum og áhrifum á áhorfendur. Nei, ekki Chicago Hope (það var nú meiri viðbjóðurinn). Það er þátturinn Nýgræðingar eða Scrubs á Rúv. Maður er alveg kaldur að hafa ekki séð þetta fyrr. Mikið djöfulli er þetta fyndinn andskoti. Af hverju hafa sjónvarpssjúklingar sem alltaf eru að röfla yfir raunveruleikasjónvarpi og skítaþáttum ekki bent á þennan gullþátt? Maður spyr sig.

Reyndar er ég aðeins búinn að sjá tvo þætti svo maður þorir ekki að hengja sig upp á gæði þessa þáttar en þessir tveir voru þvílíkar bombur að maður sá fram á bombu- mánudagskvöld út veturinn. En að sjálfsögðu vill þannig til að síðasti þáttur í seríunni er á mánudaginn kemur. Maður verður því bara að bera harm sinn hljóði og bíða eftir næstu seríu.

Annars kíkti kallinn á Gaukinn í gær. Þar fór hljómsveitin Blúsbyltan hamförum á sviðinu. Léku þeir blússkotið rokkabillí djúspönk reif, drifið áfram af skondnum textum og léttleika. Lék bandið þrjú ný lög en að sjálfsögðu mátti líka heyra nýklassísk lög á borð við Skítugt vatn, Síðasta Blaðsíðan og Brotinn Kompás. Var Blúsbyltan fersk allan tímann en þó aldrei ferskari en í lokalaginu sem leikið var eftir uppklapp nr. 2. Lagið (sem ég man ekki hvað heitir) var æpandi morðballaða sem hefði sómað sér vel á morðballöðudisk Nikka Hellis og að mínu mati langbesta lag þessa annars stórfínu tónleika. Þess ber að geta að Blúsbyltan mun halda uppi fjörinu á Grandrokk annað kvöld og hefst tónlistarflutningur uppúr miðnætti. Vertu þar eða vertu aspas. Kallinn!!

Að lokum má benda fólki að kíkja á stórmyndina The House of Sand and Fog ***1/2. Þetta er önnur myndin í röð sem Ben Kingsley fer á kostum í. Hin myndin var Sexy Beast sem er bara total snilld. Svo er Jennifer Connelly alltaf hugguleg á hvíta tjaldinu og fer hún vel með sína rullu í þessari mynd.

Allt virðist nú stefna í það að Guðmundur verði krýndur (rakaður) hnakki skítsins. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess. Guðmundur virðist ekki sáttur. En ég spyr Guðmund, er þetta ekki bara ágætt?? Þetta er rosa gott á CV-ið. Laaalllllleeeeeeeeeeeegt!!!

Smyr L-i á´etta.
Farinn á sundæfingu..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com