GRÆNN SKÍTUR UPPRISINN??

Hugsanleg uppvakning hins Græna á veraldarvefnum? AMK upptaktur.

mánudagur, janúar 19, 2004

Veruleikinn snýr aftur

Nú helgin er liðin svo helvíti fljótt
og heilafrumurnar færri.
Og mánudagsins, myrkur sem nótt,
morgun svo asskoti nærri.

Á föstudegi fjörið hefst,
fyrsti sopinn er laptur.
En fyrsti sopinn félaga krefst
og fljótlega sopið er aftur.

Gamanið ríkir með gleði við völd
og gleymast áhyggjur allar.
Fjörið er mikið og fagurt er kvöld,
nú fögnum við konur og kallar.

Lítið frábrugðið laugardagskvöld
líður á svipaðan hátt.
Aftur er gaman og gleði við völd
og gengur svo langt fram á nátt.

En svo kemur sunnunnar dagur
og sviptir mann vímunni.
Og þá upphefst þunglyndisbragur
Í þynnkuglímunni.

Já, glíman er hörð og glíman er römm,
nú glímir hver fylliraftur.
Því vínið er svikult og víman er skömm
og veruleikinn snýr aftur.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com