Ísland á EM
Ég verð nú að setja spurningamerki við síðasta pistl Hrollvekju Bjössa. (kallinn!!) En annars hvet ég Björninn til að pósta sama pistil á laugardaginn, enda örugglega margir sem náðu ekki innihaldi pistilsins sem vakti upp margar spurningar. Spurningin sem ég spyr sjálfan mig er hvort skíturinn þurfi ekki að semja við eitthvað slefandi tölvudýr um að forrita litla heimasíðu fyrir hinn Græna Saur hvar hægt væri að pósta án vandkvæða, setja inn kannanir og jafnvel koma upp litlum gagnagrunni þar sem hægt væri að fletta upp í eldri pistlum. Stundum leiðinlegt að geta ekki vísað í fyrri pistla einhvers saurpennans.
En nú að máli málanna. Það er bara komið að Evrópukeppninni í Handbolta. Já Hanbolta, segi ég og skrifa. Nokkuð ljóst að maður mun líma sig við skjáinn og hvetja sína menn, málaður í framan í Óla Stef peysunni sinni og blása í herlúðra fyrir hvern leik. Já sæll.
Ég verð ekki lengi að fletta yfir íþróttasíður Moggans hvar lesa má fyrirsagnir eins og “Gáfu ekkert eftir”, “Hetjur” “Markvarslan í sérflokki” (líklegt) “Sýnd veiði en ekki gefin” ,” Börðust allir sem einn” og svo framvegis. Þætti undirrituðum mjög áhugavert ef eitthvert blaðanna myndi hreinlega ekki fjalla um þetta mót. Sjá hvort einhver myndi vekja athygli á því.
Ellihruma markkeilan Gummi Hrafnkels segir sigur á Slóvenum í dag vera bestu afmælisgjöfina. Eins gott að hann fái þá nóg af boltum í sig enda ekki að fara að verja blöðru af sjálfsdáðum, verandi 39 og aldrei feitari. Vil ég benda fólki á mynd á bls.22 í Fréttablaðinu í dag. Sjáið svitann á einum manni. Hvernig er hægt að verða svona sveittur í marki? Er maðurinn að farast úr stressi? Sjáið síðan aðra markmenn í handbolta. Ekki eru þeir svona marineraðir í eigin svita. Ætli hann sé bara krónisk sveittur og með svíðandi svita í augum? Með öll sæti í bílnum sínum plöstuð og sofandi í þurrbúning? Hvað segir konan hans við því. Ég hef áhyggjur af honum Gumma okkar. Þetta er ekki eðlilegt.
Annars finnst mér alltaf skemmtilegast að sjá myndir í Mogganum sem bera fyrirsagnirnar “Stund milli stríða” hvar landsliðsmenn bregða á leik fyrir ljósmyndara blaðsins. Halda á vangefnum börnum eða klæðast einkennishúfum innfæddra. Bendi ég á mynd í dag hvar fjórir leikmenn standa fyrir framan smokkastand og virða fyrir sér úrvalið. Ljósmyndarinn setur myndatexann, “Íslensku leikmennirnir fóru í stórmarkað eftir æfingu í gær til að kaupa sælgæti fyrir átökin”. Alveg brillijant.
Farinn á handboltaæfingu!
<< Home