GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Af nördum og nærbrókum

Já sælir lesendur. Björn slöngutemjari fór mikinn í síðasta pistli og sköpuðust heiftarlegar umræður í kjölfar skrifa hans. Kæmi ekki á óvart ef Morgunblaðið tæki þessa umræðu upp á arma sína eða a.m.k. birti hluta pistilsins í dálknum “Hlerað af netinu”. Nema hvað, þá vill Björninn hafa snákinn frjálsan bak við buxnaklauf og þá er líklega einfaldast að hann fleygi ammoníaksýrðum Spee-do brókunum sínum á haugana og fjárfesti í boxerum. Ekki flóknara en það. Óþarfi að eyðileggja heilu kvartbuxurnar í tómu hugsanaleysi. Önnur hugmynd er að Björn hanni e-s konar flísnörrur sem anda og falla sem flís við rass. Myndi ekki skemma að hafa 66°Norður merkið framan á slíkri brók. SmÚÚÚt.

Lengi hef ég veld þessari nördaumræðu fyrir mér. Tel mig vera nörd og sé ekkert að því. Því ef maður er ekki nörd, hvað er maður þá? (Góð spurning, þó ég segi sjálfur frá.) Persónulega vil ég frekar flokkast sem nörd en til dæmis hnakki (*) eða tjokkó (**) eða jafnvel eitthvað hip-hop wannabe með derhúfu. Verst þætti mér líklegast að vera bara venjulegur og óskilgreindur. Það fólk er alveg út í hött. Ekki hægt að tala við það. Það hefur ekkert að segja, hefur engin áhugamál. Jú, það fór út í búð í gær og gleymdi veskinu út í bíl þegar það var komið að kassanum.“, ha haha, frábær saga hjá þér venjulega gimp. Hvað gerðist svo??” hugsar maður og setur upp gervihlátur. Svo er algengt meðal óskilgreinda fólksins að ef það mismælir sig þá mætti halda að það sé það fyndnasta sem það hafi lent í svo mánuðum skipti. Það vita allir um hvaða fólk ég er að tala. En ef þú lesandi góður veist það ekki, þá ertu örugglega bara venjulegur og óskilgreindur. Ah, kemur.

En svona í lokin þá kíkti ég á Big Fish síðustu helgi og þótti óttalegt miðjumoð. Í mínum bókum slefar hún ***. Hef aldrei fílað Tim Burton og hans ævintýrarembing. Myndin ku vera í anda Forrest Gump skv. auglýsingum kvikmyndahúsanna. Það er nú meira kjaftæðið.Vil benda fólki á að þegar myndir eru kynntar með þessum hætti þá eru meiri líkur en minni að myndin sé á jaðri þess að vera slök. Önnur dæmi í auglýsingabransanum eru að sjálfsögðu “ Í anda Tarantino!!” og “Frá meistara Luc Besson”. Þetta er bara vitleysa.

Annars kíkti ég líka á myndina Evrópugrautur eða L’auberge espagnole á frönsku kvikmyndahátíðinni í Háskólabíói. Þessi mynd er easy ***1/2 og viðbjóðslega fyndin út í gegn. Kom mér á óvart því hingað til hefur mér þótt franskur húmor farsakenndur, kjánalegur og leiðinlegri en Ding Dong á FM 957.Þeir eiga þó til að detta í gríngírinn og er þessi í góðum gír mest alla myndina. Ágætis tilbreyting frá eyrnaskemmandi steraöskrum úr LOTR og Last Samurai.

Læt þetta gott í bili.

Farinn á árshátíð.

(*) (hnakkur er líka til. Á það á við um extreme case, fólk með tribal tattoo og allan pakkann)

(**) (reyndar er maður bara svo náttúrulega dökkur að það er skiljanlegt að einhverjir flokki mann undir tjokkó. Laglegt).

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com